Enski boltinn

Rams­da­le sá til þess að Arsenal náði í stig gegn Brig­hton

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ramsdale hefur staðið sig frábærlega síðan hann gekk í raðir Arsenal.
Ramsdale hefur staðið sig frábærlega síðan hann gekk í raðir Arsenal. Mike Hewitt/Getty Images

Arsenal hafði unnið þrjá leiki í röð áður en liðið mætti á Amex-völlinn í dag þar sem liðið sótti Brighton & Hove Albion heim. Heimamenn voru sterkari aðilinn en markvörður Arsenal hélt þeim inn í leiknum.

Arsenal hafði unnið þrjá leiki í röð áður en liðið mætti á Amex-völlinn í dag þar sem liðið sótti Brighton & Hove Albion heim. Heimamenn voru sterkari aðilinn en markvörður Arsenal hélt þeim inn í leiknum.

Það hefur mikið vatn runnið til sjávar hjá Brighton sem gat vart skorað mörk til að bjarga lífi sínu á síðustu leiktíð. Nú er allt annað að sjá liðið og sigur í dag hefði lyft því upp að hlið Chelsea á toppi ensku úrvalsdeildarinnar.

Aaron Ramsdale, markvörður Arsenal, sá til þess að svo yrði ekki og lauk leiknum með markalausu jafntefli. Brighton er því í 5. sæti með 14 stig líkt og Liverpool, Manchester United og Everton. Arsenal er á sama tíma í 9. sæti með 10 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×