Segir að Zlatan hafi næstum brotið á sér olnbogann Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. september 2021 07:31 Örskömmu síðar small boltinn í olnboganum á Tom Heaton. Getty Images Manchester United og Burnley skildu jöfn 0-0 í ensku úrvalsdeildinni þann 29. október 2016. Tom Heaton, markvörður Burnley þann daginn, hefur nú staðfest að hann hafi næstum brotið á sér olnbogann er hann varði skot Zlatan Ibrahimović í leiknum. Heaton hóf ferilinn hjá Manchester United en fékk aldrei tækifæri með aðalliðinu. Eftir að hafa leikið með Swindon Town, Cardiff City, Rochdale, Wycombe Wanderers, Bristol City, Burnley og Aston Villa er markvörðurinn genginn aftur í raðir Man United. Hann var í opinberu hlaðvarpi félagsins að ræða leikinn fræga í október 2016 þar sem Heaton átti stórleik. Alls varði hann 11 skot í leiknum, þar á meðal þrumuskot sænska framherjans sem var nálægt því að brjóta olnbogann á Heaton, að eigin sögn. „Fólk spyr mig hvort ég hafi gert eitthvað öðruvísi fyrir þennan leik en svo var ekki. Undirbúningurinn var sá sami og alltaf. Það var auðvitað einstök tilfinning að snúa aftur á Old Trafford og mögulega gaf það mér byr undir báða vængi,“ sagði Heaton í hlaðvarpi Manchester United nýverið. „Ég man mjög vel eftir þessum leik. Við vörðumst í 90 mínútur og þeir áttu 39 skot í leiknum. Ég átti nokkrar fínar markvörslur og varslan gegn Zlatan var ein af þeim. Ég mun aldrei gleyma henni. Olnboginn á mér var í henglum eftir á,“ sagði Heaton um vörsluna sem sjá má hér. Tom Heatons save from Ibrahimovic is in my opinion one of the best in @premierleague history. Just saying!— Peter Schmeichel (@Pschmeichel1) October 29, 2016 Hinn vingjarnlegri Juan Mata kom til Heaton eftir að markvörðurinn lagðist í grasið og sagði honum að halda áfram með leikinn því það væri ekkert að honum. „Ég get lofað honum að ég var ekki að plata,“ sagði Heaton að endingu og hló. Þeir tveir eru liðsfélagar hjá Man Utd í dag. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjá meira
Heaton hóf ferilinn hjá Manchester United en fékk aldrei tækifæri með aðalliðinu. Eftir að hafa leikið með Swindon Town, Cardiff City, Rochdale, Wycombe Wanderers, Bristol City, Burnley og Aston Villa er markvörðurinn genginn aftur í raðir Man United. Hann var í opinberu hlaðvarpi félagsins að ræða leikinn fræga í október 2016 þar sem Heaton átti stórleik. Alls varði hann 11 skot í leiknum, þar á meðal þrumuskot sænska framherjans sem var nálægt því að brjóta olnbogann á Heaton, að eigin sögn. „Fólk spyr mig hvort ég hafi gert eitthvað öðruvísi fyrir þennan leik en svo var ekki. Undirbúningurinn var sá sami og alltaf. Það var auðvitað einstök tilfinning að snúa aftur á Old Trafford og mögulega gaf það mér byr undir báða vængi,“ sagði Heaton í hlaðvarpi Manchester United nýverið. „Ég man mjög vel eftir þessum leik. Við vörðumst í 90 mínútur og þeir áttu 39 skot í leiknum. Ég átti nokkrar fínar markvörslur og varslan gegn Zlatan var ein af þeim. Ég mun aldrei gleyma henni. Olnboginn á mér var í henglum eftir á,“ sagði Heaton um vörsluna sem sjá má hér. Tom Heatons save from Ibrahimovic is in my opinion one of the best in @premierleague history. Just saying!— Peter Schmeichel (@Pschmeichel1) October 29, 2016 Hinn vingjarnlegri Juan Mata kom til Heaton eftir að markvörðurinn lagðist í grasið og sagði honum að halda áfram með leikinn því það væri ekkert að honum. „Ég get lofað honum að ég var ekki að plata,“ sagði Heaton að endingu og hló. Þeir tveir eru liðsfélagar hjá Man Utd í dag.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjá meira