Dauðsföll vegna ofskammta í nýjum hæðum vestanhafs Samúel Karl Ólason skrifar 27. september 2021 14:01 Fentanýl hefur leitt til fjölmargra dauðsfalla í Bandaríkjunum á undanförnum árum. Vísir/Getty Dauðsföll vegna ofskammta af verkjalyfjum hafa náð nýjum hæðum í Bandaríkjunum. Fíkniefnalögregla Bandaríkjanna (DEA) hefur varað við því að verkjalyf sem ganga kaupum og sölum á svarta markaðinum vestanhafs innihaldi fentanýl eða metamfetamín og það hafi leitt til fjölmargra dauðsfalla. Anne Milgram, yfirmaður DEA, segir í viðtali við Washington Post að Bandaríkin séu í krísu að hennar mati og þessum lyfjum sé að miklu leyti um að kenna. Því hafi sú ákvörðun verið tekin að gefa út sérstaka viðvörun við þeim í dag. Fíkniefnalögreglan hefur ekki gefið út sambærilega viðvörun frá 2015 þegar varað var við því að heróín sem innihéldi fentanýl væri í dreifingu í Bandaríkjunum. Fentanýl er ópíóði sem er áttatíu til hundrað sinnum öflugra en ópíum. Það var þróað til að draga úr verkjum krabbameinssjúklinga. Á vef DEA segir að fentanýl sé iðulega notað til að auka styrk heróíns eða selt fíklum sem heróín. Það að fíklar telji sig hafa keypt heróín en hafi í raun keypt fentanýl hafi leitt til dauða fjölmargra. Rúmlega 93 þúsund dóu vegna of stórra skammta lyfja í Bandaríkjunum í fyrra. Það var nærri því þrjátíu prósenta aukning frá 2019. Tvær af hverjum fimm bannvænar Í áðurnefndri viðvörun DEA, sem ber titilinn „Ein pilla getur drepið“, segir að frá 2019 hafi magn pilla með fentanýli sem stofnunin hefur lagt hald á aukist um 430 prósent. Rannsóknir hafi sýnt að tvær af hverjum fimm pillum innihaldi mögulega banvænt magn fentanýls. Washington Post segir að á þessu ári hafi stofnunin lagt hald á 9,6 milljónir pilla sem framleiddar hafi verið af glæpasamtökum og innihaldi fentanýl. Það séu fleiri pillur en lagt var hald á árið 2020 og árið 2019 samanlagt. Frá árinu 1999 hafa Bandaríkin gengið í gegnum versnandi lyfjafaraldur, sem í fyrstu lýsti sér í mikilli notkun ópíóða eins og Oxycodone, Vicodin og Percocet. Undanfarin ár hefur dauðsföllum vegna þessa faraldurs farið verulega fjölgandi og þá að miklu leyti vegna aukinnar notkunar fentanýls. Milgram segir að glæpasamtök í Kína og Mexíkó flytji mikið magn lyfja til Bandaríkjanna sem seld séu á netinu sem Oxycodone, Percocet eða Adderall. Pillurnar innihaldi þó í raun fentanýl eða metamfetamín. Bandaríkin Fíkn Tengdar fréttir Wire-stjarnan lést úr ofskammti af eiturlyfjum Réttarmeinafræðingur í New York hefur úrskurðað að Michael K. Williams, leikarinn sem var helst þekktur fyrir hlutverk sitt í þáttaröðinni The Wire, hafi látist af því að hafa tekið óvart of stóran skammt af blöndu eiturlyfja og lyfja. 25. september 2021 08:47 Metfjöldi látinna af völdum ofneyslu fíkniefna í Bandaríkjunum Alls létust 92 þúsund manns í Bandaríkjunum vegna of stórs skammts fíkniefna á Covid-árinu 2020. Það er mesti fjöldi sem látist hefur í Bandaríkjunum á einu ári af völdum fíkniefna. 15. júlí 2021 18:08 Mikil notkun á Fentanýl og aukinn fjöldi ofskammtana Talsvert hefur borið á ofskömmtunum í gistiskýlum borgarinnar, sem rakið er til aukinnar notkunar á Fentanýlplástrum. Kallað er eftir því að neyðarlyfið Naloxon verði aðgengilegt fólki svo hægt sé að koma í veg fyrir dauðsföll. 26. febrúar 2021 20:00 Tvö andlát ungmenna vegna ofneyslu lyfja til rannsóknar Tvö ungmenni hafa látist af völdum ofneyslu lyfseðilsskyldra lyfja á síðustu þremur mánuðum. Verkefnastýra Frú Ragnheiðar vill auka aðgengi fólks í áhættuhegðun að mótefni sem getur komið í veg fyrir ofneyslu eða jafnvel andláti. 28. febrúar 2020 22:00 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Erlent Keppast við að ákæra Comey Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Fleiri fréttir Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Sjá meira
