Ronaldo tók í gærkvöldi metið af frægasta marki Solskjær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. september 2021 09:31 Cristiano Ronaldo fagnar sigurmarki sínu fyrir Manchester United á móti Villarreal á Old Trafford í gærkvöldi. EPA-EFE/Peter Powell Cristiano Ronaldo minnti á sig með dramatískum hætti í gær þegar hann tryggði Manchester United gríðarlega mikilvægan 2-1 sigur á Villarreal í Meistaradeildinni. Villarreal komst yfir í leiknum en United mönnum tókst að jafna. Það var síðan komið langt fram í uppbótatíma þegar bjargvætturinn Ronaldo steig fram einu sinni sem oftar. Ronaldo setur met nánast í hverju leik og í gær varð hann líka einn leikjahæstur í Meistaradeildinni frá upphafi. Ladies and gentlemen: . @Cristiano #MUFC | #UCL pic.twitter.com/iCX9qNsRBG— Manchester United (@ManUtd) September 29, 2021 Hann setti líka athyglisvert félagsmet með marki sínu í gær og svo skemmtilega vill til að hann tók gamla metið af knattspyrnustjóra sínum Ole Gunnari Solskjær. Fyrir leikinn á Old Trafford í gærkvöldi þá var það einmitt Solskjær sem hafði skorað það sigurmark í Meistaradeildinni sem þurfti að bíða lengst eftir. Solskjær tryggði Manchester United 2-1 sigur á Bayern München í úrslitaleik Meistaradeildarinnar vorið 1999. Það var kom eftir 92 mínútur og 17 sekúndur og tryggði United Meistaradeildarbikarinn með dramatískum hætti. MNU 2-1 VLL (FT) - Goles más tardíos del United para ganar un partido de #UCL CRISTIANO contra el Villarreal/2021 (94'13")Solskjaer contra el Bayern/1999 (92'17")Cristiano contra el Sporting/2007 (91'56")Fellaini contra el Young Boys/2018 (90'14")https://t.co/A8bGVkQkLz— MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) September 29, 2021 Þetta mark Solskjær er án vafa hans frægasta á ferlinum enda tryggði það ekki aðeins United sigurinn í Meistaradeildinni heldur kórónaði það líka þrennutímabilið 1998-99 þegar liðið varð enskur meistari, enskur bikarmeistari og vann Meistaradeildina. Enginn hafði skorað sigurmark fyrir United í Meistaradeildinni seinna í leik þar til í gærkvöldi. Mark Ronaldo í gær kom hins vegar eftir 94 mínútur og 13 sekúndur en uppbótatíminn var fimm mínútur og því að renna út þegar Portúgalinn sýndi enn á ný mikilvægi sitt. Cristiano Ronaldo sets the record for the latest winning goal for Manchester United in #UCL history.The previous record holder: Ole Gunnar Solskjaer vs. Bayern in 1999. pic.twitter.com/smpTYuK2nQ— CBS Sports Golazo (@CBSSportsGolazo) September 29, 2021 Sigurmörk Manchester United í Meistaradeildinni sem hafa komið síðast í leikjum: 94 mínútur og 13 sekúndur - Cristiano Ronaldo á móti Villarreal 2021 92 mínútur og 17 sekúndur - Ole Gunnar Solskjær á móti Bayern München 1999 91 mínúta og 56 sekúndur - Cristiano Ronaldo á móti Sporting 2007 90 mínútur og 14 sekúndur - Marouane Fellaini á móti Young Boys 2018 Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Fleiri fréttir Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sjá meira
Villarreal komst yfir í leiknum en United mönnum tókst að jafna. Það var síðan komið langt fram í uppbótatíma þegar bjargvætturinn Ronaldo steig fram einu sinni sem oftar. Ronaldo setur met nánast í hverju leik og í gær varð hann líka einn leikjahæstur í Meistaradeildinni frá upphafi. Ladies and gentlemen: . @Cristiano #MUFC | #UCL pic.twitter.com/iCX9qNsRBG— Manchester United (@ManUtd) September 29, 2021 Hann setti líka athyglisvert félagsmet með marki sínu í gær og svo skemmtilega vill til að hann tók gamla metið af knattspyrnustjóra sínum Ole Gunnari Solskjær. Fyrir leikinn á Old Trafford í gærkvöldi þá var það einmitt Solskjær sem hafði skorað það sigurmark í Meistaradeildinni sem þurfti að bíða lengst eftir. Solskjær tryggði Manchester United 2-1 sigur á Bayern München í úrslitaleik Meistaradeildarinnar vorið 1999. Það var kom eftir 92 mínútur og 17 sekúndur og tryggði United Meistaradeildarbikarinn með dramatískum hætti. MNU 2-1 VLL (FT) - Goles más tardíos del United para ganar un partido de #UCL CRISTIANO contra el Villarreal/2021 (94'13")Solskjaer contra el Bayern/1999 (92'17")Cristiano contra el Sporting/2007 (91'56")Fellaini contra el Young Boys/2018 (90'14")https://t.co/A8bGVkQkLz— MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) September 29, 2021 Þetta mark Solskjær er án vafa hans frægasta á ferlinum enda tryggði það ekki aðeins United sigurinn í Meistaradeildinni heldur kórónaði það líka þrennutímabilið 1998-99 þegar liðið varð enskur meistari, enskur bikarmeistari og vann Meistaradeildina. Enginn hafði skorað sigurmark fyrir United í Meistaradeildinni seinna í leik þar til í gærkvöldi. Mark Ronaldo í gær kom hins vegar eftir 94 mínútur og 13 sekúndur en uppbótatíminn var fimm mínútur og því að renna út þegar Portúgalinn sýndi enn á ný mikilvægi sitt. Cristiano Ronaldo sets the record for the latest winning goal for Manchester United in #UCL history.The previous record holder: Ole Gunnar Solskjaer vs. Bayern in 1999. pic.twitter.com/smpTYuK2nQ— CBS Sports Golazo (@CBSSportsGolazo) September 29, 2021 Sigurmörk Manchester United í Meistaradeildinni sem hafa komið síðast í leikjum: 94 mínútur og 13 sekúndur - Cristiano Ronaldo á móti Villarreal 2021 92 mínútur og 17 sekúndur - Ole Gunnar Solskjær á móti Bayern München 1999 91 mínúta og 56 sekúndur - Cristiano Ronaldo á móti Sporting 2007 90 mínútur og 14 sekúndur - Marouane Fellaini á móti Young Boys 2018
Sigurmörk Manchester United í Meistaradeildinni sem hafa komið síðast í leikjum: 94 mínútur og 13 sekúndur - Cristiano Ronaldo á móti Villarreal 2021 92 mínútur og 17 sekúndur - Ole Gunnar Solskjær á móti Bayern München 1999 91 mínúta og 56 sekúndur - Cristiano Ronaldo á móti Sporting 2007 90 mínútur og 14 sekúndur - Marouane Fellaini á móti Young Boys 2018
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Fleiri fréttir Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sjá meira