Stefna nánum bandamönnum Trump vegna árásarinnar á þinghúsið Kjartan Kjartansson skrifar 24. september 2021 11:50 Trump ávarpar stuðningsmenn sína dagin örlagaríka 6. janúar. Stór hluti mannfjöldans hélt síðan að þinghúsinu, réðst á lögreglumenn og braut sér leið inn í bygginguna. AP/Jacquelyn Martin Þingnefnd sem rannsakar árás stuðningsmanna Donald Trump á bandaríska þinghúsið í janúar hefur stefnt fjórum ráðgjöfum og embættismönnum hans til að bera vitni og afhenda gögn. Á meðal þeirra sem er stefnt er Mark Meadows, fyrrverandi skrifstofustjóri Hvíta hússins. Árás múgs stuðningsmanna Trump á þinghúsið 6. janúar var sú versta frá innrás Bretar árið 1812. Hátt í sex hundruð manns hafa verið ákærðir fyrir aðild að atlögunni en markmið hennar var að koma í veg fyrir að þingmenn staðfestu sigur Joes Biden í forsetakosningunum. Trump var kærður fyrir embættisbrot vegna árásinnar en hann var talinn hafa eggjað stuðningsmenn sína til hennar með þrálátum lygum um að stórfelld svik hefðu kostað hann endurkjör. Öldungadeild þingsins sýknaði hann af kærunni. Nefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings rannsakar árásina og aðdraganda hennar. Þingflokkur repúblikana lagðist gegn stofnun nefndarinnar. Þrátt fyrir það eiga tveir repúblikanar sæti í nefndinni, þau Liz Cheney og Adam Kinzinger. Þau voru bæði á meðal tíu repúblikana í fulltrúadeildinni sem greiddu atkvæði með því að kæra Trump fyrir embættisbrot. Bennie Thompson, formaður þingnefndarinnar, segir að hún hafi nú stefnt fjórum fyrrverandi embættismönnum Trump. Auk Meadows var Dan Scavino, fyrrverandi aðstoðarskrifstofustjóri Hvíta hússins, Steve Bannon, fyrrverandi aðalráðgjafi Trump og Kash Patel, fyrrverandi skrifstofustjóri í varnarmálaráðuneytinu, stefnt til að bera vitni í október og afhenda nefndinni gögn, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Mark Meadows, fyrrverandi starfsmannastjóri Hvíta hússins, stendur hér að baki forsetans fyrrverandi.EPA/Sarah Silbiger Ætla að berjast gegn stefnunum Meadows tók þátt í að þrýsta á embættismenn í einstökum ríkjum um að endurskoða úrslit forsetakosninganna þar. Thompson segir að Meadows hafi einnig verið í samskiptum við skipuleggjendur útifundar í Washington-borg daginn sem árásin var gerð. Stuðningsmenn Trump héldu þaðan að þinghúsinu, börðust við lögreglumenn og brutu sér leið inn í húsið. Trump hélt þrumuræðu á útifundinum þar sem hann sagði stuðningsmönnum sínum meðal annars að þeir tækju landið sitt aldrei til baka með „veikleika“ og hvatti þá til að fylkja liði að þinghúsinu. Lofaði hann að sjálfur myndi fylgja þeim að þinghúsinu en lét sig síðan hverfa heim í Hvíta húsið. Bannon er sagður hafa reynt að sannfæra fjölda þingmanna um að neita að staðfesta úrslit kosninganna. Þá lét hann þau ummæli falla opinberlega kvöldið fyrir árásina að „allt yrði brjálað“ daginn eftir. Patel ræddi ítrekað við Meadows daginn sem árásin á þinghúsið var gerð. Hann segist vonsvikin að nefndin hafi gefið út stefnu frekar en að óska eftir að hann ræddi við nefndarmenn sjálfviljugur. Trump segist í yfirlýsingu ætla að berjast gegn stefnunum, meðal annars með vísan í trúnað um samskipti forseta við embættismenn. Lýsir árásinni sem „innanlandshryðjuverki“ Nefndin hefur einnig krafið Hvíta húsið um ýmis konar gögn til að varpa ljósi á hvað fór úrskeiðis daginn sem árásin var gerð. Að minnsta kosti níu manns létust á meðan á árásinni stóð og eftir hana. Lögreglumaður skaut konu sem til bana sem reyndi að brjótast inn í sal fulltrúadeildarinnar og þrír stuðningsmenn létust þegar þeir hnigu niður í mannfjöldanum. Tveir lögreglumenn sviptu sig lífi dagana eftir árásina og einn lést eftir að hann hneig niður í átökum við stuðningsmenn Trump. Þá sviptu tveir aðrir lögreglumenn sem vörðu þinghúsið sig lífi í sumar, að sögn lögreglunnar í Washington. Christopher Wray, forstjóri alríkislögreglunnar FBI, hefur lýst árásinni á þinghúsið sem „innanlandshryðjuverki“. Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Rannsaka aðild starfsmannastjóra Trump að þrýstingsherferð í Georgíu Athafnir Marks Meadow, fyrrverandi starfsmannastjóra Hvíta hússins, í þrýstingsherferð Donalds Trump, þáverandi Bandaríkjaforseta, til að breyta kosningaúrslitum í Georgíu eru líklegar til að vekja athygli umdæmissaksóknara sem rannsakar hvort að Trump hafi brotið lög með afskiptum sínum af kosningunum. 19. mars 2021 13:37 Þrýstu á ráðuneyti að taka undir lygar um kosningasvik Nánustu ráðgjafar Donalds Trump, þáverandi Bandaríkjaforseta, þrýstu á æðstu embættismenn í dómsmálaráðuneytinu til að fá þá til að taka undir stoðlausar ásakanir Trump um stórfelld kosningasvik. Þeir kiknuðu þó ekki undan þrýstingnum. 15. júní 2021 16:53 Trump bað kosningaeftirlitsmann í Georgíu að „finna svindlið“ Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, hvatti kosningaeftirlitsmann í Georgíu til þess að „finna svindlið“ og sagði að hann yrði þjóðhetja ef það tækist. Þetta er þriðja skiptið sem því er lýst að Trump hafi hringt í háttsetta embættismenn í Georgíu í von um að þeir myndu snúa niðurstöðum kosninganna. 10. janúar 2021 16:01 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira
Árás múgs stuðningsmanna Trump á þinghúsið 6. janúar var sú versta frá innrás Bretar árið 1812. Hátt í sex hundruð manns hafa verið ákærðir fyrir aðild að atlögunni en markmið hennar var að koma í veg fyrir að þingmenn staðfestu sigur Joes Biden í forsetakosningunum. Trump var kærður fyrir embættisbrot vegna árásinnar en hann var talinn hafa eggjað stuðningsmenn sína til hennar með þrálátum lygum um að stórfelld svik hefðu kostað hann endurkjör. Öldungadeild þingsins sýknaði hann af kærunni. Nefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings rannsakar árásina og aðdraganda hennar. Þingflokkur repúblikana lagðist gegn stofnun nefndarinnar. Þrátt fyrir það eiga tveir repúblikanar sæti í nefndinni, þau Liz Cheney og Adam Kinzinger. Þau voru bæði á meðal tíu repúblikana í fulltrúadeildinni sem greiddu atkvæði með því að kæra Trump fyrir embættisbrot. Bennie Thompson, formaður þingnefndarinnar, segir að hún hafi nú stefnt fjórum fyrrverandi embættismönnum Trump. Auk Meadows var Dan Scavino, fyrrverandi aðstoðarskrifstofustjóri Hvíta hússins, Steve Bannon, fyrrverandi aðalráðgjafi Trump og Kash Patel, fyrrverandi skrifstofustjóri í varnarmálaráðuneytinu, stefnt til að bera vitni í október og afhenda nefndinni gögn, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Mark Meadows, fyrrverandi starfsmannastjóri Hvíta hússins, stendur hér að baki forsetans fyrrverandi.EPA/Sarah Silbiger Ætla að berjast gegn stefnunum Meadows tók þátt í að þrýsta á embættismenn í einstökum ríkjum um að endurskoða úrslit forsetakosninganna þar. Thompson segir að Meadows hafi einnig verið í samskiptum við skipuleggjendur útifundar í Washington-borg daginn sem árásin var gerð. Stuðningsmenn Trump héldu þaðan að þinghúsinu, börðust við lögreglumenn og brutu sér leið inn í húsið. Trump hélt þrumuræðu á útifundinum þar sem hann sagði stuðningsmönnum sínum meðal annars að þeir tækju landið sitt aldrei til baka með „veikleika“ og hvatti þá til að fylkja liði að þinghúsinu. Lofaði hann að sjálfur myndi fylgja þeim að þinghúsinu en lét sig síðan hverfa heim í Hvíta húsið. Bannon er sagður hafa reynt að sannfæra fjölda þingmanna um að neita að staðfesta úrslit kosninganna. Þá lét hann þau ummæli falla opinberlega kvöldið fyrir árásina að „allt yrði brjálað“ daginn eftir. Patel ræddi ítrekað við Meadows daginn sem árásin á þinghúsið var gerð. Hann segist vonsvikin að nefndin hafi gefið út stefnu frekar en að óska eftir að hann ræddi við nefndarmenn sjálfviljugur. Trump segist í yfirlýsingu ætla að berjast gegn stefnunum, meðal annars með vísan í trúnað um samskipti forseta við embættismenn. Lýsir árásinni sem „innanlandshryðjuverki“ Nefndin hefur einnig krafið Hvíta húsið um ýmis konar gögn til að varpa ljósi á hvað fór úrskeiðis daginn sem árásin var gerð. Að minnsta kosti níu manns létust á meðan á árásinni stóð og eftir hana. Lögreglumaður skaut konu sem til bana sem reyndi að brjótast inn í sal fulltrúadeildarinnar og þrír stuðningsmenn létust þegar þeir hnigu niður í mannfjöldanum. Tveir lögreglumenn sviptu sig lífi dagana eftir árásina og einn lést eftir að hann hneig niður í átökum við stuðningsmenn Trump. Þá sviptu tveir aðrir lögreglumenn sem vörðu þinghúsið sig lífi í sumar, að sögn lögreglunnar í Washington. Christopher Wray, forstjóri alríkislögreglunnar FBI, hefur lýst árásinni á þinghúsið sem „innanlandshryðjuverki“.
Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Rannsaka aðild starfsmannastjóra Trump að þrýstingsherferð í Georgíu Athafnir Marks Meadow, fyrrverandi starfsmannastjóra Hvíta hússins, í þrýstingsherferð Donalds Trump, þáverandi Bandaríkjaforseta, til að breyta kosningaúrslitum í Georgíu eru líklegar til að vekja athygli umdæmissaksóknara sem rannsakar hvort að Trump hafi brotið lög með afskiptum sínum af kosningunum. 19. mars 2021 13:37 Þrýstu á ráðuneyti að taka undir lygar um kosningasvik Nánustu ráðgjafar Donalds Trump, þáverandi Bandaríkjaforseta, þrýstu á æðstu embættismenn í dómsmálaráðuneytinu til að fá þá til að taka undir stoðlausar ásakanir Trump um stórfelld kosningasvik. Þeir kiknuðu þó ekki undan þrýstingnum. 15. júní 2021 16:53 Trump bað kosningaeftirlitsmann í Georgíu að „finna svindlið“ Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, hvatti kosningaeftirlitsmann í Georgíu til þess að „finna svindlið“ og sagði að hann yrði þjóðhetja ef það tækist. Þetta er þriðja skiptið sem því er lýst að Trump hafi hringt í háttsetta embættismenn í Georgíu í von um að þeir myndu snúa niðurstöðum kosninganna. 10. janúar 2021 16:01 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira
Rannsaka aðild starfsmannastjóra Trump að þrýstingsherferð í Georgíu Athafnir Marks Meadow, fyrrverandi starfsmannastjóra Hvíta hússins, í þrýstingsherferð Donalds Trump, þáverandi Bandaríkjaforseta, til að breyta kosningaúrslitum í Georgíu eru líklegar til að vekja athygli umdæmissaksóknara sem rannsakar hvort að Trump hafi brotið lög með afskiptum sínum af kosningunum. 19. mars 2021 13:37
Þrýstu á ráðuneyti að taka undir lygar um kosningasvik Nánustu ráðgjafar Donalds Trump, þáverandi Bandaríkjaforseta, þrýstu á æðstu embættismenn í dómsmálaráðuneytinu til að fá þá til að taka undir stoðlausar ásakanir Trump um stórfelld kosningasvik. Þeir kiknuðu þó ekki undan þrýstingnum. 15. júní 2021 16:53
Trump bað kosningaeftirlitsmann í Georgíu að „finna svindlið“ Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, hvatti kosningaeftirlitsmann í Georgíu til þess að „finna svindlið“ og sagði að hann yrði þjóðhetja ef það tækist. Þetta er þriðja skiptið sem því er lýst að Trump hafi hringt í háttsetta embættismenn í Georgíu í von um að þeir myndu snúa niðurstöðum kosninganna. 10. janúar 2021 16:01