Innlent

Út­kall í Land­manna­laugum eftir að mann­laus bíll fannst

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Leitað er í Landmannalaugum.
Leitað er í Landmannalaugum. sTÖÐ 2

Um þrjátíu björgunarsveitarmenn á Suðurlandi hafa verið kallaðir út til leitar í Landmannalaugum eftir að mannlaus bíll fannst á svæðinu.

Davíð Már Bjarnason upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir í samtali við Vísi að bíllinn hafi verið í nokkurn tíma á svæðinu. Því hafi verið óskað eftir aðstoð björgunarsveita til að grennslast fyrir um mannaferðir í Landmannalaugum. 

Leitarhópar voru kallaðir út skömmu fyrir hádegi. Eins og áður segir fara um þrjátíu manns til leitarinnar en Davíð segir að fjölgað gæti í hópnum þegar líður á daginn.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.