Cristiano Ronaldo byrjaði leikinn á varamannabekknum en kom inn á sem varamaður á 57. mínútu. Ferguson var ekki hrifinn af þeirri ákvörðun, allavega miðað við orð hans í samtali við bardagakappann fyrrverandi Khabib Nurmagomedov eftir leikinn.
Ferguson sagði að leikmenn Everton hefðu eflaust öðlast meiri trú á að ná góðum úrslitum þegar þeir sáu að Ronaldo var á bekknum. Khabib benti á að Ronaldo hefði komið inn á sem varamaður en Ferguson gaf lítið fyrir það.
„Ég veit en þú átt alltaf að byrja með þína bestu leikmenn,“ sagði Skotinn.
Khabib er mikill vinur Ronaldos og var í stúkunni á Old Trafford á laugardaginn. Eftir leikinn sagðist hann hafa hafnað því að fá sér í glas með Ferguson. Khabib er bindindismaður.