Sósíaldemókratar missa dampinn og óljóst hver taki við keflinu af Merkel Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. september 2021 23:46 Flestir þýskra kjósenda vilja Olaf Scholz, frambjóðanda Sósíaldemókrata (t.v.), sem næsta kanslara þýskalands. Um 20 prósent kjósenda vilja Armin Laschet, frambjóðanda Kristilegra demókrata (f.m.), sem næsta kanslara og um 16 prósent Önnulenu Baerbock, frambjóðanda Græningja (t.h.). Getty/samsett Óvíst er hver muni taka við keflinu af Angelu Merkel Þýskalandskanslara að loknum þingkosningum í Þýskalandi, sem fara fram á sunnudag. Nýjustu kosningaspár sýna að aðeins hársbreidd er á milli fylgis stærstu flokkanna. Tvær skoðanakannanir sem voru birtar í Þýskalandi í dag benda til að Sósíaldemókratar hafi misst forskotið sem þeir höfðu á Kristilega demókrata, flokk Merkel. Í könnun Civey fyrir fréttastofu ZDF mælist fylgi Sósíaldemókrata 25% en fylgi Kristilegra demókrata hafi hækkað nokkuð, upp í 23%. Fréttastofa Guardian greinir frá. Kosningakönnun Allensbach fyrir fréttastofu Frankfurter Allgemeine Zeitung bendir til að munurinn sé enn minni, Sósíaldemókratar með 26% fylgi og Kristilegir demókratar með 25% fylgi. Undanfarnar vikur hafa Kristilegir demókratar varla komist með tærnar þar sem Sósíaldemókratar hafa haft hælana. Það hefur hins vegar breyst þessa síðustu viku fyrir kosningar og virðist forskotið nú nær horfið. Þriggja flokka ríkisstjórn talin líklegust Það er því alveg í lausu lofti hver muni bera sigur úr bítum, og kannski mikilvægara: Hver muni taka við kanslarakeflinu af Angelu Merkel, sem hefur sinnt embættinu undanfarin sextán ár. Þá eru uppi ýmsar kenningar um mögulegt ríkisstjórnarsamstarf og hvaða flokkar fái hvaða ráðuneyti. Flokkur græningja mælist nú með 16% fylgi, Frjálsir demókratar með 10,5% til 12% fylgi. Hægriþjóðernisflokkurinn Valkostir fyrir Þýskaland (þ. Alternativ für Deutschland) mælist með 10% fylgi og Róttæki vinstri flokkurinn Die Linke með 5% til 6% fylgi, sem þýðir að hann er í fallhættu. Þó virðist af nýjustu skoðanakönnunum sem þýskir kjósendur séu nokkuð ákveðnir í því hvern þeir vilja sem kanslara. Þegar kjósendur voru spurðir að því svöruðu 47% að þeir vildu Olaf Scholz, frambjóðanda Sósíaldemókrata, sem næsta kanslara. 20% sögðust vilja Armin Laschet, frambjóðanda Kristilegra demókrata, og 16% sögðust vilja Annalenu Baerbock, frambjóðanda Græningja. Ljóst er að ríkisstjórnin verði að vera skipuð minnst tveimur flokkum og er þriggja flokka stjórn talin líklegust af spekúlöntum. Það væri fyrsta sinn sem þrír flokkar sameinuðust í ríkisstjórn Þýskalands frá upphafi. Í frétt Guardian segir að það bendi til að þýsk stjórnmál séu klofin, eins og eigi sér stað víða annars staðar í Evrópu, og eflaust margir Íslendingar tengja við. Þýskaland Kosningar í Þýskalandi Tengdar fréttir Vinstri sveifla skýtur þýskum millum skelk í bringu Þýskir auðkýfingar eru nú sagðir flytja eigur sínar til Sviss af ótta við að vinstri stjórn taki við eftir sambandsþingskosningar á sunnudag. Vinstriflokkarnir hafa boðað hækkun auðlegar- og erfðaskatts. 24. september 2021 15:48 Fremur leiðinleg kosningabarátta og litlausir frambjóðendur Innan við tvær vikur eru nú til kosninga til sambandsþings Þýskalands sem munu leiða í ljós hver verður arftaki Angelu Merkel sem mun senn láta af embætti kanslara eftir um sextán ár í starfi. Stjórnmálafræðiprófessor segir að mörgum þyki kosningabaráttan hafa verið fremur leiðinleg og marga helstu frambjóðendur vera litlausa. 15. september 2021 08:20 Þýskir Jafnaðarmenn á mikilli siglingu Eftir erfið og mögur síðustu ár virðist sem að byr sé aftur kominn í segl þýskra Jafnaðarmanna, nú þegar rétt rúmar þrjár vikur eru til þingkosninga þar í landi. 2. september 2021 08:43 Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Erlent Fleiri fréttir Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Sjá meira
