Segir að Zlatan hafi næstum brotið á sér olnbogann Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. september 2021 07:31 Örskömmu síðar small boltinn í olnboganum á Tom Heaton. Getty Images Manchester United og Burnley skildu jöfn 0-0 í ensku úrvalsdeildinni þann 29. október 2016. Tom Heaton, markvörður Burnley þann daginn, hefur nú staðfest að hann hafi næstum brotið á sér olnbogann er hann varði skot Zlatan Ibrahimović í leiknum. Heaton hóf ferilinn hjá Manchester United en fékk aldrei tækifæri með aðalliðinu. Eftir að hafa leikið með Swindon Town, Cardiff City, Rochdale, Wycombe Wanderers, Bristol City, Burnley og Aston Villa er markvörðurinn genginn aftur í raðir Man United. Hann var í opinberu hlaðvarpi félagsins að ræða leikinn fræga í október 2016 þar sem Heaton átti stórleik. Alls varði hann 11 skot í leiknum, þar á meðal þrumuskot sænska framherjans sem var nálægt því að brjóta olnbogann á Heaton, að eigin sögn. „Fólk spyr mig hvort ég hafi gert eitthvað öðruvísi fyrir þennan leik en svo var ekki. Undirbúningurinn var sá sami og alltaf. Það var auðvitað einstök tilfinning að snúa aftur á Old Trafford og mögulega gaf það mér byr undir báða vængi,“ sagði Heaton í hlaðvarpi Manchester United nýverið. „Ég man mjög vel eftir þessum leik. Við vörðumst í 90 mínútur og þeir áttu 39 skot í leiknum. Ég átti nokkrar fínar markvörslur og varslan gegn Zlatan var ein af þeim. Ég mun aldrei gleyma henni. Olnboginn á mér var í henglum eftir á,“ sagði Heaton um vörsluna sem sjá má hér. Tom Heatons save from Ibrahimovic is in my opinion one of the best in @premierleague history. Just saying!— Peter Schmeichel (@Pschmeichel1) October 29, 2016 Hinn vingjarnlegri Juan Mata kom til Heaton eftir að markvörðurinn lagðist í grasið og sagði honum að halda áfram með leikinn því það væri ekkert að honum. „Ég get lofað honum að ég var ekki að plata,“ sagði Heaton að endingu og hló. Þeir tveir eru liðsfélagar hjá Man Utd í dag. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Handbolti Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Enski boltinn Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn „Fáum fullt af svörum um helgina“ Handbolti Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Enski boltinn Fleiri fréttir Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Síðasti naglinn í kistu Nuno? Solskjær í viðræður við United Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Sjá meira
Heaton hóf ferilinn hjá Manchester United en fékk aldrei tækifæri með aðalliðinu. Eftir að hafa leikið með Swindon Town, Cardiff City, Rochdale, Wycombe Wanderers, Bristol City, Burnley og Aston Villa er markvörðurinn genginn aftur í raðir Man United. Hann var í opinberu hlaðvarpi félagsins að ræða leikinn fræga í október 2016 þar sem Heaton átti stórleik. Alls varði hann 11 skot í leiknum, þar á meðal þrumuskot sænska framherjans sem var nálægt því að brjóta olnbogann á Heaton, að eigin sögn. „Fólk spyr mig hvort ég hafi gert eitthvað öðruvísi fyrir þennan leik en svo var ekki. Undirbúningurinn var sá sami og alltaf. Það var auðvitað einstök tilfinning að snúa aftur á Old Trafford og mögulega gaf það mér byr undir báða vængi,“ sagði Heaton í hlaðvarpi Manchester United nýverið. „Ég man mjög vel eftir þessum leik. Við vörðumst í 90 mínútur og þeir áttu 39 skot í leiknum. Ég átti nokkrar fínar markvörslur og varslan gegn Zlatan var ein af þeim. Ég mun aldrei gleyma henni. Olnboginn á mér var í henglum eftir á,“ sagði Heaton um vörsluna sem sjá má hér. Tom Heatons save from Ibrahimovic is in my opinion one of the best in @premierleague history. Just saying!— Peter Schmeichel (@Pschmeichel1) October 29, 2016 Hinn vingjarnlegri Juan Mata kom til Heaton eftir að markvörðurinn lagðist í grasið og sagði honum að halda áfram með leikinn því það væri ekkert að honum. „Ég get lofað honum að ég var ekki að plata,“ sagði Heaton að endingu og hló. Þeir tveir eru liðsfélagar hjá Man Utd í dag.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Handbolti Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Enski boltinn Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn „Fáum fullt af svörum um helgina“ Handbolti Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Enski boltinn Fleiri fréttir Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Síðasti naglinn í kistu Nuno? Solskjær í viðræður við United Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Sjá meira