Dregur saman á milli stóru flokkanna rétt fyrir kosningarnar í Þýskalandi Kjartan Kjartansson skrifar 23. september 2021 11:39 Auglýsingar fyrir þrjá stærstu flokkana í könnunum fyrir sambandsþingskosningarnar í Þýskalandi. Frá vinstri: Annalena Baerbock, leiðtogi Græningja, Olaf Scholz, leiðtogi jafnaðarmanna og Armin Laschet, leiðtogi kristilegra íhaldsmanna. AP/Michael Sohn Aðeins fjórum prósentustigum munar nú á fylgi jafnaðarmanna og Kristilega demókrataflokks Angelu Merkel, fráfarandi kanslara, þremur dögum fyrir sambandsþingkosningar í Þýskalandi. Dregið hefur saman með flokkunum á lokametrum kosningabaráttunnar. Jafnaðarmannaflokkurinn (SPD) mælist nú með 25% og hefur fylgið dregist saman um eitt prósentustig frá því í síðustu könnun, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Kosningarnar fara fram á sunnudag. Á sama tíma jókst stuðningur við bandalag kristilegra íhaldsflokka um eitt prósent. Kanslaraefni þess er Armin Laschet, arftaki Merkel sem ætlar að draga sig í hlé eftir sextán ár við stjórnvölinn. Kristilegir íhaldsmenn hafa lengi ráðið lögum og lofum í þýskum stjórnmálum og eru þekktir fyrir að styrkja sig eftir því sem nær dregur kjördegi. Því segir New York Times að Laschet eygi enn möguleika á sigri. Olaf Scholz, leiðtogi jafnaðarmanna, mælist enn með langmestan stuðning sem næsti kanslari Þýskalands. Hann er varakanslari og fjármálaráðherra í samsteypustjórn Merkel. Stuðningur við græningja hefur aðeins dalað en þeir mælast nú með sextán prósent. Hægriflokkurinn Frjálsir demókratar (FDP) eru fastir í ellefu prósentum. AP-fréttastofan segir að aukinn stuðningur við fjölda smáflokka sem soga fylgi frá þeim stærri gæti flækt stjórnarmyndun í ár. Þá er útlit fyrir að þingmönnum á sambandsþinginu fjölgi verulega vegna kosningalaga. Þingsætum gæti fjölgað úr 709 í átta hundruð eða jafnvel fleiri. Þýskaland Kosningar í Þýskalandi Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Fleiri fréttir Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Sjá meira
Jafnaðarmannaflokkurinn (SPD) mælist nú með 25% og hefur fylgið dregist saman um eitt prósentustig frá því í síðustu könnun, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Kosningarnar fara fram á sunnudag. Á sama tíma jókst stuðningur við bandalag kristilegra íhaldsflokka um eitt prósent. Kanslaraefni þess er Armin Laschet, arftaki Merkel sem ætlar að draga sig í hlé eftir sextán ár við stjórnvölinn. Kristilegir íhaldsmenn hafa lengi ráðið lögum og lofum í þýskum stjórnmálum og eru þekktir fyrir að styrkja sig eftir því sem nær dregur kjördegi. Því segir New York Times að Laschet eygi enn möguleika á sigri. Olaf Scholz, leiðtogi jafnaðarmanna, mælist enn með langmestan stuðning sem næsti kanslari Þýskalands. Hann er varakanslari og fjármálaráðherra í samsteypustjórn Merkel. Stuðningur við græningja hefur aðeins dalað en þeir mælast nú með sextán prósent. Hægriflokkurinn Frjálsir demókratar (FDP) eru fastir í ellefu prósentum. AP-fréttastofan segir að aukinn stuðningur við fjölda smáflokka sem soga fylgi frá þeim stærri gæti flækt stjórnarmyndun í ár. Þá er útlit fyrir að þingmönnum á sambandsþinginu fjölgi verulega vegna kosningalaga. Þingsætum gæti fjölgað úr 709 í átta hundruð eða jafnvel fleiri.
Þýskaland Kosningar í Þýskalandi Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Fleiri fréttir Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Sjá meira