Vill leyfa áfengi í stúkunni: „Ýtum fólki út í það að drekka hratt í hálfleik“ Sindri Sverrisson skrifar 24. september 2021 14:31 Stuðningsmenn enska landsliðsins glaðbeittir með bjór í hönd á leið á úrslitaleikinn gegn Ítalíu á EM í London í sumar. Áfengisdrykkja er bönnuð í stúkunni á leikjum á Evrópumótum líkt og í ensku úrvalsdeildinni. Getty/Marc Atkins Bretar skoða það nú að aflétta banni við áfengisdrykkju í stúkunni á fótboltaleikjum. Þingmaður segir bannið stuðla að því að menn þambi hratt fyrir leik og í hálfleik. Tracey Crouch, fyrrverandi íþróttamálaráðherra, fer fyrir umfangsmikilli endurskoðun á enskum fótbolta sem sett var í gang í vor, eftir að hugmyndir um evrópsku Ofurdeildina höfðu verið kveðnar í kútinn. Á meðal þess sem Crouch hefur skoðað er staða stuðningsmanna og aðstaða þeirra á leikjum. Hún leggur til að prófað verði að leyfa áfengisdrykkju á leikjum í ensku D-deildinni og efstu deild utandeildarinnar, með það í huga að drykkja verði leyfð á leikjum í öllum deildum ef vel gengur. Ekkert bann er í Bretlandi við áfengisdrykkju á krikket- eða ruðningsleikjum, sem einnig eru vinsælar íþróttir í landinu. Einnig má drekka bjór yfir leikjum í utandeildinni í fótbolta, nema í efstu deild hennar. Á leikjum bestu fótboltaliða landsins má hins vegar ekki drekka í stúkunni. „Viðhorf okkar gagnvart áfengi og fótbolta er úrelt,“ sagði Crouch við The Times. Bannið gilt frá árinu 1985 Áfengisbannið sem stuðningsmenn liða í ensku úrvalsdeildinni, og öðrum atvinnumannadeildum í fótbolta í Bretlandi, þurfa að lúta hefur gilt frá árinu 1985, þegar fótboltabullur voru stórt vandamál í landinu. Fótboltabullur settu ljótan svip á úrslitaleik EM á Wembley í sumar en það breytir því ekki að Crouch vill sjá breytingar. „Það hjálpar ekki til að sjá tilvik eins og á Wembley en þess vegna vil ég gera prófanir með þetta fyrst,“ sagði hún. Í dag má drekka áfengi í hálfleik á fótboltaleikjum, á ákveðnum svæðum innandyra, en bannið snýr að drykkju í stúkunni. „Við erum að ýta fólki út í það að drekka hratt í hálfleik. Í því felst þetta óholla samband fótboltastuðningsmanna og áfengis. Þeir drekka mikið á stuttum tíma. Þess vegna vil ég gera prófanir með þetta svo að menn þurfi ekki að skella í sig heilum bjór í hálfleik,“ sagði Crouch sem telur afléttingu bannsins einnig hjálpa félögum í neðri deildum að halda sig réttu megin við núllið í rekstrinum. Enski boltinn Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sjá meira
Tracey Crouch, fyrrverandi íþróttamálaráðherra, fer fyrir umfangsmikilli endurskoðun á enskum fótbolta sem sett var í gang í vor, eftir að hugmyndir um evrópsku Ofurdeildina höfðu verið kveðnar í kútinn. Á meðal þess sem Crouch hefur skoðað er staða stuðningsmanna og aðstaða þeirra á leikjum. Hún leggur til að prófað verði að leyfa áfengisdrykkju á leikjum í ensku D-deildinni og efstu deild utandeildarinnar, með það í huga að drykkja verði leyfð á leikjum í öllum deildum ef vel gengur. Ekkert bann er í Bretlandi við áfengisdrykkju á krikket- eða ruðningsleikjum, sem einnig eru vinsælar íþróttir í landinu. Einnig má drekka bjór yfir leikjum í utandeildinni í fótbolta, nema í efstu deild hennar. Á leikjum bestu fótboltaliða landsins má hins vegar ekki drekka í stúkunni. „Viðhorf okkar gagnvart áfengi og fótbolta er úrelt,“ sagði Crouch við The Times. Bannið gilt frá árinu 1985 Áfengisbannið sem stuðningsmenn liða í ensku úrvalsdeildinni, og öðrum atvinnumannadeildum í fótbolta í Bretlandi, þurfa að lúta hefur gilt frá árinu 1985, þegar fótboltabullur voru stórt vandamál í landinu. Fótboltabullur settu ljótan svip á úrslitaleik EM á Wembley í sumar en það breytir því ekki að Crouch vill sjá breytingar. „Það hjálpar ekki til að sjá tilvik eins og á Wembley en þess vegna vil ég gera prófanir með þetta fyrst,“ sagði hún. Í dag má drekka áfengi í hálfleik á fótboltaleikjum, á ákveðnum svæðum innandyra, en bannið snýr að drykkju í stúkunni. „Við erum að ýta fólki út í það að drekka hratt í hálfleik. Í því felst þetta óholla samband fótboltastuðningsmanna og áfengis. Þeir drekka mikið á stuttum tíma. Þess vegna vil ég gera prófanir með þetta svo að menn þurfi ekki að skella í sig heilum bjór í hálfleik,“ sagði Crouch sem telur afléttingu bannsins einnig hjálpa félögum í neðri deildum að halda sig réttu megin við núllið í rekstrinum.
Enski boltinn Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sjá meira