Farið að hitna undir Solskjær | Gagnrýndur fyrir glott undir lok leiks gegn Everton Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. október 2021 09:01 Man United hefur aðeins unnið fimm af fyrstu 10 leikjum sínum á tímabilinu. Gareth Copley/Getty Images) Það virðist sem sæti Ole Gunnar Solskjær, þjálfara Manchester United, sé farið að hitna. Liðið missteig sig enn á ný er vængbrotið lið Everton mætti á Old Trafford en leik liðanna lauk með 1-1 jafntefli. Man United mistókst enn á ný að næla í sigur er Everton mætti án Dominic Calvert-Lewin, Richarlison, Andre Gomes og Seamus Coleman á Old Trafford. Lauk leiknum með 1-1 jafntefli eftir að heimamenn komust yfir en tókst hvorki að skora annað né að halda marki sínu hreinu. Þetta eru ekki fyrstu stigin sem Man Utd tapar á heimavelli undanfarið en alls hefur liðið tapað 35 stigum í síðustu 25 leikjum sínum á Old Trafford. For all the consistency of their away form, home issues killing Manchester United's title challenges. 35 points dropped in last 25 league games at Old Trafford.— Daniel Storey (@danielstorey85) October 2, 2021 Lærisveinar Solskjær hafa aðeins unnið tvo af síðustu sex leikjum sínum í öllum keppnum. Alls hefur liðið leikið tíu leiki á leiktíðinni, aðeins fimm hafa unnist meðan tveir hafa endað með jafntefli og þrír hafa tapast. Þá er ekki eins og liðið sé að tapa fyrir stærstu eða bestu liðum Evrópu. Töpin hafa komið gegn Young Boys frá Sviss, West Ham United og Aston Villa. Jafnteflin eru svo gegn Southampton og Everton. Huge few months for Solskjaer. Pressure certainly on. Great squad that has to be challenging for the Premier League and Champions League. Doesn't appear to be a plan to some of these matches. Can't rely on individuals forever.— Liam Canning (@LiamPaulCanning) October 2, 2021 Eftir það sem hefði átt að vera nokkuð þægileg byrjun á tímablinu er Solskjær með bakið upp við vegg þegar október rennur í garð. Næstu vikur verða nokkuð strembnar þar sem Man Utd mætir Leicester City, Liverpool, Tottenham Hotspur, Manchester City, Chelsea og Arsenal í sex af næstu sjö leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni. Atalanta og Villareal bíða svo í Meistaradeild Evrópu. Ekki nóg með að Man United hafi aðeins verið að næla í stig gegn Everton - sem er þó stigi meira en liðið gerði gegn Aston Villa á heimavelli - heldur virtist Solskjær vera skemmta sér konunglega á hliðarlínunni er skammt var til leiksloka. Ole Gunnar Solskjaer was all smiles just before full time #MUNEVE pic.twitter.com/XySDhEbuSD— talkSPORT (@talkSPORT) October 2, 2021 Er ekki United maður, en shit hvað þetta færi í taugarnar á mér ef ég væri það, og þetta fer samt nánast í taugarnar á mér. Leikurinn að fjara út, 1:1 vonbrigði fyrir lið eins og United, en á 94 mín er þjálfarinn að hlægja til leikmanna, henda einni tungu út og smella í þumal. pic.twitter.com/3N6Miid3s9— Albert Ingason. (@Snjalli) October 2, 2021 Eftir leik mætti Solskjær í viðtal þar sem hann sagði að gestirnir hefðu varla skapað sér færi og sínir menn hefðu stjórnað leiknum frá A til Ö. Þrátt fyrir það skoraði Everton mark sem var dæmt af þar sem Yerri Mina var einu bringuhári fyrir innan og rangstaða því dæmd. Þá áttu Everton alls tíu skot innan úr vítateig heimamanna svo það má deila um hversu rosaleg tök lærisveinar Solskjær höfðu á leiknum. Norðmaðurinn þarf að snúa genginu við og það hratt því ef illa fer í næstu leikjum gæti liðið verið úr leik í titilbaráttunni á Englandi sem og úr leik í Meistaradeild Evrópu. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Upp á líf og dauða Körfubolti Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Í beinni: Breiðablik - KR | Meistararnir mæta læriföður Íslenski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Enski boltinn Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Sjá meira
