Liverpool áfram í deildarbikarnum eftir öruggan sigur

Takumi Minamino skoraði tvívegis fyrir Liverpool í kvöld.
Takumi Minamino skoraði tvívegis fyrir Liverpool í kvöld. Stephen Pond/Getty Images

Liverpool er komið í 16-liða úrslit enska deildarbikarsins eftir öruggan 3-0 sigur gegn Norwich. Takumi Minamino og Divok Origi sáu um markaskorun liðsin í kvöld.

Gestirnir frá Bítlaborginni tóku forystuna strax á fjórðu mínútu þegar að Minamino skoraði eftir stoðsendingu frá Divok Origi.

Heimamenn fengu gullið tækifæri til að jafna metin stuttu fyrir hálfleik, en Christos Tzolis lét Caoimhin Kelleher verja frá sér af vítapunktinum og staðan því 1-0 þegar að gengið var til búningsherbergja.

Divok Origi tvöfaldaði forystu gestanna snemma í seinni hálfleik þegar hann skallaði fyrirgjöf Konstantinos Tsimikas í netið.

Minamino skoraði svo sitt annað mark á 80. mínútu þegar að hann náði að moka boltanum framhjá Angus gunn í marki heimamanna og tryggði þar með 3-0 sigur.

Liverpool fer því áfram í 16-liða úrslit enska deildarbikarsins, en Norwich situr eftir með sárt ennið.

Bein lýsing

Leikirnir
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.