Fótbolti

Ronald Araujo hetja Barcelona

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Barcelona rétt slapp með jafntefli í kvöld.
Barcelona rétt slapp með jafntefli í kvöld. Eric Alonso/Getty Images

Barcelona var hársbreidd frá því að tapa fyrsta deildarleik tímabilsins í kvöld er Granada kom í heimsókn á Camp Nou. Leikurinn endaði með 1-1 jafntefli þar sem Ronald Araujo jafnaði metin í uppbótartíma.

Það tók gestina aðeins rétt rúmlega tvær mínútur að komast yfir en Domingos Duarte skallaði boltann þá í netið eftir fyrirgjöf Sergio Escudero. Eftir það lögðust leikmenn Granada aftar og aftar á völlinn.

Lengi vel leit út fyrir það myndi duga og sigurinn væri þeirra, það er þangað til á lokamínútu venjulegs leiktíma. Varamaðurinn Pablo Gavira gaf þá fyrir og Ronald Araujo skallaði knöttinn í netið. Staðan orðin 1-1 og reyndust það lokatölur leiksins.

Barcelona hefur nú unnið tvo leiki og gert tvö jafntefli í fyrstu fjórum leikjum sínum á tímabilinu. Granada hefur ekki unnið leik, þrjú jafntefli og tvö töp niðurstaðan eftir fimm leiki.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.