„Er ekki eitthvað vesen í þessum hópi?“ Sindri Sverrisson skrifar 20. september 2021 12:00 Valsmenn byrjuðu tímabilið vel en hefur gengið skelfilega undanfarnar vikur. mynd/Hafliði Breiðfjörð „Maður veit einhvern veginn aldrei hvað gerist á Hlíðarenda. Það gætu verið teknar stórar ákvarðanir þar,“ sagði Reynir Leósson í Pepsi Max-stúkunni þegar talið barst að liði Vals sem átt hefur vonbrigðatímabil á þessu fótboltasumri. Valur tapaði 4-1 gegn KA í gær og þarf að sætta sig við að missa af Evrópusæti, eftir að hafa orðið Íslandsmeistari í fyrra. Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, hefur sagt að ekki standi annað til en að Heimir Guðjónsson verði áfram þjálfari liðsins á næstu leiktíð. Gengið undanfarnar vikur hefur hins vegar verið skelfilegt og spurning hverju um er að kenna. Reynir sagðist telja farsælast fyrir Val að halda tryggð við Heimi og Atli Viðar Björnsson benti á að stór hluti leikmannahóps Vals væri nú að eiga sams konar vonbrigðatímabil og fyrir tveimur árum. „Ég hef trú á því að Heimir verði áfram þarna og að þeir gefi honum tækifæri til að fara inn í annað tímabil. Hann náði í Íslandsmeistaratitil á sínu fyrsta tímabili, en auðvitað er enginn ánægður með stöðuna eins og hún er. Fimm tapleikir í röð með bikartapinu. Það gerist ekki oft þarna,“ sagði Reynir en umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Hvað gerist á Hlíðarenda? „Menn eru að vinna í þessu umhverfi þar sem eru miklir fjármunir, góðir leikmenn fengnir til liðsins og færir þjálfarar. Einn færasti þjálfari liðsins er að stýra liðinu. Það hefur ekki gengið núna en ef ég ætti að ráðfæra þeim, þeir vita náttúrulega mikið meira þarna, þá myndi ég ráðleggja þeim að halda trúnni á Heimi. En ef þeir tapa síðasta leik og ljúka tímabilinu á sex töpum þá gæti þetta orðið ansi þungt,“ sagði Reynir. Þarf að gera eitthvað róttækt þarna Atli Viðar tók þá við boltanum og sagði: „Síðan þurfum við að velta fyrir okkur leikmannahópnum. Þetta er annað árið af síðustu þremur þar sem að tiltölulega svipaður hópur „crashar“. „Feilar“ algjörlega. Þarf ekki að uppræta eitthvað þar líka? Er ekki eitthvað vesen í þessum hópi ef að menn eru ekki að leggja sig fram – kasta til hendinni eins og manni hefur sýnst undanfarið. Það þarf að gera eitthvað róttækt þarna. Gæðin eru til staðar en það eru ekki nema tvö ár síðan að þeir áttu lélegt tímabil í kjölfarið á titli, sem kostaði Óla Jó starfið, og mér finnst svipuð atburðarás vera að eiga sér stað núna. Það þarf að skoða málin út frá öllum hliðum á Hlíðarenda.“ Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Pepsi Max-deild karla Valur Pepsi Max stúkan Tengdar fréttir Ég ræð ekki eða rek þjálfara hjá Val Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, var að vonum svekktur eftir 4-1 tap á móti KA er liðin mættust á Origo-vellinum í næst síðustu umferð Pepsi Max deild karla í kvöld. 19. september 2021 21:20 Umfjöllun og viðtöl: Valur - KA 1-4 | Akureyringar láta sig dreyma um Evrópu eftir stórsigur á Hlíðarenda KA vann ótrúlegan 4-1 útisigur á Íslandsmeisturum Vals í síðasta leik dagsins í Pepsi Max deild karla í fótbolta. KA menn láta sig dreyma um sæti í Evrópu að ári liðnu en til þess þurfa Akureyringar að treysta á að Víkingur vinni Mjólkurbikarinn svo 3. sæti deildarinnar veiti þátttöku í Evrópu. 