Keane hneykslaður á Kane: „Líkamstjáningin og frammistaðan, guð minn góður“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. september 2021 13:31 Roy Keane lét Harry Kane heyra það eftir leikinn gegn Chelsea. getty/Sebastian Frej Roy Keane fannst lítið til frammistöðu Tottenham gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í gær koma. Og hann var sérstaklega hneykslaður á Harry Kane. Chelsea vann leikinn með þremur mörkum gegn engu. Þetta var annað 3-0 tap Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í röð eftir að hafa unnið fyrstu þrjá leiki sína. „Chelsea voru frábærir. Við vitum hvað þeir geta núna. Miklir hæfileikar, mikil orka og mikill vilji. Þetta voru menn gegn drengjum. Ég trúði ekki hversu hversu lélegir Spurs voru,“ sagði Keane á Sky Sports eftir leikinn. „Þú getur átt slæman dag og stundum taparðu fyrir betra liði en það vantaði allan vilja og það sást í öllum mörkunum. Tölum um að vilja fórna sér.“ Micah Richards benti á að Tottenham hefði spilað ágætlega í fyrri hálfleik en staðan að honum loknum var markalaus. Keane gaf lítið fyrir það. „Leikurinn er níutíu mínútna langur. Það skiptir ekki máli þótt þú hafir verið fínn í fyrri hálfleik. Þú þarft að komast í gegnum erfiða kafla. Þú reynir að þrauka,“ sagði Keane. "I'm pretty angry watching #THFC today..." "Kane's body language and performance today - oh my goodness." Roy Keane and Graeme Souness were *not* impressed with Tottenhampic.twitter.com/THzbTWKtRC— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) September 20, 2021 Gamla Manchester United-hetjan lét Kane svo heyra það og dró hvergi af í gagnrýni sinni. „Chelsea er stórkostlegt lið. Við sáum það þegar varamennirnir komu inn á. Það truflar mig ekki að þeir hafi ekki verið nógu góðir og ég tel Kane þar með. Líkamstjáningin og frammistaðan hjá honum, guð minn góður. Ég varð frekar reiður að horfa á Spurs í dag.“ „Við sáum muninn sérstaklega í öðru markinu, viljann til að vilja vinna fótboltaleik. Chelsea vann boltann aftur en leikmenn Tottenham gerðu ekki grunnatriði leiksins, setja pressu á andstæðinginn og vilja fórna sér. Það kemur innan frá. Við getum kannski gagnrýnt þjálfarann og aðra hluti en pressaðu, fórnaðu þér.“ Næsti leikur Tottenham er gegn Wolves í 3. umferð enska deildabikarsins á miðvikudaginn. Tottenham mætir svo Arsenal í Norður-Lundúnaslag í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn. Enski boltinn Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Sjá meira
Chelsea vann leikinn með þremur mörkum gegn engu. Þetta var annað 3-0 tap Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í röð eftir að hafa unnið fyrstu þrjá leiki sína. „Chelsea voru frábærir. Við vitum hvað þeir geta núna. Miklir hæfileikar, mikil orka og mikill vilji. Þetta voru menn gegn drengjum. Ég trúði ekki hversu hversu lélegir Spurs voru,“ sagði Keane á Sky Sports eftir leikinn. „Þú getur átt slæman dag og stundum taparðu fyrir betra liði en það vantaði allan vilja og það sást í öllum mörkunum. Tölum um að vilja fórna sér.“ Micah Richards benti á að Tottenham hefði spilað ágætlega í fyrri hálfleik en staðan að honum loknum var markalaus. Keane gaf lítið fyrir það. „Leikurinn er níutíu mínútna langur. Það skiptir ekki máli þótt þú hafir verið fínn í fyrri hálfleik. Þú þarft að komast í gegnum erfiða kafla. Þú reynir að þrauka,“ sagði Keane. "I'm pretty angry watching #THFC today..." "Kane's body language and performance today - oh my goodness." Roy Keane and Graeme Souness were *not* impressed with Tottenhampic.twitter.com/THzbTWKtRC— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) September 20, 2021 Gamla Manchester United-hetjan lét Kane svo heyra það og dró hvergi af í gagnrýni sinni. „Chelsea er stórkostlegt lið. Við sáum það þegar varamennirnir komu inn á. Það truflar mig ekki að þeir hafi ekki verið nógu góðir og ég tel Kane þar með. Líkamstjáningin og frammistaðan hjá honum, guð minn góður. Ég varð frekar reiður að horfa á Spurs í dag.“ „Við sáum muninn sérstaklega í öðru markinu, viljann til að vilja vinna fótboltaleik. Chelsea vann boltann aftur en leikmenn Tottenham gerðu ekki grunnatriði leiksins, setja pressu á andstæðinginn og vilja fórna sér. Það kemur innan frá. Við getum kannski gagnrýnt þjálfarann og aðra hluti en pressaðu, fórnaðu þér.“ Næsti leikur Tottenham er gegn Wolves í 3. umferð enska deildabikarsins á miðvikudaginn. Tottenham mætir svo Arsenal í Norður-Lundúnaslag í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn.
Enski boltinn Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Sjá meira