Afstýrðu lokunum hjá alríkinu um stundarsakir Þorgils Jónsson skrifar 30. september 2021 22:48 Nancy Pelosi og demókratar á bandaríka þinginu önduðu léttar í kvöld þegar þeim tókst að framlengja fjárheimildir alríkisins og afstýra lokunum á ögurstundu. Bandaríska þingið samþykkti fyrir stundu lög sem tryggja alríkisstjórninni fjármögnun útgjalda fram til 3. desember. Ekki mátti mikið tæpara standa þar sem núverandi fjárlagaári lýkur á miðnætti í kvöld. Þar sem harðar deilur ríkja um fjárlög næsta árs er það enn ósamþykkt og hefðu því heimildir til fjárútláta þar með runnið út með þeim afleiðingum að stór hluti þjónustu alríkisins hefði fallið niður. Öldungadeildin samþykkti lögin 65-35 og fulltrúadeildin skömmu síðar með 254 atkvæðum gegn 175. Í báðum deildum kaus meirihluti repúblikana gegn framlengingunni. Fréttastofa AP segir frá. Chuck Schumer, leiðtogi meirihlutans í öldungadeildinni, fagnaði niðurstöðunni. „Þetta er góð niðurstaða og gott að við gátum klárað málið. Það er svo margt sem við þurfum að vinna í hér í Washington og það síðasta sem bandaríska þjóðin þarf á að halda núna er að alríkisþjónustan stöðvist.“ Skuldaþakið næst á dagskrá Með þessu kaupir þingið sér tíma til að ná samkomulagi um næstu fjárlög, en áður en að því kemur er enn stærra mál á dagskrá, hækkun skuldaþaks ríkissjóðs, sem bundið er í lög. Nú stefnir í að skuldaþakinu, sem stendur nú í 28,4 þúsund milljörðum Bandaríkjadala, verði náð hinn 18. október og verði ekkert að gert hefur það í för með sér greiðslufall Bandaríkjanna. Slíkt hefur aldrei gerst áður og varaði Janet Yellen fjármálaráðherra nýlega við því að afleiðingar þess gætu orðið grafalvarlegar, enda myndi lánstraust ríkisins laskast og með því myndu vextir og afborganir lána hækka til muna, bæði fyrir ríkið og hinn almenna borgara. Þungur róður framundan Þungur róður er þó framundan fyrir Demókrata á þinginu sem eru að berjast við að ná í gegn stórtækum áformum Joe Biden forseta um innviðauppbyggingu til næstu ára. Ekki nóg með að repúblikanar í stjórnarandstöðu standi fastir gegn áformum forsetans, heldur eru tveir öldungadeildarþingmenn, þau Kyrsten Sinema og Joe Manchin, að reynast afar treg í taumi til að samþykkja stóraukin fjárútlát. Án þeirra hafa demókratar ekki meirihluta til að ýta málinu í gegn. Bandaríkin Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Fleiri fréttir Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Sjá meira
Þar sem harðar deilur ríkja um fjárlög næsta árs er það enn ósamþykkt og hefðu því heimildir til fjárútláta þar með runnið út með þeim afleiðingum að stór hluti þjónustu alríkisins hefði fallið niður. Öldungadeildin samþykkti lögin 65-35 og fulltrúadeildin skömmu síðar með 254 atkvæðum gegn 175. Í báðum deildum kaus meirihluti repúblikana gegn framlengingunni. Fréttastofa AP segir frá. Chuck Schumer, leiðtogi meirihlutans í öldungadeildinni, fagnaði niðurstöðunni. „Þetta er góð niðurstaða og gott að við gátum klárað málið. Það er svo margt sem við þurfum að vinna í hér í Washington og það síðasta sem bandaríska þjóðin þarf á að halda núna er að alríkisþjónustan stöðvist.“ Skuldaþakið næst á dagskrá Með þessu kaupir þingið sér tíma til að ná samkomulagi um næstu fjárlög, en áður en að því kemur er enn stærra mál á dagskrá, hækkun skuldaþaks ríkissjóðs, sem bundið er í lög. Nú stefnir í að skuldaþakinu, sem stendur nú í 28,4 þúsund milljörðum Bandaríkjadala, verði náð hinn 18. október og verði ekkert að gert hefur það í för með sér greiðslufall Bandaríkjanna. Slíkt hefur aldrei gerst áður og varaði Janet Yellen fjármálaráðherra nýlega við því að afleiðingar þess gætu orðið grafalvarlegar, enda myndi lánstraust ríkisins laskast og með því myndu vextir og afborganir lána hækka til muna, bæði fyrir ríkið og hinn almenna borgara. Þungur róður framundan Þungur róður er þó framundan fyrir Demókrata á þinginu sem eru að berjast við að ná í gegn stórtækum áformum Joe Biden forseta um innviðauppbyggingu til næstu ára. Ekki nóg með að repúblikanar í stjórnarandstöðu standi fastir gegn áformum forsetans, heldur eru tveir öldungadeildarþingmenn, þau Kyrsten Sinema og Joe Manchin, að reynast afar treg í taumi til að samþykkja stóraukin fjárútlát. Án þeirra hafa demókratar ekki meirihluta til að ýta málinu í gegn.
Bandaríkin Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Fleiri fréttir Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Sjá meira