Enski boltinn

Maður dæmdur í fangelsi fyrir kynþáttaníð gagnvart leikmanni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Romaine Sawyers var fórnarlamb kynþáttaníðs á netinu.
Romaine Sawyers var fórnarlamb kynþáttaníðs á netinu. EPA-EFE/Tim Keeton

Dómstóll í Birmingham dæmdi fimmtugan mann í fangelsi fyrir framkomu sína á fótboltaleik.

Knattspyrnumaðurinn Romaine Sawyers varð fyrir kynþáttaníði í leik West Bromwich Albion og Manchester City í janúar síðastliðnum.

Hinn fimmtugi Simon Silwood hefur nú verið dæmdur sekur fyrir að leggja Sawyers í einelti á netinu en West Bromwich Albion hafði áður sett Silwood í ævilangt bann frá leikjum liðsins.

Silwood fékk átta vikna fangelsisdóm í dag. Hann þarf einnig að greiða fimm hundruð punda sekt og önnur fimm hundruð pund í lögfræðikostnað.

Silwood hafðu áður viðurkennt að senda leikmanninum skilaboð á samfélagsmiðlum eftir að hafa orðið mjög reiður eftir 5-0 tap í þessum leik en reyndi þó að neita að skilaboðin hafi ekki verið tengd litarhætti leikmannsins. Dómarinn var ekki sammála því.

Romaine Sawyers er ekki lengur leikmaður West Brom því hann fór til Stoke City í sumar.

Fjöldi leikmanna í ensku knattspyrnuunni hafa orðið fyrir kynþáttaníði á síðustu mánuðum ekki síst í ensku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×