19. september 2021 21:45 Mest lesið Tiger og Trump staðfesta sambandið Golf Segir „indverskt rottuhlaup“ hafa toppað handbolta í vinsældum Sport Enn að hrauna yfir Heimi: Höfum allt nema góðan þjálfara Fótbolti Með skýr skilaboð til Arons og Gylfa: Hættið á meðan þið getið gert það sjálfir Fótbolti Landsliðsþjálfarinn gagnrýndur: „Þetta eru klár mistök hjá Arnari“ Fótbolti Risinn á Álftanesi nýtrúlofaður og borðar hunang á bekknum Körfubolti Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK Íslenski boltinn „Datt aldrei í hug að Arnar yrði lélegri en Arnar“ Fótbolti „Eins óheiðarlegt og óíþróttamannslegt og hugsast getur“ Sport Fékk fund með Heimi og hló með honum eftir markið Fótbolti Fleiri fréttir LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Pedersen framlengir við Val Hjartaáfallið stöðvar ekki Grétar Guðjohnsen LUÍH: Kom aldrei til greina að fórna „Maggiball“ Andi á Hlíðarenda: „Viljum allir vera á stóra sviðinu“ Vill menntun fremur en refsingar: „Ótrúlega skakkt“ Reynslumikill Svíi skrifar undir í Úlfarsárdalnum Sauð á pabba Axels sem rauk heim af KR-leikjum Breyta ekki því sem virkar Styrktaraðilar endursemja við ÍTF „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Leifur Andri leggur skóna á hilluna Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Víkingur missir undanúrslitasætið Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Sjá meira
Valur tapaði 4-1 gegn KA í gær og þarf að sætta sig við að missa af Evrópusæti, eftir að hafa orðið Íslandsmeistari í fyrra. Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, hefur sagt að ekki standi annað til en að Heimir Guðjónsson verði áfram þjálfari liðsins á næstu leiktíð. Gengið undanfarnar vikur hefur hins vegar verið skelfilegt og spurning hverju um er að kenna. Reynir sagðist telja farsælast fyrir Val að halda tryggð við Heimi og Atli Viðar Björnsson benti á að stór hluti leikmannahóps Vals væri nú að eiga sams konar vonbrigðatímabil og fyrir tveimur árum. „Ég hef trú á því að Heimir verði áfram þarna og að þeir gefi honum tækifæri til að fara inn í annað tímabil. Hann náði í Íslandsmeistaratitil á sínu fyrsta tímabili, en auðvitað er enginn ánægður með stöðuna eins og hún er. Fimm tapleikir í röð með bikartapinu. Það gerist ekki oft þarna,“ sagði Reynir en umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Hvað gerist á Hlíðarenda? „Menn eru að vinna í þessu umhverfi þar sem eru miklir fjármunir, góðir leikmenn fengnir til liðsins og færir þjálfarar. Einn færasti þjálfari liðsins er að stýra liðinu. Það hefur ekki gengið núna en ef ég ætti að ráðfæra þeim, þeir vita náttúrulega mikið meira þarna, þá myndi ég ráðleggja þeim að halda trúnni á Heimi. En ef þeir tapa síðasta leik og ljúka tímabilinu á sex töpum þá gæti þetta orðið ansi þungt,“ sagði Reynir. Þarf að gera eitthvað róttækt þarna Atli Viðar tók þá við boltanum og sagði: „Síðan þurfum við að velta fyrir okkur leikmannahópnum. Þetta er annað árið af síðustu þremur þar sem að tiltölulega svipaður hópur „crashar“. „Feilar“ algjörlega. Þarf ekki að uppræta eitthvað þar líka? Er ekki eitthvað vesen í þessum hópi ef að menn eru ekki að leggja sig fram – kasta til hendinni eins og manni hefur sýnst undanfarið. Það þarf að gera eitthvað róttækt þarna. Gæðin eru til staðar en það eru ekki nema tvö ár síðan að þeir áttu lélegt tímabil í kjölfarið á titli, sem kostaði Óla Jó starfið, og mér finnst svipuð atburðarás vera að eiga sér stað núna. Það þarf að skoða málin út frá öllum hliðum á Hlíðarenda.“ Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Pepsi Max-deild karla Valur Pepsi Max stúkan Tengdar fréttir Ég ræð ekki eða rek þjálfara hjá Val Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, var að vonum svekktur eftir 4-1 tap á móti KA er liðin mættust á Origo-vellinum í næst síðustu umferð Pepsi Max deild karla í kvöld. 19. september 2021 21:20 Umfjöllun og viðtöl: Valur - KA 1-4 | Akureyringar láta sig dreyma um Evrópu eftir stórsigur á Hlíðarenda KA vann ótrúlegan 4-1 útisigur á Íslandsmeisturum Vals í síðasta leik dagsins í Pepsi Max deild karla í fótbolta. KA menn láta sig dreyma um sæti í Evrópu að ári liðnu en til þess þurfa Akureyringar að treysta á að Víkingur vinni Mjólkurbikarinn svo 3. sæti deildarinnar veiti þátttöku í Evrópu. 19. september 2021 21:45 Mest lesið Tiger og Trump staðfesta sambandið Golf Segir „indverskt rottuhlaup“ hafa toppað handbolta í vinsældum Sport Enn að hrauna yfir Heimi: Höfum allt nema góðan þjálfara Fótbolti Með skýr skilaboð til Arons og Gylfa: Hættið á meðan þið getið gert það sjálfir Fótbolti Landsliðsþjálfarinn gagnrýndur: „Þetta eru klár mistök hjá Arnari“ Fótbolti Risinn á Álftanesi nýtrúlofaður og borðar hunang á bekknum Körfubolti Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK Íslenski boltinn „Datt aldrei í hug að Arnar yrði lélegri en Arnar“ Fótbolti „Eins óheiðarlegt og óíþróttamannslegt og hugsast getur“ Sport Fékk fund með Heimi og hló með honum eftir markið Fótbolti Fleiri fréttir LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Pedersen framlengir við Val Hjartaáfallið stöðvar ekki Grétar Guðjohnsen LUÍH: Kom aldrei til greina að fórna „Maggiball“ Andi á Hlíðarenda: „Viljum allir vera á stóra sviðinu“ Vill menntun fremur en refsingar: „Ótrúlega skakkt“ Reynslumikill Svíi skrifar undir í Úlfarsárdalnum Sauð á pabba Axels sem rauk heim af KR-leikjum Breyta ekki því sem virkar Styrktaraðilar endursemja við ÍTF „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Leifur Andri leggur skóna á hilluna Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Víkingur missir undanúrslitasætið Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Sjá meira
Ég ræð ekki eða rek þjálfara hjá Val Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, var að vonum svekktur eftir 4-1 tap á móti KA er liðin mættust á Origo-vellinum í næst síðustu umferð Pepsi Max deild karla í kvöld. 19. september 2021 21:20
Umfjöllun og viðtöl: Valur - KA 1-4 | Akureyringar láta sig dreyma um Evrópu eftir stórsigur á Hlíðarenda KA vann ótrúlegan 4-1 útisigur á Íslandsmeisturum Vals í síðasta leik dagsins í Pepsi Max deild karla í fótbolta. KA menn láta sig dreyma um sæti í Evrópu að ári liðnu en til þess þurfa Akureyringar að treysta á að Víkingur vinni Mjólkurbikarinn svo 3. sæti deildarinnar veiti þátttöku í Evrópu. 19. september 2021 21:45