Man United mistókst enn á ný að næla í sigur er Everton mætti án Dominic Calvert-Lewin, Richarlison, Andre Gomes og Seamus Coleman á Old Trafford. Lauk leiknum með 1-1 jafntefli eftir að heimamenn komust yfir en tókst hvorki að skora annað né að halda marki sínu hreinu. Þetta eru ekki fyrstu stigin sem Man Utd tapar á heimavelli undanfarið en alls hefur liðið tapað 35 stigum í síðustu 25 leikjum sínum á Old Trafford. For all the consistency of their away form, home issues killing Manchester United's title challenges. 35 points dropped in last 25 league games at Old Trafford.— Daniel Storey (@danielstorey85) October 2, 2021 Lærisveinar Solskjær hafa aðeins unnið tvo af síðustu sex leikjum sínum í öllum keppnum. Alls hefur liðið leikið tíu leiki á leiktíðinni, aðeins fimm hafa unnist meðan tveir hafa endað með jafntefli og þrír hafa tapast. Þá er ekki eins og liðið sé að tapa fyrir stærstu eða bestu liðum Evrópu. Töpin hafa komið gegn Young Boys frá Sviss, West Ham United og Aston Villa. Jafnteflin eru svo gegn Southampton og Everton. Huge few months for Solskjaer. Pressure certainly on. Great squad that has to be challenging for the Premier League and Champions League. Doesn't appear to be a plan to some of these matches. Can't rely on individuals forever.— Liam Canning (@LiamPaulCanning) October 2, 2021 Eftir það sem hefði átt að vera nokkuð þægileg byrjun á tímablinu er Solskjær með bakið upp við vegg þegar október rennur í garð. Næstu vikur verða nokkuð strembnar þar sem Man Utd mætir Leicester City, Liverpool, Tottenham Hotspur, Manchester City, Chelsea og Arsenal í sex af næstu sjö leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni. Atalanta og Villareal bíða svo í Meistaradeild Evrópu. Ekki nóg með að Man United hafi aðeins verið að næla í stig gegn Everton - sem er þó stigi meira en liðið gerði gegn Aston Villa á heimavelli - heldur virtist Solskjær vera skemmta sér konunglega á hliðarlínunni er skammt var til leiksloka. Ole Gunnar Solskjaer was all smiles just before full time #MUNEVE pic.twitter.com/XySDhEbuSD— talkSPORT (@talkSPORT) October 2, 2021 Er ekki United maður, en shit hvað þetta færi í taugarnar á mér ef ég væri það, og þetta fer samt nánast í taugarnar á mér. Leikurinn að fjara út, 1:1 vonbrigði fyrir lið eins og United, en á 94 mín er þjálfarinn að hlægja til leikmanna, henda einni tungu út og smella í þumal. pic.twitter.com/3N6Miid3s9— Albert Ingason. (@Snjalli) October 2, 2021 Eftir leik mætti Solskjær í viðtal þar sem hann sagði að gestirnir hefðu varla skapað sér færi og sínir menn hefðu stjórnað leiknum frá A til Ö. Þrátt fyrir það skoraði Everton mark sem var dæmt af þar sem Yerri Mina var einu bringuhári fyrir innan og rangstaða því dæmd. Þá áttu Everton alls tíu skot innan úr vítateig heimamanna svo það má deila um hversu rosaleg tök lærisveinar Solskjær höfðu á leiknum. Norðmaðurinn þarf að snúa genginu við og það hratt því ef illa fer í næstu leikjum gæti liðið verið úr leik í titilbaráttunni á Englandi sem og úr leik í Meistaradeild Evrópu.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Upp á líf og dauða Körfubolti Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Í beinni: Breiðablik - KR | Meistararnir mæta læriföður Íslenski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Enski boltinn Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Sjá meira