„Kannski full truntulegur á köflum“ Jakob Bjarnar skrifar 26. september 2021 16:56 Brynjar var einn af forsetum þings á nýafstöðnu kjörtímabili. Hann mun ekki setjast í þann stól á næstunni. vísir/vilhelm Gráglettinn kveðjupistill Brynjars Níelssonar fyrrverandi þingmanns er nú á miklu flugi á Facebook. „Jæja, nú er þessi rödd að þagna. Þó fyrr hefði verið segja kannski margir. Sá smá bros á milli ekkasoganna hjá vinum mínum í sósíalistaflokknum þegar ljóst var að ég var úti. Niðurstaðan var ekkert sérstök fyrr Sjálfstæðisflokkinn. Kannski má hann samt vel við una eftir að hafa verið í ríkisstjórn samfleytt í rúm átta ár.“ Svo hefst kveðjupistill Brynjars sem hann birti á Facebook-síðu sinni nú fyrir stundu. Þegar hafa vel yfir þúsund manns sett upp þumal eða hjarta við færsluna og ástar og saknaðarkveðjur hrannast upp í athugasemdakerfinu. Þjóðin hafnaði Twitter-liðinu Brynjar notar vitaskuld tækifærið og sparkar í þá rassa sem honum þykir vert að sparka í. Að hætti hússins: „Merkilegast við þessi kosningaúrslit var að þeir stjórnarandstöðuflokkar, sem kalla sig frjálslynd umbótaöfl og tala gjarnan fyrir hönd þjóðarinnar, guldu afhroð. Við vitum núna að Tvitter liðið, sem er uppfullt af pólitískri rétthugsun og ímyndaðri góðmennsku, er ekki að tala fyrir hönd þjóðarinnar,“ segir Brynjar. Og hann dregur þá ályktun, út frá niðurstöðum kosninganna, að Íslendingar séu ekki að hugsa um nýja stjórnarskrá, „allra síst þessa frá stjórnlagaráði“ né vilji hún kollvarpa fiskveiðistjórnunarkerfinu eða gera alla að ríkisstarfsmönnum. Hún er að hugsa um sinn hag og velferð en ekki í sömu sýndarmennsku og téðir stjórnmálamenn. Brynjar óskar landsmönnum til hamingju með kosningarnar. Þokkalega ljúfur en það vita ekki allir Þá segist Brynjar ekki vita hvað taki við hjá sér sjálfum, og endurtók ummæli sem hann lét falla í viðtali við Vísi í morgun, en fréttastofan vakti hann með þeim tíðindum að hann væri dottinn út af þingi: Framtíð þjóðarinnar stendur ekki eða fellur með mér. Brynjar lýkur pistli sínum með því að þakka fyrir sig. „Ég vil þakka fyrir þann tíma sem ég fékk til að starfa fyrir ykkur öll. Það gaf mér mikið. Auðvitað voru ekki allir ánægðir með mig frekar en aðra. En ég reyndi að vera heiðarlegur við ykkur, tjáði mínar skoðanir umbúðalaust og sagði öðrum til syndanna og tók við skömmum, eins og vera ber. Kannski full truntulegur á köflum. En ég er þokkalega ljúfur maður inn við beinið og þægilegur í samstarfi. Það vita það bara ekki allir.“ Alþingiskosningar 2021 Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira
„Jæja, nú er þessi rödd að þagna. Þó fyrr hefði verið segja kannski margir. Sá smá bros á milli ekkasoganna hjá vinum mínum í sósíalistaflokknum þegar ljóst var að ég var úti. Niðurstaðan var ekkert sérstök fyrr Sjálfstæðisflokkinn. Kannski má hann samt vel við una eftir að hafa verið í ríkisstjórn samfleytt í rúm átta ár.“ Svo hefst kveðjupistill Brynjars sem hann birti á Facebook-síðu sinni nú fyrir stundu. Þegar hafa vel yfir þúsund manns sett upp þumal eða hjarta við færsluna og ástar og saknaðarkveðjur hrannast upp í athugasemdakerfinu. Þjóðin hafnaði Twitter-liðinu Brynjar notar vitaskuld tækifærið og sparkar í þá rassa sem honum þykir vert að sparka í. Að hætti hússins: „Merkilegast við þessi kosningaúrslit var að þeir stjórnarandstöðuflokkar, sem kalla sig frjálslynd umbótaöfl og tala gjarnan fyrir hönd þjóðarinnar, guldu afhroð. Við vitum núna að Tvitter liðið, sem er uppfullt af pólitískri rétthugsun og ímyndaðri góðmennsku, er ekki að tala fyrir hönd þjóðarinnar,“ segir Brynjar. Og hann dregur þá ályktun, út frá niðurstöðum kosninganna, að Íslendingar séu ekki að hugsa um nýja stjórnarskrá, „allra síst þessa frá stjórnlagaráði“ né vilji hún kollvarpa fiskveiðistjórnunarkerfinu eða gera alla að ríkisstarfsmönnum. Hún er að hugsa um sinn hag og velferð en ekki í sömu sýndarmennsku og téðir stjórnmálamenn. Brynjar óskar landsmönnum til hamingju með kosningarnar. Þokkalega ljúfur en það vita ekki allir Þá segist Brynjar ekki vita hvað taki við hjá sér sjálfum, og endurtók ummæli sem hann lét falla í viðtali við Vísi í morgun, en fréttastofan vakti hann með þeim tíðindum að hann væri dottinn út af þingi: Framtíð þjóðarinnar stendur ekki eða fellur með mér. Brynjar lýkur pistli sínum með því að þakka fyrir sig. „Ég vil þakka fyrir þann tíma sem ég fékk til að starfa fyrir ykkur öll. Það gaf mér mikið. Auðvitað voru ekki allir ánægðir með mig frekar en aðra. En ég reyndi að vera heiðarlegur við ykkur, tjáði mínar skoðanir umbúðalaust og sagði öðrum til syndanna og tók við skömmum, eins og vera ber. Kannski full truntulegur á köflum. En ég er þokkalega ljúfur maður inn við beinið og þægilegur í samstarfi. Það vita það bara ekki allir.“
Alþingiskosningar 2021 Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira