Rætt um að færa til verkefni milli ráðuneyta í þágu atvinnusköpunar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 4. október 2021 11:36 Formenn Ríkisstjórnarinnar hittast og ræða málin eftir kosningar í Ráðherrabústaðnum Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Formaður Sjálfstæðisflokksins segir til skoðunar að færa til verkefni milli ráðuneyta í þágu aukinnar fjölbreytni í atvinnusköpun. Formenn ríkisstjórnarflokkanna héldu áfram stjórnarmyndunarviðræðum í Ráðherrabústaðnum í morgun. Formenn stjórnarflokkanna komu saman til fundar í ráðherrabústaðnum klukkan tíu í morgun. Viðræðurnar hafa verið sagðar óformlegar hingað til og sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, þreifingar enn standa yfir. „Við tökum síðan kannski stöðuna eftir morgundaginn eða eitthvað slíkt en höldum bara áfram að þreifa á þeim málum sem við sjáum fyrir okkur að séu viðfangsefni næstu fjögurra ára,“ er hann hélt inn á fund í morgun. Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, fundaði með ráðherrunum í morgun og sagði Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri Grænna að til stæði að fara með honum yfir efnahagsmál. „Við vorum að fara yfir stöðu ríkisfjármála á föstudag og ætlum að halda áfram að fara yfir efnhags- og ríkisfjármál í dag.“ Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri Grænna.vísir/Vilhelm Hún sagði góðan gang í viðræðunum sem gætu tekið nokkrar vikur. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir þau ekki vera farin að skipta ráðuneytum á milli flokkanna. „Höfum bara svona lauslega rætt rammann fyrir það og erum að velta því fyrir okkur hvort við myndum ná meiri árangri með því að gera einhverjar breytingar í stjórnarráðinu, eins og að færa til verkefni og sameina undir einn ráðherra eðlislík mál, þannig hann nái meiri árangri í sínum störfum.“ Hvaða mál gætu það verið? „Það fer eftir því hvernig við sjáum fyrir okkur að beita kröftum okkar á komandi kjörtímabili. Við erum meðal annars að reyna auka fjölbreytni í atvinnusköpun í landinu og það getur kallað á ákveðnar áherslubreytingar.“ Ríkisstjórnarflokkarnir styrku meirihluta sinn í kosningunum en þingstyrkur þeirra er þó annar en fyrir síðasta kjörtímabil. Vinstri græn töpuðu þingsæti en Framsókn bætti við sig fimm. Sigurður Ingi vill engu svara um hvort hann geri kröfu um stól forsætisráðherra í ljósi þess. „Við erum bara að ræða hlutina holt og bolt. Það kemur í ljós,“ segir Sigurður Ingi. Alþingiskosningar 2021 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Nýsköpun Vinnumarkaður Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Fleiri fréttir Gekk berserksgang og beraði sig Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Sjá meira
Formenn stjórnarflokkanna komu saman til fundar í ráðherrabústaðnum klukkan tíu í morgun. Viðræðurnar hafa verið sagðar óformlegar hingað til og sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, þreifingar enn standa yfir. „Við tökum síðan kannski stöðuna eftir morgundaginn eða eitthvað slíkt en höldum bara áfram að þreifa á þeim málum sem við sjáum fyrir okkur að séu viðfangsefni næstu fjögurra ára,“ er hann hélt inn á fund í morgun. Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, fundaði með ráðherrunum í morgun og sagði Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri Grænna að til stæði að fara með honum yfir efnahagsmál. „Við vorum að fara yfir stöðu ríkisfjármála á föstudag og ætlum að halda áfram að fara yfir efnhags- og ríkisfjármál í dag.“ Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri Grænna.vísir/Vilhelm Hún sagði góðan gang í viðræðunum sem gætu tekið nokkrar vikur. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir þau ekki vera farin að skipta ráðuneytum á milli flokkanna. „Höfum bara svona lauslega rætt rammann fyrir það og erum að velta því fyrir okkur hvort við myndum ná meiri árangri með því að gera einhverjar breytingar í stjórnarráðinu, eins og að færa til verkefni og sameina undir einn ráðherra eðlislík mál, þannig hann nái meiri árangri í sínum störfum.“ Hvaða mál gætu það verið? „Það fer eftir því hvernig við sjáum fyrir okkur að beita kröftum okkar á komandi kjörtímabili. Við erum meðal annars að reyna auka fjölbreytni í atvinnusköpun í landinu og það getur kallað á ákveðnar áherslubreytingar.“ Ríkisstjórnarflokkarnir styrku meirihluta sinn í kosningunum en þingstyrkur þeirra er þó annar en fyrir síðasta kjörtímabil. Vinstri græn töpuðu þingsæti en Framsókn bætti við sig fimm. Sigurður Ingi vill engu svara um hvort hann geri kröfu um stól forsætisráðherra í ljósi þess. „Við erum bara að ræða hlutina holt og bolt. Það kemur í ljós,“ segir Sigurður Ingi.
Alþingiskosningar 2021 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Nýsköpun Vinnumarkaður Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Fleiri fréttir Gekk berserksgang og beraði sig Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Sjá meira