Staðfesta að líkið sé af ungu konunni og að henni hafi verið ráðinn bani Kjartan Kjartansson skrifar 22. september 2021 08:25 Hvarf Gabby Petito hefur fangað athygli Bandaríkjamanna. Hún og Laundrie fóru mikinn á samfélagsmiðlum á ferðalagi sínu á meðan allt lék í lyndi. Vísir/Getty Lík sem fannst við þjóðgarð í Wyoming í Bandaríkjunum er af ungri konu sem hvarf þegar hún var á ferðalagi um landið með unnusta sínum í sumar. Dánardómstjóri staðfestir þetta og segir að henni hafi verið ráðinn bani. Gabrielle „Gabby“ Petito, sem var 22 ára, hvarf þegar hún var á ferðalagi í breyttum sendiferðabíl með Brian Laundrie, 23 ára gömlum unnusta sínum, í ágúst. Laundrie sneri einn heim úr ferðinni í byrjun september og neitaði að segja fjölskyldu Petito og lögreglu hvað varð um hana. Hans hefur nú verið saknað frá því á þriðjudag í síðustu viku. Lögreglumenn fundu lík sem passaði við lýsingar á Petito við mörk Grand Teton-þjóðgarðsins í Wyoming á sunnudag. Yfirvöld biðu með að staðfesta það endanlega þar til niðurstaða réttarmeinarannsóknar lægi fyrir. Nú hefur dánardómstjóri í Teton-sýslu staðfest að líkið sé af Petito og að hún hafi verið drepin. Hann upplýsti þó ekki hver dánarorsök Petito var, að sögn AP-fréttastofunnar. Hvarf Petito hefur vakið athygli á landsvísu í Bandaríkjunum, sérstaklega á samfélagsmiðlum. Parið var á ferðalagi í sendiferðabílnum um landið endilangt og birti fjölda mynda og myndbanda á samfélagsmiðlum. Síðustu skilaboðin heim vöktu áhyggjur fjölskyldunnar Leit að Laundrie á fenjasvæði á Suður-Flórída hélt áfram án árangurs í gær. Það síðasta sem foreldrar hans vissu af syni sínum var að hann ætlaði að ganga einn um Charlton-náttúruverndarsvæðið. Washington Post segir að til standi að halda leitinni áfram í dag. Laundrie var ekki með réttarstöðu grunaðs í rannsókn lögreglu áður en hann hvarf sjálfur en lögregla vildi ná tali af honum. Lögmaður hans réð honum frá því að veita upplýsingar um afdrif Petito. Lögregla gerði húsleit á heimili foreldra Laundrie í bænum North Port á Flórída á mánudag. Í leitarheimild lögreglu kom fram að síðustu smáskilaboðin sem Petito sendi móður sinni 27. ágúst hafi valdið fjölskyldu hennar áhyggjum af velferð hennar. Eftir þann dag var slökkt á símanum og Petito hætti að birta færslur á samfélagsmiðlum um ferðalagið. Eftir að tilkynnt var um hvarf Petito greindi lögregla í Utah frá því að hún hefði haft afskipti af parinu eftir að tilkynnt var um að Laundrie hefði lagt hendur á hana í ágúst. Myndbönd frá lögregluþjónum sem ræddu við þau sýndu Petito grátandi óstjórnlega. Parinu var skipað að gista hvort í sínu lagi þá um nóttina. Bandaríkin Erlend sakamál Gabrielle Petito Tengdar fréttir Húsleit á heimili kærasta ungu konunnar sem hvarf Fulltrúar bandarísku alríkislögreglunnar gerðu húsleit á heimili unnusta Gabrielle Petito sem hvarf þegar þau voru saman á ferðalagi um Bandaríkin í sumar. Til stendur að kryfja lík sem talið er vera af Petito í dag. 21. september 2021 09:54 Telja sig hafa fundið lík ungrar konu sem hvarf á ferðalagi með kærastanum Bandaríska alríkislögreglan staðfesti í gær að lík Gabrielle Petito, sem var saknað eftir að hún fór í ferðalag með kærastanum þvert yfir Bandaríkin, hefði að líkindum fundist í Wyoming. Kærasta hennar er nú einnig saknað og fór umfangsmikil leit fram á náttúruverndarsvæði á Flórída um helgina. 20. september 2021 10:21 Mest lesið Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Fleiri fréttir Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Sjá meira
