Farið að hitna undir Solskjær | Gagnrýndur fyrir glott undir lok leiks gegn Everton Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. október 2021 09:01 Man United hefur aðeins unnið fimm af fyrstu 10 leikjum sínum á tímabilinu. Gareth Copley/Getty Images) Það virðist sem sæti Ole Gunnar Solskjær, þjálfara Manchester United, sé farið að hitna. Liðið missteig sig enn á ný er vængbrotið lið Everton mætti á Old Trafford en leik liðanna lauk með 1-1 jafntefli. Man United mistókst enn á ný að næla í sigur er Everton mætti án Dominic Calvert-Lewin, Richarlison, Andre Gomes og Seamus Coleman á Old Trafford. Lauk leiknum með 1-1 jafntefli eftir að heimamenn komust yfir en tókst hvorki að skora annað né að halda marki sínu hreinu. Þetta eru ekki fyrstu stigin sem Man Utd tapar á heimavelli undanfarið en alls hefur liðið tapað 35 stigum í síðustu 25 leikjum sínum á Old Trafford. For all the consistency of their away form, home issues killing Manchester United's title challenges. 35 points dropped in last 25 league games at Old Trafford.— Daniel Storey (@danielstorey85) October 2, 2021 Lærisveinar Solskjær hafa aðeins unnið tvo af síðustu sex leikjum sínum í öllum keppnum. Alls hefur liðið leikið tíu leiki á leiktíðinni, aðeins fimm hafa unnist meðan tveir hafa endað með jafntefli og þrír hafa tapast. Þá er ekki eins og liðið sé að tapa fyrir stærstu eða bestu liðum Evrópu. Töpin hafa komið gegn Young Boys frá Sviss, West Ham United og Aston Villa. Jafnteflin eru svo gegn Southampton og Everton. Huge few months for Solskjaer. Pressure certainly on. Great squad that has to be challenging for the Premier League and Champions League. Doesn't appear to be a plan to some of these matches. Can't rely on individuals forever.— Liam Canning (@LiamPaulCanning) October 2, 2021 Eftir það sem hefði átt að vera nokkuð þægileg byrjun á tímablinu er Solskjær með bakið upp við vegg þegar október rennur í garð. Næstu vikur verða nokkuð strembnar þar sem Man Utd mætir Leicester City, Liverpool, Tottenham Hotspur, Manchester City, Chelsea og Arsenal í sex af næstu sjö leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni. Atalanta og Villareal bíða svo í Meistaradeild Evrópu. Ekki nóg með að Man United hafi aðeins verið að næla í stig gegn Everton - sem er þó stigi meira en liðið gerði gegn Aston Villa á heimavelli - heldur virtist Solskjær vera skemmta sér konunglega á hliðarlínunni er skammt var til leiksloka. Ole Gunnar Solskjaer was all smiles just before full time #MUNEVE pic.twitter.com/XySDhEbuSD— talkSPORT (@talkSPORT) October 2, 2021 Er ekki United maður, en shit hvað þetta færi í taugarnar á mér ef ég væri það, og þetta fer samt nánast í taugarnar á mér. Leikurinn að fjara út, 1:1 vonbrigði fyrir lið eins og United, en á 94 mín er þjálfarinn að hlægja til leikmanna, henda einni tungu út og smella í þumal. pic.twitter.com/3N6Miid3s9— Albert Ingason. (@Snjalli) October 2, 2021 Eftir leik mætti Solskjær í viðtal þar sem hann sagði að gestirnir hefðu varla skapað sér færi og sínir menn hefðu stjórnað leiknum frá A til Ö. Þrátt fyrir það skoraði Everton mark sem var dæmt af þar sem Yerri Mina var einu bringuhári fyrir innan og rangstaða því dæmd. Þá áttu Everton alls tíu skot innan úr vítateig heimamanna svo það má deila um hversu rosaleg tök lærisveinar Solskjær höfðu á leiknum. Norðmaðurinn þarf að snúa genginu við og það hratt því ef illa fer í næstu leikjum gæti liðið verið úr leik í titilbaráttunni á Englandi sem og úr leik í Meistaradeild Evrópu. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Körfubolti Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Enski boltinn Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Enski boltinn Keegan með krabbamein Enski boltinn Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Síðasti naglinn í kistu Nuno? Solskjær í viðræður við United Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Sjá meira
