Amanda mætti enn skipta um landslið Sindri Sverrisson skrifar 22. september 2021 14:46 Amanda Andradóttir á ferðinni á Laugardalsvelli í gær, gegn Evrópumeisturum Hollands, í sínum fyrsta A-landsleik. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Ljóst er að Amanda Andradóttir hefur ákveðið að spila fyrir íslenska landsliðið í stað þess norska og hún kom inn á í sínum fyrsta A-landsleik í gær. Samkvæmt reglum FIFA, sem var breytt á síðasta ári, er þó enn mögulegt fyrir hana að spila fyrir Noreg í framtíðinni. Margir virðast telja að með því að spila leik í undankeppni HM fyrir Ísland í gær, í 2-0 tapinu gegn Hollandi, hafi Amanda endanlega skuldbundið sig til að spila ekki fyrir annað A-landslið en það íslenska. Það er þó ekki rétt því hún þarf að spila að minnsta kosti fjóra leiki fyrir Ísland til að svo sé. Því takmarki gæti Amanda mögulega náð áður en árið er á enda. Hin 17 ára Amanda á norska móður og íslenskan föður, bjó í Noregi fyrstu ár ævi sinnar en flutti svo til Íslands og lék með yngri flokkum Víkings og Vals. Nú býr hún aftur í Noregi og leikur með Vålerenga. Amanda æfði með U19-landsliði Noregs í vor en hefur ákveðið að spila fyrir A-landslið Íslands líkt og hún gerði fyrir yngri landsliði Íslands. Í endurbættum reglum FIFA um það hvort leikmenn séu gjaldgengir í landslið er ekki lengur nóg að hafa spilað einn „mótsleik“ (leik í undan- eða lokakeppni stórmóts) fyrir A-landslið til að mega ekki síðar spila fyrir aðra þjóð. Leyfilegt er að spila þrjá A-landsleiki fyrir eina þjóð og svo síðar fyrir aðra þjóð, en þó þurfa þrjú ár að líða á milli. Amanda gæti því tæknilega séð spilað gegn Tékklandi og Kýpur á Laugardalsvelli eftir mánuð, eftir að hafa mætt Hollandi í gær, og svo ákveðið að spila frekar fyrir Noreg í framtíðinni. En ef hún spilaði þá leiki og svo gegn Kýpur ytra í lok nóvember yrði án nokkurs vafa ekki aftur snúið hjá henni. Ákvörðunin óafturkallanleg ef Amanda væri 22 ára eða að spila á EM Þess má að auki geta að ef að leikmaður spilar einn leik í lokakeppni stórmóts dugar það til að hann megi ekki spila fyrir aðra þjóð í framtíðinni. Ef að Amanda spilaði ekki aftur fyrir Ísland fyrr en á EM í Englandi næsta sumar myndi þannig fyrsti leikur hennar á EM þýða að hún spilaði aldrei fyrir Noreg. Auk þess er að það svo að ef að Amanda væri eldri en 21 árs, sem gerist reyndar ekki fyrr en árið 2025, myndi duga að hún spilaði einn mótsleik fyrir A-landslið Íslands til að hún mætti ekki spila fyrir Noreg. FIFA HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Amanda: Þegar ég var komin inn á völlinn þá fór bara stressið Nýliðinn Amanda Jacobsen Andradóttir kom inn á sem varamaður undir lokin í kvöld í sínum fyrsta A-landsleik eftir að hafa valið Ísland fram yfir Noreg. 21. september 2021 21:31 Umfjöllun: Ísland - Holland 0-2 |Evrópumeistararnir of stór biti Ísland hóf undankeppni HM kvenna í fótbolta á 2-0 tapi gegn besta liði C-riðils, Evrópumeisturum Hollands, á Laugardalsvelli í kvöld. 21. september 2021 21:26 Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Sjá meira
Margir virðast telja að með því að spila leik í undankeppni HM fyrir Ísland í gær, í 2-0 tapinu gegn Hollandi, hafi Amanda endanlega skuldbundið sig til að spila ekki fyrir annað A-landslið en það íslenska. Það er þó ekki rétt því hún þarf að spila að minnsta kosti fjóra leiki fyrir Ísland til að svo sé. Því takmarki gæti Amanda mögulega náð áður en árið er á enda. Hin 17 ára Amanda á norska móður og íslenskan föður, bjó í Noregi fyrstu ár ævi sinnar en flutti svo til Íslands og lék með yngri flokkum Víkings og Vals. Nú býr hún aftur í Noregi og leikur með Vålerenga. Amanda æfði með U19-landsliði Noregs í vor en hefur ákveðið að spila fyrir A-landslið Íslands líkt og hún gerði fyrir yngri landsliði Íslands. Í endurbættum reglum FIFA um það hvort leikmenn séu gjaldgengir í landslið er ekki lengur nóg að hafa spilað einn „mótsleik“ (leik í undan- eða lokakeppni stórmóts) fyrir A-landslið til að mega ekki síðar spila fyrir aðra þjóð. Leyfilegt er að spila þrjá A-landsleiki fyrir eina þjóð og svo síðar fyrir aðra þjóð, en þó þurfa þrjú ár að líða á milli. Amanda gæti því tæknilega séð spilað gegn Tékklandi og Kýpur á Laugardalsvelli eftir mánuð, eftir að hafa mætt Hollandi í gær, og svo ákveðið að spila frekar fyrir Noreg í framtíðinni. En ef hún spilaði þá leiki og svo gegn Kýpur ytra í lok nóvember yrði án nokkurs vafa ekki aftur snúið hjá henni. Ákvörðunin óafturkallanleg ef Amanda væri 22 ára eða að spila á EM Þess má að auki geta að ef að leikmaður spilar einn leik í lokakeppni stórmóts dugar það til að hann megi ekki spila fyrir aðra þjóð í framtíðinni. Ef að Amanda spilaði ekki aftur fyrir Ísland fyrr en á EM í Englandi næsta sumar myndi þannig fyrsti leikur hennar á EM þýða að hún spilaði aldrei fyrir Noreg. Auk þess er að það svo að ef að Amanda væri eldri en 21 árs, sem gerist reyndar ekki fyrr en árið 2025, myndi duga að hún spilaði einn mótsleik fyrir A-landslið Íslands til að hún mætti ekki spila fyrir Noreg.
FIFA HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Amanda: Þegar ég var komin inn á völlinn þá fór bara stressið Nýliðinn Amanda Jacobsen Andradóttir kom inn á sem varamaður undir lokin í kvöld í sínum fyrsta A-landsleik eftir að hafa valið Ísland fram yfir Noreg. 21. september 2021 21:31 Umfjöllun: Ísland - Holland 0-2 |Evrópumeistararnir of stór biti Ísland hóf undankeppni HM kvenna í fótbolta á 2-0 tapi gegn besta liði C-riðils, Evrópumeisturum Hollands, á Laugardalsvelli í kvöld. 21. september 2021 21:26 Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Sjá meira
Amanda: Þegar ég var komin inn á völlinn þá fór bara stressið Nýliðinn Amanda Jacobsen Andradóttir kom inn á sem varamaður undir lokin í kvöld í sínum fyrsta A-landsleik eftir að hafa valið Ísland fram yfir Noreg. 21. september 2021 21:31
Umfjöllun: Ísland - Holland 0-2 |Evrópumeistararnir of stór biti Ísland hóf undankeppni HM kvenna í fótbolta á 2-0 tapi gegn besta liði C-riðils, Evrópumeisturum Hollands, á Laugardalsvelli í kvöld. 21. september 2021 21:26