Erlent

Bein út­sending: Hver fær friðar­verð­laun Nóbels?

Atli Ísleifsson skrifar
Greint er frá því hver hlýtur Nóbelsverðlaunin í hinum ýmsu flokkum nú í vikunni.
Greint er frá því hver hlýtur Nóbelsverðlaunin í hinum ýmsu flokkum nú í vikunni. Getty/picture alliance

Norska Nóbelsnefndin tilkynnir í dag hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels fyrir árið í ár.

Sýnt verður beint frá fréttamannafundinum þar sem formaður nefndarinnar tilkynnir um verðlaunahafa, en fundurinn hefst á slaginu níu.

Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna hlaut friðarverðlaun Nóbels á síðasta ári fyrir baráttu sína gegn hungursneyð í heiminum og að bæta aðstæður og auka þar með líkur á friði á svæðum þar sem átök hafa geisað. 

Sömuleiðis hafi áætlunin verið drifkraftur í því að koma í veg fyrir að hungur sé notað sem vopn í átökum.

Tilkynnt um handhafa Nóbelsverðlauna 2021

  • Mánudagur 4. október: Lífefna- og læknisfræði
  • Þriðjudagur 5. okótber: Eðlisfræði
  • Miðvikudagur 6. október: Efnafræði
  • Fimmtudagur 7. október: Bókmenntir
  • Föstudagur 8. október: Friðarverðlaun Nóbels
  • Mánudagur 11. október: Hagfræðiverðlaun Seðlabanka Svíþjóðar


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.