Man United mistókst enn á ný að næla í sigur er Everton mætti án Dominic Calvert-Lewin, Richarlison, Andre Gomes og Seamus Coleman á Old Trafford. Lauk leiknum með 1-1 jafntefli eftir að heimamenn komust yfir en tókst hvorki að skora annað né að halda marki sínu hreinu. Þetta eru ekki fyrstu stigin sem Man Utd tapar á heimavelli undanfarið en alls hefur liðið tapað 35 stigum í síðustu 25 leikjum sínum á Old Trafford. For all the consistency of their away form, home issues killing Manchester United's title challenges. 35 points dropped in last 25 league games at Old Trafford.— Daniel Storey (@danielstorey85) October 2, 2021 Lærisveinar Solskjær hafa aðeins unnið tvo af síðustu sex leikjum sínum í öllum keppnum. Alls hefur liðið leikið tíu leiki á leiktíðinni, aðeins fimm hafa unnist meðan tveir hafa endað með jafntefli og þrír hafa tapast. Þá er ekki eins og liðið sé að tapa fyrir stærstu eða bestu liðum Evrópu. Töpin hafa komið gegn Young Boys frá Sviss, West Ham United og Aston Villa. Jafnteflin eru svo gegn Southampton og Everton. Huge few months for Solskjaer. Pressure certainly on. Great squad that has to be challenging for the Premier League and Champions League. Doesn't appear to be a plan to some of these matches. Can't rely on individuals forever.— Liam Canning (@LiamPaulCanning) October 2, 2021 Eftir það sem hefði átt að vera nokkuð þægileg byrjun á tímablinu er Solskjær með bakið upp við vegg þegar október rennur í garð. Næstu vikur verða nokkuð strembnar þar sem Man Utd mætir Leicester City, Liverpool, Tottenham Hotspur, Manchester City, Chelsea og Arsenal í sex af næstu sjö leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni. Atalanta og Villareal bíða svo í Meistaradeild Evrópu. Ekki nóg með að Man United hafi aðeins verið að næla í stig gegn Everton - sem er þó stigi meira en liðið gerði gegn Aston Villa á heimavelli - heldur virtist Solskjær vera skemmta sér konunglega á hliðarlínunni er skammt var til leiksloka. Ole Gunnar Solskjaer was all smiles just before full time #MUNEVE pic.twitter.com/XySDhEbuSD— talkSPORT (@talkSPORT) October 2, 2021 Er ekki United maður, en shit hvað þetta færi í taugarnar á mér ef ég væri það, og þetta fer samt nánast í taugarnar á mér. Leikurinn að fjara út, 1:1 vonbrigði fyrir lið eins og United, en á 94 mín er þjálfarinn að hlægja til leikmanna, henda einni tungu út og smella í þumal. pic.twitter.com/3N6Miid3s9— Albert Ingason. (@Snjalli) October 2, 2021 Eftir leik mætti Solskjær í viðtal þar sem hann sagði að gestirnir hefðu varla skapað sér færi og sínir menn hefðu stjórnað leiknum frá A til Ö. Þrátt fyrir það skoraði Everton mark sem var dæmt af þar sem Yerri Mina var einu bringuhári fyrir innan og rangstaða því dæmd. Þá áttu Everton alls tíu skot innan úr vítateig heimamanna svo það má deila um hversu rosaleg tök lærisveinar Solskjær höfðu á leiknum. Norðmaðurinn þarf að snúa genginu við og það hratt því ef illa fer í næstu leikjum gæti liðið verið úr leik í titilbaráttunni á Englandi sem og úr leik í Meistaradeild Evrópu.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Körfubolti Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Enski boltinn Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Enski boltinn Keegan með krabbamein Enski boltinn Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Síðasti naglinn í kistu Nuno? Solskjær í viðræður við United Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Sjá meira