Allir vinnufélagar fyrirliða Þróttar ætla að mæta á stærsta leik í sögu félagsins Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. október 2021 11:31 Álfhildur Rósa Kjartansdóttir getur í kvöld orðið fyrsti fyrirliði Þróttar til að lyfta bikarnum. stöð 2 sport Álfhildur Rósa Kjartansdóttir, fyrirliði Þróttar, segir að bikarúrslitaleikurinn gegn Breiðabliki sé stærsti leikur í sögu félagsins. Þróttur endaði í 3. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar og er komið í bikarúrslit í fyrsta sinn. Andstæðingurinn er öllu reyndari á því sviði en Breiðablik hefur tólf sinnum orðið bikarmeistari. Álfhildur svaraði því játandi er hún var spurð hvort bikarúrslitaleikurinn væri sá stærsti í sögu Þróttar. „Jú, ég held að það sé óhætt að segja það. Þetta er sögulegt afrek hjá okkur í meistaraflokki kvenna,“ sagði fyrirliðinn. Sigur út af fyrir sig að vera komnar í bikarúrslit Álfhildur segir að Þróttarar líti alltaf á sumarið sem jákvætt sama hvernig úrslitaleikurinn fer. En þær ætla sér að sjálfsögðu sigur í honum. „Auðvitað horfum við alltaf á tímabilið sem ótrúlega gott hjá okkur. Þetta er rosalega stór leikur og sigur út af fyrir sig að vera kominn í hann. Við reynum að fagna sama hvernig fer en auðvitað reynum við að ná sigri,“ sagði Álfhildur í samtali við Vísi. Ekki eru nema tvö ár síðan Þróttur var í næstefstu deild og liðið hefur tekið stór skref fram á við. „Svo margt hefur spilað inn í ótrúlegan árangur hjá okkur, þjálfarateymið, kjarninn í liðinu, útlendingarnir sem við höfum fengið og aðdáendurnir líka. Þeir hafa gert svo mikið fyrir okkur,“ sagði Álfhildur. Held að stúkan verði mjög rauð Greinileg tilhlökkun er fyrir bikarúrslitaleiknum í Laugardalnum og Álfhildur á von á að Þróttarar fjölmenni í kvöld. „Það hefur verið ótrúlega mikil stemmning í félaginu og þau styðja svo ótrúlega vel við okkur. Maður hefur náð að draga fullt af fólki að og öll vinnan ætlar að mæta. Ég held að stúkan verði mjög rauð,“ sagði Álfhildur. Breiðablik og Þróttur mættust í lokaumferð Pepsi Max-deildarinnar 12. september. Þar unnu Blikar 6-1 sigur. Álfhildur segir að það skipti litlu þegar út í leik kvöldsins verði komið. „Nei, það er allt annar pakki. Við erum búnar að fá nokkrar stelpur inn sem voru ekki þá. Maður var auðvitað hundfúll eftir þann leik en þetta verður allt annað,“ sagði Álfhildur að endingu. Leikur Breiðabliks og Þróttar hefst klukkan 19:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 18:30. Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Þróttur Reykjavík Mjólkurbikar kvenna Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Körfubolti Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Fleiri fréttir Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Sjá meira
Þróttur endaði í 3. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar og er komið í bikarúrslit í fyrsta sinn. Andstæðingurinn er öllu reyndari á því sviði en Breiðablik hefur tólf sinnum orðið bikarmeistari. Álfhildur svaraði því játandi er hún var spurð hvort bikarúrslitaleikurinn væri sá stærsti í sögu Þróttar. „Jú, ég held að það sé óhætt að segja það. Þetta er sögulegt afrek hjá okkur í meistaraflokki kvenna,“ sagði fyrirliðinn. Sigur út af fyrir sig að vera komnar í bikarúrslit Álfhildur segir að Þróttarar líti alltaf á sumarið sem jákvætt sama hvernig úrslitaleikurinn fer. En þær ætla sér að sjálfsögðu sigur í honum. „Auðvitað horfum við alltaf á tímabilið sem ótrúlega gott hjá okkur. Þetta er rosalega stór leikur og sigur út af fyrir sig að vera kominn í hann. Við reynum að fagna sama hvernig fer en auðvitað reynum við að ná sigri,“ sagði Álfhildur í samtali við Vísi. Ekki eru nema tvö ár síðan Þróttur var í næstefstu deild og liðið hefur tekið stór skref fram á við. „Svo margt hefur spilað inn í ótrúlegan árangur hjá okkur, þjálfarateymið, kjarninn í liðinu, útlendingarnir sem við höfum fengið og aðdáendurnir líka. Þeir hafa gert svo mikið fyrir okkur,“ sagði Álfhildur. Held að stúkan verði mjög rauð Greinileg tilhlökkun er fyrir bikarúrslitaleiknum í Laugardalnum og Álfhildur á von á að Þróttarar fjölmenni í kvöld. „Það hefur verið ótrúlega mikil stemmning í félaginu og þau styðja svo ótrúlega vel við okkur. Maður hefur náð að draga fullt af fólki að og öll vinnan ætlar að mæta. Ég held að stúkan verði mjög rauð,“ sagði Álfhildur. Breiðablik og Þróttur mættust í lokaumferð Pepsi Max-deildarinnar 12. september. Þar unnu Blikar 6-1 sigur. Álfhildur segir að það skipti litlu þegar út í leik kvöldsins verði komið. „Nei, það er allt annar pakki. Við erum búnar að fá nokkrar stelpur inn sem voru ekki þá. Maður var auðvitað hundfúll eftir þann leik en þetta verður allt annað,“ sagði Álfhildur að endingu. Leikur Breiðabliks og Þróttar hefst klukkan 19:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 18:30. Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Þróttur Reykjavík Mjólkurbikar kvenna Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Körfubolti Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Fleiri fréttir Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Sjá meira