Stjórnarmyndun ólíkleg fyrir afgreiðslu kjörbréfa á Alþingi Heimir Már Pétursson skrifar 5. október 2021 11:56 Stjórnarflokkarnir bættu í meirihluta sinn á Alþingi í kosningunum hinn 25. september. Vísir/Vilhelm Ólíklegt er að ríkisstjórn verði mynduð áður en kjörbréfanefnd og Alþingi hafa leyst úr þeim kærum sem fram eru komnar vegna meðferðar kjörgagna og endurtalningar í Norðvesturkjördæmi. Formenn stjórnarflokkanna komu saman til fundar í morgun. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna, Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins og Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins komu saman til fundar í Ráðherrabústaðnum í morgun til að ræða grundvöll að nýjum stjórnarsáttmála. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar eru þau að fara yfir helstu áherslur flokkanna í kosnningabaráttunni og leggja línurnar í öllum helstu málaflokkum og meta hvar gæti steitt á steini á milli flokkanna. Það mun að öllum líkindum taka tvær til þrjár vikur að koma saman stjórnarsáttmála jafnvel þótt allt gangi upp. En kærumál vegna meðferðar kjörgagna og endurtalningar í Norðvesturkjördæmi í kosningunum hinn 25. september eru ekki til að einfalda málin. Samkvæmt lögum er kærufrestur vegna kosninga fjórar vikur frá því að landskjörstjórn hefur birt auglýsingu í Stjórnartíðindum um niðurstöður kosninganna og gefið út kjörbréf til þingmanna. Kærufresturinn er hins vegar styttri hafi þing komið saman fyrir lok kærufrestsins. Það er aftur á móti ekki líklegt að stjórnarflokkarnir vilji ljúka stjórnarmyndunarviðræðum áður en afstaða kjörbréfanefndar og síðan Allþingis í atkvæðagreiðslu til kæranna liggur fyrir þar sem uppkosning gæti breytt samsetningu þingflokka verði það niðurstaðan að boða til þeirra. Samkvæmt lögum á líka að leggja fjárlagafrumvarp fram á fyrsta fundi Alþingis. Sá möguleiki hefur þó verið nefndur að boða megi til fyrsta þinfundar til að taka fyrir kjörbréfamálin og fresta síðan fundi eftir afgreiðslu þeirra. Þannig þyrfti ekki að ræða fjárlagafrumvarp á sama tíma og kjörgengi þingmanna væri afgreitt. Undirbúningskjörnefnd sem hóf störf á mánudag fundar aftur á morgun. Birgir Ármannsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður nefndarinnar sagði í fréttum okkar í gær að til greina kæmi að fundir nefndarinnar fari fram fyrir opnum tjöldum, nema þegar verið væri að ræða trúnaðarmál. Alþingiskosningar 2021 Alþingi Tengdar fréttir Rætt um að færa til verkefni milli ráðuneyta í þágu atvinnusköpunar Formaður Sjálfstæðisflokksins segir til skoðunar að færa til verkefni milli ráðuneyta í þágu aukinnar fjölbreytni í atvinnusköpun. Formenn ríkisstjórnarflokkanna héldu áfram stjórnarmyndunarviðræðum í Ráðherrabústaðnum í morgun. 4. október 2021 11:36 Sigurður Ingi segir stórsigur Framsóknar hljóta að endurspeglast í stjórnarsamstarfi Formaður Framsóknarflokksins segir að áherslur flokksins fyrir kosningar hljóti að endurspeglast í endurnýjuðu stjórnarsamstarfi enda hafi stórsigur flokksins í kosningunum skapað þann aukna meirihluta sem stjórnarflokkarnir hafi nú. Formenn stjórnarflokkanna stefna að því að formlegar stjórnarmyndunarviðræður geti hafist eftir helgi. 1. október 2021 12:15 Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna, Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins og Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins komu saman til fundar í Ráðherrabústaðnum í morgun til að ræða grundvöll að nýjum stjórnarsáttmála. