Fótbolti

Bayern tapaði ó­vænt á heima­velli

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Bæjarar máttu þola tap í dag.
Bæjarar máttu þola tap í dag. Adam Pretty/Getty Images

Þýskalandsmeistarar Bayern München hafa spilað frábærlega það sem af er tímabili en liðið lenti á vegg þegar Eintracht Frankfurt mætti á Allianz-völlinn í dag, lokatölur 2-1 gestunum í vil.

Leon Goretzka kom heimamönnum yfir þegar tæpur hálftími var liðinn af leiknum en aðeins þremur mínútum síðar jafnaði Martin Hinteregger metin fyrir gestina og staðan 1-1 er flautað var til hálfleiks.

Þegar sjö mínútur voru til leiksloka skoraði Filip Kostic það sem reyndist sigurmark leiksins. Lokatölur 2-1 og fyrsta tap Bayern á tímabilinu staðreynd.

Bæjarar sitja þó enn á toppi deildarinnar með 16 stig að loknum sjö leikjum þar sem liðið er með betri markatölu en Bayer Leverkusen. Borussia Dortmund og Freiburg koma þar á eftir með 15 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×