Anne Milgram, yfirmaður DEA, segir í viðtali við Washington Post að Bandaríkin séu í krísu að hennar mati og þessum lyfjum sé að miklu leyti um að kenna. Því hafi sú ákvörðun verið tekin að gefa út sérstaka viðvörun við þeim í dag. Fíkniefnalögreglan hefur ekki gefið út sambærilega viðvörun frá 2015 þegar varað var við því að heróín sem innihéldi fentanýl væri í dreifingu í Bandaríkjunum. Fentanýl er ópíóði sem er áttatíu til hundrað sinnum öflugra en ópíum. Það var þróað til að draga úr verkjum krabbameinssjúklinga. Á vef DEA segir að fentanýl sé iðulega notað til að auka styrk heróíns eða selt fíklum sem heróín. Það að fíklar telji sig hafa keypt heróín en hafi í raun keypt fentanýl hafi leitt til dauða fjölmargra. Rúmlega 93 þúsund dóu vegna of stórra skammta lyfja í Bandaríkjunum í fyrra. Það var nærri því þrjátíu prósenta aukning frá 2019. Tvær af hverjum fimm bannvænar Í áðurnefndri viðvörun DEA, sem ber titilinn „Ein pilla getur drepið“, segir að frá 2019 hafi magn pilla með fentanýli sem stofnunin hefur lagt hald á aukist um 430 prósent. Rannsóknir hafi sýnt að tvær af hverjum fimm pillum innihaldi mögulega banvænt magn fentanýls. Washington Post segir að á þessu ári hafi stofnunin lagt hald á 9,6 milljónir pilla sem framleiddar hafi verið af glæpasamtökum og innihaldi fentanýl. Það séu fleiri pillur en lagt var hald á árið 2020 og árið 2019 samanlagt. Frá árinu 1999 hafa Bandaríkin gengið í gegnum versnandi lyfjafaraldur, sem í fyrstu lýsti sér í mikilli notkun ópíóða eins og Oxycodone, Vicodin og Percocet. Undanfarin ár hefur dauðsföllum vegna þessa faraldurs farið verulega fjölgandi og þá að miklu leyti vegna aukinnar notkunar fentanýls. Milgram segir að glæpasamtök í Kína og Mexíkó flytji mikið magn lyfja til Bandaríkjanna sem seld séu á netinu sem Oxycodone, Percocet eða Adderall. Pillurnar innihaldi þó í raun fentanýl eða metamfetamín.
Bandaríkin Fíkn Tengdar fréttir Wire-stjarnan lést úr ofskammti af eiturlyfjum Réttarmeinafræðingur í New York hefur úrskurðað að Michael K. Williams, leikarinn sem var helst þekktur fyrir hlutverk sitt í þáttaröðinni The Wire, hafi látist af því að hafa tekið óvart of stóran skammt af blöndu eiturlyfja og lyfja. 25. september 2021 08:47 Metfjöldi látinna af völdum ofneyslu fíkniefna í Bandaríkjunum Alls létust 92 þúsund manns í Bandaríkjunum vegna of stórs skammts fíkniefna á Covid-árinu 2020. Það er mesti fjöldi sem látist hefur í Bandaríkjunum á einu ári af völdum fíkniefna. 15. júlí 2021 18:08 Mikil notkun á Fentanýl og aukinn fjöldi ofskammtana Talsvert hefur borið á ofskömmtunum í gistiskýlum borgarinnar, sem rakið er til aukinnar notkunar á Fentanýlplástrum. Kallað er eftir því að neyðarlyfið Naloxon verði aðgengilegt fólki svo hægt sé að koma í veg fyrir dauðsföll. 26. febrúar 2021 20:00 Tvö andlát ungmenna vegna ofneyslu lyfja til rannsóknar Tvö ungmenni hafa látist af völdum ofneyslu lyfseðilsskyldra lyfja á síðustu þremur mánuðum. Verkefnastýra Frú Ragnheiðar vill auka aðgengi fólks í áhættuhegðun að mótefni sem getur komið í veg fyrir ofneyslu eða jafnvel andláti. 28. febrúar 2020 22:00 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Erlent Keppast við að ákæra Comey Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Fleiri fréttir Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Sjá meira
Wire-stjarnan lést úr ofskammti af eiturlyfjum Réttarmeinafræðingur í New York hefur úrskurðað að Michael K. Williams, leikarinn sem var helst þekktur fyrir hlutverk sitt í þáttaröðinni The Wire, hafi látist af því að hafa tekið óvart of stóran skammt af blöndu eiturlyfja og lyfja. 25. september 2021 08:47
Metfjöldi látinna af völdum ofneyslu fíkniefna í Bandaríkjunum Alls létust 92 þúsund manns í Bandaríkjunum vegna of stórs skammts fíkniefna á Covid-árinu 2020. Það er mesti fjöldi sem látist hefur í Bandaríkjunum á einu ári af völdum fíkniefna. 15. júlí 2021 18:08
Mikil notkun á Fentanýl og aukinn fjöldi ofskammtana Talsvert hefur borið á ofskömmtunum í gistiskýlum borgarinnar, sem rakið er til aukinnar notkunar á Fentanýlplástrum. Kallað er eftir því að neyðarlyfið Naloxon verði aðgengilegt fólki svo hægt sé að koma í veg fyrir dauðsföll. 26. febrúar 2021 20:00
Tvö andlát ungmenna vegna ofneyslu lyfja til rannsóknar Tvö ungmenni hafa látist af völdum ofneyslu lyfseðilsskyldra lyfja á síðustu þremur mánuðum. Verkefnastýra Frú Ragnheiðar vill auka aðgengi fólks í áhættuhegðun að mótefni sem getur komið í veg fyrir ofneyslu eða jafnvel andláti. 28. febrúar 2020 22:00