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar eru þau að fara yfir helstu áherslur flokkanna í kosnningabaráttunni og leggja línurnar í öllum helstu málaflokkum og meta hvar gæti steitt á steini á milli flokkanna. Það mun að öllum líkindum taka tvær til þrjár vikur að koma saman stjórnarsáttmála jafnvel þótt allt gangi upp. En kærumál vegna meðferðar kjörgagna og endurtalningar í Norðvesturkjördæmi í kosningunum hinn 25. september eru ekki til að einfalda málin. Samkvæmt lögum er kærufrestur vegna kosninga fjórar vikur frá því að landskjörstjórn hefur birt auglýsingu í Stjórnartíðindum um niðurstöður kosninganna og gefið út kjörbréf til þingmanna. Kærufresturinn er hins vegar styttri hafi þing komið saman fyrir lok kærufrestsins. Það er aftur á móti ekki líklegt að stjórnarflokkarnir vilji ljúka stjórnarmyndunarviðræðum áður en afstaða kjörbréfanefndar og síðan Allþingis í atkvæðagreiðslu til kæranna liggur fyrir þar sem uppkosning gæti breytt samsetningu þingflokka verði það niðurstaðan að boða til þeirra. Samkvæmt lögum á líka að leggja fjárlagafrumvarp fram á fyrsta fundi Alþingis. Sá möguleiki hefur þó verið nefndur að boða megi til fyrsta þinfundar til að taka fyrir kjörbréfamálin og fresta síðan fundi eftir afgreiðslu þeirra. Þannig þyrfti ekki að ræða fjárlagafrumvarp á sama tíma og kjörgengi þingmanna væri afgreitt. Undirbúningskjörnefnd sem hóf störf á mánudag fundar aftur á morgun. Birgir Ármannsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður nefndarinnar sagði í fréttum okkar í gær að til greina kæmi að fundir nefndarinnar fari fram fyrir opnum tjöldum, nema þegar verið væri að ræða trúnaðarmál.
Alþingiskosningar 2021 Alþingi Tengdar fréttir Rætt um að færa til verkefni milli ráðuneyta í þágu atvinnusköpunar Formaður Sjálfstæðisflokksins segir til skoðunar að færa til verkefni milli ráðuneyta í þágu aukinnar fjölbreytni í atvinnusköpun. Formenn ríkisstjórnarflokkanna héldu áfram stjórnarmyndunarviðræðum í Ráðherrabústaðnum í morgun. 4. október 2021 11:36 Sigurður Ingi segir stórsigur Framsóknar hljóta að endurspeglast í stjórnarsamstarfi Formaður Framsóknarflokksins segir að áherslur flokksins fyrir kosningar hljóti að endurspeglast í endurnýjuðu stjórnarsamstarfi enda hafi stórsigur flokksins í kosningunum skapað þann aukna meirihluta sem stjórnarflokkarnir hafi nú. Formenn stjórnarflokkanna stefna að því að formlegar stjórnarmyndunarviðræður geti hafist eftir helgi. 1. október 2021 12:15 Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Sjá meira
Rætt um að færa til verkefni milli ráðuneyta í þágu atvinnusköpunar Formaður Sjálfstæðisflokksins segir til skoðunar að færa til verkefni milli ráðuneyta í þágu aukinnar fjölbreytni í atvinnusköpun. Formenn ríkisstjórnarflokkanna héldu áfram stjórnarmyndunarviðræðum í Ráðherrabústaðnum í morgun. 4. október 2021 11:36
Sigurður Ingi segir stórsigur Framsóknar hljóta að endurspeglast í stjórnarsamstarfi Formaður Framsóknarflokksins segir að áherslur flokksins fyrir kosningar hljóti að endurspeglast í endurnýjuðu stjórnarsamstarfi enda hafi stórsigur flokksins í kosningunum skapað þann aukna meirihluta sem stjórnarflokkarnir hafi nú. Formenn stjórnarflokkanna stefna að því að formlegar stjórnarmyndunarviðræður geti hafist eftir helgi. 1. október 2021 12:15