Sú yngsta inn og Brynjar út: „Ég hef bara aldrei séð hana áður“ Kolbeinn Tumi Daðason og Snorri Másson skrifa 26. september 2021 12:22 Brynjar, Sigmar og Lenya stilltu sér upp fyrir mynd í haustvindinum. Brynjar er úti en hin tvö nýir þingmenn. Lenya sú yngsta í sögu þjóðar - og tók Brynjar út með átta atkvæðum. Stöð 2 Þau Lenya Rún Taha Karim og Sigmar Guðmundsson voru öllu ánægðari með niðurstöðu kosninganna í nótt en Brynjar Níelsson. Brynjar hafði skipti við Lenyu sem þingmaður í Reykjavík en kennir henni ekki um. Enda hafi hann aldrei séð hana áður. „Ég fór inn í kvöldið með engar væntingar,“ segir Lenya. Hún endaði þó inni á þingi, yngst allra þingmanna í sögunni til að vera kosin í alþingiskosningum, aðeins 20 ára gömul. „Ég vaknaði í morgun og síminn var bara að titra og springa.“ Hún segist ekki vera búin að meðtaka niðurstöðuna og restin af deginum fari í það. Lenya fer nú í fullt starf sem þingmaður en hún er á þriðja ári í laganámi. „Ég held ég þurfi að biðja um lengri skilafrest í skólanum.“ Tókust í hendur Brynjar Níelsson endaði úti eftir æsispennandi nótt. Brynjar vakti ekki eftir úrslitunum frekar en Lenya heldur vaknaði í morgun og sá að þingmennskan væri öll. Hann kennir Lenyu ekki um niðurstöðuna. „Nei, ég hef bara aldrei séð hana áður en ég óska henni bara til hamingju með þetta,“ sagði Brynjar en þau tókust í hendur áður en viðtalinu við Snorra Másson lauk. „Ég bý í landi tækifæranna, nú finn ég bara eitthvað annað,“ segir Brynjar. Það verði ekki endilega lögmennskan enda sé hann orðinn úreldur þar. „Framtíð þjóðar stendur ekki og fellur með mér.“ Sötraði kaffi á skjálftavaktinni Sigmar Guðmundsson endaði inni eftir að hafa verið á vökunni í nótt, ýmist inni eða úti. Fyrstu tölur litu illa út fyrir Viðreisn en skánaði með nóttinni og fram á morgun. Flokkurinn bætti við sig manni. „Þetta var eiginlega súrrealískt,“ sagði Sigmar. Hann hefði verið á skjálftavaktinni í sófanum heima, ekkert sofið og aðeins sötrað kaffi. Bæði Sigmar og Lenya sögðust eiga von á að ríkisstjórnin héldi samstarfi sínu áfram. Þá yrðu þau öflug í stjórnarandstöðu. Alþingiskosningar 2021 Alþingi Reykjavíkurkjördæmi norður Píratar Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira
„Ég fór inn í kvöldið með engar væntingar,“ segir Lenya. Hún endaði þó inni á þingi, yngst allra þingmanna í sögunni til að vera kosin í alþingiskosningum, aðeins 20 ára gömul. „Ég vaknaði í morgun og síminn var bara að titra og springa.“ Hún segist ekki vera búin að meðtaka niðurstöðuna og restin af deginum fari í það. Lenya fer nú í fullt starf sem þingmaður en hún er á þriðja ári í laganámi. „Ég held ég þurfi að biðja um lengri skilafrest í skólanum.“ Tókust í hendur Brynjar Níelsson endaði úti eftir æsispennandi nótt. Brynjar vakti ekki eftir úrslitunum frekar en Lenya heldur vaknaði í morgun og sá að þingmennskan væri öll. Hann kennir Lenyu ekki um niðurstöðuna. „Nei, ég hef bara aldrei séð hana áður en ég óska henni bara til hamingju með þetta,“ sagði Brynjar en þau tókust í hendur áður en viðtalinu við Snorra Másson lauk. „Ég bý í landi tækifæranna, nú finn ég bara eitthvað annað,“ segir Brynjar. Það verði ekki endilega lögmennskan enda sé hann orðinn úreldur þar. „Framtíð þjóðar stendur ekki og fellur með mér.“ Sötraði kaffi á skjálftavaktinni Sigmar Guðmundsson endaði inni eftir að hafa verið á vökunni í nótt, ýmist inni eða úti. Fyrstu tölur litu illa út fyrir Viðreisn en skánaði með nóttinni og fram á morgun. Flokkurinn bætti við sig manni. „Þetta var eiginlega súrrealískt,“ sagði Sigmar. Hann hefði verið á skjálftavaktinni í sófanum heima, ekkert sofið og aðeins sötrað kaffi. Bæði Sigmar og Lenya sögðust eiga von á að ríkisstjórnin héldi samstarfi sínu áfram. Þá yrðu þau öflug í stjórnarandstöðu.
Alþingiskosningar 2021 Alþingi Reykjavíkurkjördæmi norður Píratar Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira