Gerði Man. Utd lífið leitt í tveimur leikjum og er aftur orðaður við Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. september 2021 09:01 Jarrod Bowen í leik á móti Manchester United. United menn þurftu að hafa fyrir honum í tveimur leikjum í síðustu vikum. EPA-EFE/Clive Brunskill Næstu kaup Liverpool gætu verið á framherja West Ham ef marka má heimildir staðarblaðsins í Liverpool borg. Jarrod Bowen átti tvo flotta leiki á móti Manchester United í síðustu viku og Liverpool Echo blaðið segir að Liverpool hafi enn áhuga á honum. Liverpool var orðað við leikmanninn í sumar og kom það sumum á óvart. West Ham hafði keypt hann frá Hull fyrir tuttugu milljónir punda fyrir einu og hálfu ári síðan. It's the latest football gossip... #bbcfootball— BBC Sport (@BBCSport) September 24, 2021 Bowen er 24 ára gamall en heldur upp á 25 ára afmælið sitt fjórum dögum fyrir jól. Hann kom til West Ham frá Hull City í janúarglugganum árið 2020 eftir að hafa skorað 38 mörk síðasta eina og hálfa tímabilið með Hull í b-deildinni. Bowen hefur samt aðeins skorað 9 mörk í 55 leikjum með West ham í ensku úrvalsdeildinni og hann skoraði ekki í leikjunum tveimur á móti Manchester United. Það er hins vegar ekki hægt að segja að hann hafi ekki skapað usla í vörn United. Hann gaf eina stoðsendingu, átti sex skot að marki, reyndi ellefu sinnum að taka menn á og sjö sinnum heppnaðist það. Hann bjó líka til sex skotfæri fyrir félaga sína. Jarrod Bowen game by numbers vs. Manchester United:92% pass accuracy7 take-ons attempted6 take-ons completed4 shots3 chances created1 assistA solid shift. pic.twitter.com/YQJmepg2M6— Squawka Football (@Squawka) September 19, 2021 Hann hefur marga þá hæfileika sem Liverpool vill hafa í sínum sóknarmönnum, hæfileika sem má sjá hjá mönnum eins og Mohamed Salah, Roberto Firmino og Sadio Mane sem og hæfileikar sem leiddu til þess að Liverpool keypti Diogo Jota. Bowen er ótrúlega duglegur og lætur varnarlínu mótherjanna aldrei í firði. Hann sprettir og pressar og djöflast þegar lið hans er ekki með boltann. Hann er örvfættur eins og Salah en getur líka spilað hægra megin á miðjunni eða bara sem framherji. Fjölhæfnin er til staðar sem er mikill kostur líka. Enski boltinn Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sjá meira
Jarrod Bowen átti tvo flotta leiki á móti Manchester United í síðustu viku og Liverpool Echo blaðið segir að Liverpool hafi enn áhuga á honum. Liverpool var orðað við leikmanninn í sumar og kom það sumum á óvart. West Ham hafði keypt hann frá Hull fyrir tuttugu milljónir punda fyrir einu og hálfu ári síðan. It's the latest football gossip... #bbcfootball— BBC Sport (@BBCSport) September 24, 2021 Bowen er 24 ára gamall en heldur upp á 25 ára afmælið sitt fjórum dögum fyrir jól. Hann kom til West Ham frá Hull City í janúarglugganum árið 2020 eftir að hafa skorað 38 mörk síðasta eina og hálfa tímabilið með Hull í b-deildinni. Bowen hefur samt aðeins skorað 9 mörk í 55 leikjum með West ham í ensku úrvalsdeildinni og hann skoraði ekki í leikjunum tveimur á móti Manchester United. Það er hins vegar ekki hægt að segja að hann hafi ekki skapað usla í vörn United. Hann gaf eina stoðsendingu, átti sex skot að marki, reyndi ellefu sinnum að taka menn á og sjö sinnum heppnaðist það. Hann bjó líka til sex skotfæri fyrir félaga sína. Jarrod Bowen game by numbers vs. Manchester United:92% pass accuracy7 take-ons attempted6 take-ons completed4 shots3 chances created1 assistA solid shift. pic.twitter.com/YQJmepg2M6— Squawka Football (@Squawka) September 19, 2021 Hann hefur marga þá hæfileika sem Liverpool vill hafa í sínum sóknarmönnum, hæfileika sem má sjá hjá mönnum eins og Mohamed Salah, Roberto Firmino og Sadio Mane sem og hæfileikar sem leiddu til þess að Liverpool keypti Diogo Jota. Bowen er ótrúlega duglegur og lætur varnarlínu mótherjanna aldrei í firði. Hann sprettir og pressar og djöflast þegar lið hans er ekki með boltann. Hann er örvfættur eins og Salah en getur líka spilað hægra megin á miðjunni eða bara sem framherji. Fjölhæfnin er til staðar sem er mikill kostur líka.
Enski boltinn Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sjá meira