Sex nú sagðir látnir í skotárásinni í Rússlandi Kjartan Kjartansson skrifar 20. september 2021 13:02 Áhyggjufullar nemendur við Ríkisháskólann í Perm í morgun. AP/Anastasia Jakovleva Háskólanemi sem hóf skothríð á skólafélaga sína í borginni Perm í Rússlandi í morgun drap að minnsta kosti sex manns og særði fjöldi annarra. Hann særðist sjálfur þegar hann streittist gegn handtöku og liggur á sjúkrahúsi. Upphaflega greindi alríkislögregla Rússlands frá því að átta manns hefðu fallið í skotárásinni í Ríkisháskólanum í Perm, um 1.300 kílómetra austur af Moskvu í morgnu. Reuters-fréttastofan segir nú að í það minnsta sex hafi fallið en fjöldi annarra særst. AP-fréttaveitan segir að 28 séu særðir. Þá sagði talskona háskólans í fyrstu að árásarmanninum hefði verið „útrýmt“. Nú segir hún að hann sé í haldi lögreglu. Innanríkisráðuneytið segir að árásarmaðurinn hafi særst í skotbardaga við lögreglumenn. Fjölmiðlar á svæðinu segja að árásarmaðurinn sé átján ára gamall nemandi við háskólann. Hann hafði birt myndbönd á samfélagsmiðlum fyrir árásina. Svo virðist sem að árásin hafi hvorki tengst stjórnmálum né trúarbrögðum heldur hafi ungi maðurinn verið knúinn áfram af hatri. Talið er að árásarmaðurinn hafi komist yfir riffilinn sem hann notaði við ódæðið í maí. Strangar reglur eru um skotvopnaeign óbreyttra borgara í Rússlandi en hægt er að kaupa byssur til veiða, íþróttaiðkunar og sjálfsvarnar að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Lög um skotvopnaeign voru hert eftir að unglingsdrengur myrti níu manns og særði fjölda annarra í skóla í borginni Kazan í maí. Aldursmörk til að kaupa skotvopn voru hækkuð úr átján árum í tuttugu og eins árs. Þau hafa þó enn ekki tekið gildi. AP hefur eftir heilbrigðisráðuneytinu að nítján þeirra sem særðust hafi verið skotnir en sagði ekki hvernig hinir særðust. Frásagnir hafa verið um að nemendur hafi stokkið út um glugga á skólastofum til þess að komast undan byssumanninum. Rússland Tengdar fréttir Átta féllu í skotárás í rússneskum háskóla Byssumaður skaut átta til bana og særði marga til viðbótar í háskóla í rússnesku borginni Perm í morgun. Að sögn innanríkisráðuneytis landsins er árásarmaðurinn í haldi en talsmaður skólans segir að hann hafi verið felldur. 20. september 2021 08:56 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Sjá meira
Upphaflega greindi alríkislögregla Rússlands frá því að átta manns hefðu fallið í skotárásinni í Ríkisháskólanum í Perm, um 1.300 kílómetra austur af Moskvu í morgnu. Reuters-fréttastofan segir nú að í það minnsta sex hafi fallið en fjöldi annarra særst. AP-fréttaveitan segir að 28 séu særðir. Þá sagði talskona háskólans í fyrstu að árásarmanninum hefði verið „útrýmt“. Nú segir hún að hann sé í haldi lögreglu. Innanríkisráðuneytið segir að árásarmaðurinn hafi særst í skotbardaga við lögreglumenn. Fjölmiðlar á svæðinu segja að árásarmaðurinn sé átján ára gamall nemandi við háskólann. Hann hafði birt myndbönd á samfélagsmiðlum fyrir árásina. Svo virðist sem að árásin hafi hvorki tengst stjórnmálum né trúarbrögðum heldur hafi ungi maðurinn verið knúinn áfram af hatri. Talið er að árásarmaðurinn hafi komist yfir riffilinn sem hann notaði við ódæðið í maí. Strangar reglur eru um skotvopnaeign óbreyttra borgara í Rússlandi en hægt er að kaupa byssur til veiða, íþróttaiðkunar og sjálfsvarnar að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Lög um skotvopnaeign voru hert eftir að unglingsdrengur myrti níu manns og særði fjölda annarra í skóla í borginni Kazan í maí. Aldursmörk til að kaupa skotvopn voru hækkuð úr átján árum í tuttugu og eins árs. Þau hafa þó enn ekki tekið gildi. AP hefur eftir heilbrigðisráðuneytinu að nítján þeirra sem særðust hafi verið skotnir en sagði ekki hvernig hinir særðust. Frásagnir hafa verið um að nemendur hafi stokkið út um glugga á skólastofum til þess að komast undan byssumanninum.
Rússland Tengdar fréttir Átta féllu í skotárás í rússneskum háskóla Byssumaður skaut átta til bana og særði marga til viðbótar í háskóla í rússnesku borginni Perm í morgun. Að sögn innanríkisráðuneytis landsins er árásarmaðurinn í haldi en talsmaður skólans segir að hann hafi verið felldur. 20. september 2021 08:56 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Sjá meira
Átta féllu í skotárás í rússneskum háskóla Byssumaður skaut átta til bana og særði marga til viðbótar í háskóla í rússnesku borginni Perm í morgun. Að sögn innanríkisráðuneytis landsins er árásarmaðurinn í haldi en talsmaður skólans segir að hann hafi verið felldur. 20. september 2021 08:56