Tvær skoðanakannanir sem voru birtar í Þýskalandi í dag benda til að Sósíaldemókratar hafi misst forskotið sem þeir höfðu á Kristilega demókrata, flokk Merkel. Í könnun Civey fyrir fréttastofu ZDF mælist fylgi Sósíaldemókrata 25% en fylgi Kristilegra demókrata hafi hækkað nokkuð, upp í 23%. Fréttastofa Guardian greinir frá. Kosningakönnun Allensbach fyrir fréttastofu Frankfurter Allgemeine Zeitung bendir til að munurinn sé enn minni, Sósíaldemókratar með 26% fylgi og Kristilegir demókratar með 25% fylgi. Undanfarnar vikur hafa Kristilegir demókratar varla komist með tærnar þar sem Sósíaldemókratar hafa haft hælana. Það hefur hins vegar breyst þessa síðustu viku fyrir kosningar og virðist forskotið nú nær horfið. Þriggja flokka ríkisstjórn talin líklegust Það er því alveg í lausu lofti hver muni bera sigur úr bítum, og kannski mikilvægara: Hver muni taka við kanslarakeflinu af Angelu Merkel, sem hefur sinnt embættinu undanfarin sextán ár. Þá eru uppi ýmsar kenningar um mögulegt ríkisstjórnarsamstarf og hvaða flokkar fái hvaða ráðuneyti. Flokkur græningja mælist nú með 16% fylgi, Frjálsir demókratar með 10,5% til 12% fylgi. Hægriþjóðernisflokkurinn Valkostir fyrir Þýskaland (þ. Alternativ für Deutschland) mælist með 10% fylgi og Róttæki vinstri flokkurinn Die Linke með 5% til 6% fylgi, sem þýðir að hann er í fallhættu. Þó virðist af nýjustu skoðanakönnunum sem þýskir kjósendur séu nokkuð ákveðnir í því hvern þeir vilja sem kanslara. Þegar kjósendur voru spurðir að því svöruðu 47% að þeir vildu Olaf Scholz, frambjóðanda Sósíaldemókrata, sem næsta kanslara. 20% sögðust vilja Armin Laschet, frambjóðanda Kristilegra demókrata, og 16% sögðust vilja Annalenu Baerbock, frambjóðanda Græningja. Ljóst er að ríkisstjórnin verði að vera skipuð minnst tveimur flokkum og er þriggja flokka stjórn talin líklegust af spekúlöntum. Það væri fyrsta sinn sem þrír flokkar sameinuðust í ríkisstjórn Þýskalands frá upphafi. Í frétt Guardian segir að það bendi til að þýsk stjórnmál séu klofin, eins og eigi sér stað víða annars staðar í Evrópu, og eflaust margir Íslendingar tengja við.
Þýskaland Kosningar í Þýskalandi Tengdar fréttir Vinstri sveifla skýtur þýskum millum skelk í bringu Þýskir auðkýfingar eru nú sagðir flytja eigur sínar til Sviss af ótta við að vinstri stjórn taki við eftir sambandsþingskosningar á sunnudag. Vinstriflokkarnir hafa boðað hækkun auðlegar- og erfðaskatts. 24. september 2021 15:48 Fremur leiðinleg kosningabarátta og litlausir frambjóðendur Innan við tvær vikur eru nú til kosninga til sambandsþings Þýskalands sem munu leiða í ljós hver verður arftaki Angelu Merkel sem mun senn láta af embætti kanslara eftir um sextán ár í starfi. Stjórnmálafræðiprófessor segir að mörgum þyki kosningabaráttan hafa verið fremur leiðinleg og marga helstu frambjóðendur vera litlausa. 15. september 2021 08:20 Þýskir Jafnaðarmenn á mikilli siglingu Eftir erfið og mögur síðustu ár virðist sem að byr sé aftur kominn í segl þýskra Jafnaðarmanna, nú þegar rétt rúmar þrjár vikur eru til þingkosninga þar í landi. 2. september 2021 08:43 Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Erlent Fleiri fréttir Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Sjá meira
Vinstri sveifla skýtur þýskum millum skelk í bringu Þýskir auðkýfingar eru nú sagðir flytja eigur sínar til Sviss af ótta við að vinstri stjórn taki við eftir sambandsþingskosningar á sunnudag. Vinstriflokkarnir hafa boðað hækkun auðlegar- og erfðaskatts. 24. september 2021 15:48
Fremur leiðinleg kosningabarátta og litlausir frambjóðendur Innan við tvær vikur eru nú til kosninga til sambandsþings Þýskalands sem munu leiða í ljós hver verður arftaki Angelu Merkel sem mun senn láta af embætti kanslara eftir um sextán ár í starfi. Stjórnmálafræðiprófessor segir að mörgum þyki kosningabaráttan hafa verið fremur leiðinleg og marga helstu frambjóðendur vera litlausa. 15. september 2021 08:20
Þýskir Jafnaðarmenn á mikilli siglingu Eftir erfið og mögur síðustu ár virðist sem að byr sé aftur kominn í segl þýskra Jafnaðarmanna, nú þegar rétt rúmar þrjár vikur eru til þingkosninga þar í landi. 2. september 2021 08:43