Erlent

Um­deildi lista­maðurinn Lars Vilks lést í bíl­slysi

Árni Sæberg skrifar
Árið 2015 hlaut Lars Vilks dönsk verðlaun fyrir frjálsa fjölmiðlun.
Árið 2015 hlaut Lars Vilks dönsk verðlaun fyrir frjálsa fjölmiðlun. EPA-EFE/DAVID LETH WILLIAMS

Sænski listamaðurinn Lars Vilks lést í bílslysi í dag ásamt tveimur lögregluþjónum. Vilks hafði undanfarin ár notið verndar lögreglu vegna fjölda líflátshótana sem honum höfðu borist vegna teikninga hans af Múhameð spámanni.

Mennirnir þrír létust þegar lögreglubifreið þeirra lenti í árekstri við flutningabíl á hraðbraut við bæinn Markeryd í Smálöndum í Svíþjóð.

Af vettvangi við Markryd í Smálöndunum.EPA-EFE/JOHAN NILSSON

Í frétt NRK segir að Vilks hafi verið hvað þekktastur fyrir að hafa teiknað Múhameð spámann sem hund árið 2007. Myndin vakti, líkt og aðrar myndir af slíkum toga, hörð viðbrögð. Allt frá birtingu myndarinnar hafði Vilks borist ótal hótanir gegn lífi sínu.

Þá segir að árið 2015 hafi hann verið helsta skotmark hryðjuverkamanns sem gerði árás á menningarhúsið Krudttønden í Kaupmannahöfn. Vilks var þá hluti af ráðstefnu sem fram fór í húsinu. Einn lést í árásinni og þrír særðust.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.