Gabrielle „Gabby“ Petito, sem var 22 ára, hvarf þegar hún var á ferðalagi í breyttum sendiferðabíl með Brian Laundrie, 23 ára gömlum unnusta sínum, í ágúst. Laundrie sneri einn heim úr ferðinni í byrjun september og neitaði að segja fjölskyldu Petito og lögreglu hvað varð um hana. Hans hefur nú verið saknað frá því á þriðjudag í síðustu viku. Lögreglumenn fundu lík sem passaði við lýsingar á Petito við mörk Grand Teton-þjóðgarðsins í Wyoming á sunnudag. Yfirvöld biðu með að staðfesta það endanlega þar til niðurstaða réttarmeinarannsóknar lægi fyrir. Nú hefur dánardómstjóri í Teton-sýslu staðfest að líkið sé af Petito og að hún hafi verið drepin. Hann upplýsti þó ekki hver dánarorsök Petito var, að sögn AP-fréttastofunnar. Hvarf Petito hefur vakið athygli á landsvísu í Bandaríkjunum, sérstaklega á samfélagsmiðlum. Parið var á ferðalagi í sendiferðabílnum um landið endilangt og birti fjölda mynda og myndbanda á samfélagsmiðlum. Síðustu skilaboðin heim vöktu áhyggjur fjölskyldunnar Leit að Laundrie á fenjasvæði á Suður-Flórída hélt áfram án árangurs í gær. Það síðasta sem foreldrar hans vissu af syni sínum var að hann ætlaði að ganga einn um Charlton-náttúruverndarsvæðið. Washington Post segir að til standi að halda leitinni áfram í dag. Laundrie var ekki með réttarstöðu grunaðs í rannsókn lögreglu áður en hann hvarf sjálfur en lögregla vildi ná tali af honum. Lögmaður hans réð honum frá því að veita upplýsingar um afdrif Petito. Lögregla gerði húsleit á heimili foreldra Laundrie í bænum North Port á Flórída á mánudag. Í leitarheimild lögreglu kom fram að síðustu smáskilaboðin sem Petito sendi móður sinni 27. ágúst hafi valdið fjölskyldu hennar áhyggjum af velferð hennar. Eftir þann dag var slökkt á símanum og Petito hætti að birta færslur á samfélagsmiðlum um ferðalagið. Eftir að tilkynnt var um hvarf Petito greindi lögregla í Utah frá því að hún hefði haft afskipti af parinu eftir að tilkynnt var um að Laundrie hefði lagt hendur á hana í ágúst. Myndbönd frá lögregluþjónum sem ræddu við þau sýndu Petito grátandi óstjórnlega. Parinu var skipað að gista hvort í sínu lagi þá um nóttina.
Bandaríkin Erlend sakamál Gabrielle Petito Tengdar fréttir Húsleit á heimili kærasta ungu konunnar sem hvarf Fulltrúar bandarísku alríkislögreglunnar gerðu húsleit á heimili unnusta Gabrielle Petito sem hvarf þegar þau voru saman á ferðalagi um Bandaríkin í sumar. Til stendur að kryfja lík sem talið er vera af Petito í dag. 21. september 2021 09:54 Telja sig hafa fundið lík ungrar konu sem hvarf á ferðalagi með kærastanum Bandaríska alríkislögreglan staðfesti í gær að lík Gabrielle Petito, sem var saknað eftir að hún fór í ferðalag með kærastanum þvert yfir Bandaríkin, hefði að líkindum fundist í Wyoming. Kærasta hennar er nú einnig saknað og fór umfangsmikil leit fram á náttúruverndarsvæði á Flórída um helgina. 20. september 2021 10:21 Mest lesið Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Fleiri fréttir Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Sjá meira
Húsleit á heimili kærasta ungu konunnar sem hvarf Fulltrúar bandarísku alríkislögreglunnar gerðu húsleit á heimili unnusta Gabrielle Petito sem hvarf þegar þau voru saman á ferðalagi um Bandaríkin í sumar. Til stendur að kryfja lík sem talið er vera af Petito í dag. 21. september 2021 09:54
Telja sig hafa fundið lík ungrar konu sem hvarf á ferðalagi með kærastanum Bandaríska alríkislögreglan staðfesti í gær að lík Gabrielle Petito, sem var saknað eftir að hún fór í ferðalag með kærastanum þvert yfir Bandaríkin, hefði að líkindum fundist í Wyoming. Kærasta hennar er nú einnig saknað og fór umfangsmikil leit fram á náttúruverndarsvæði á Flórída um helgina. 20. september 2021 10:21