Fyrrverandi forseti Alsír er allur Árni Sæberg skrifar 18. september 2021 23:31 Abdelaziz Bouteflika var forseti Alsír í tvo áratugi. AP Photo/Sidali Djarboub Tilkynnt var um andlát Abdelaziz Bouteflika, fyrrverandi forseta Alsír, í gær. Hann varð 84 ára gamall og gegndi embætti forseta í tvo áratugi, frá 1999 til 2019. Abdelaziz Bouteflika var vinsæll stjórmálamaður í Alsír framan af, hann varð til að mynda yngsti ráðherra landsins aðeins 25 ára gamall þegar hann tók við embætti íþróttamálaráðherra í kjölfar þess að landið öðlaðist sjálfstæði frá Frökkum. Úr íþróttamálaráðuneytinu lá leið hans fljótlega í embætti utanríkisráðherra, sem hann gengdi í sextán ár. Að sögn breska ríkisútvarpsins hefur enginn tekið yngri við embætti utanríkisráðherra í heiminum öllum Á tíunda áratugnum jukust vinsældir Bouteflika mikið þegar hann átti þátt í að sameina þjóð sína eftir erfiða borgarastyrjöld í Alsír. Vinsældir þær leiddu til þess að hann var kosinn forseti árið 1999. Lét breyta stjórnarskrá til að halda völdum Þrátt fyrir miklar vinsældir fór með árunum að bera á ásökunum um spillingu og einræðistilburði. Bouteflika beitti sér til að mynda mikið fyrir því að ákvæði um tveggja kjörtímabila hámarkssetu sama manns í forsetastól yrði fellt úr stjórnarskrá Alsír. Breytingin leiddi til þess að Bouteflika var kosinn aftur í tvígang. Þá jókst óánægja Alsíringa mikið á fyrsta áratug þessarar aldar þegar efnahagur landsins versnaði og spilling í tengslum við olíu- gasiðnað landsins jókst. Þraukaði arabíska vorið Þegar arabíska vorið reið yfir árið 2011 ákvað Bouteflika að bæta lífskjör þegna sinna og aflétta neyðarástandi sem varað hafði lengi í landinu. Það dugði honum til að halda embætti meðan kollegar hans í nágrannalöndum voru hraktir frá völdum í hrönnum. Bouteflika fékk alvarlegt heilablóðfall árið 2013 og sást lítið meðal almennings eftir það. Alsíríngar efuðust mikið um að hann gæti stýrt landinu sökum heilsuleysis og var því jafnvel haldið fram að bróðir hans stýrði landinu í raun og veru eftir heilablóðfallið. Árið 2019 tilkynnti Bouteflika samt sem áður að hann myndi sækjast eftir enn einni endurkosningunni. Alsírska þjóðin tók illa í tilkynninguna og hófust vikulöng mótmæli sem enduðu með því að Bouteflika steig frá völdum eftir tuttugu ára veru í forsetastól. Alsír Andlát Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Sjá meira
Abdelaziz Bouteflika var vinsæll stjórmálamaður í Alsír framan af, hann varð til að mynda yngsti ráðherra landsins aðeins 25 ára gamall þegar hann tók við embætti íþróttamálaráðherra í kjölfar þess að landið öðlaðist sjálfstæði frá Frökkum. Úr íþróttamálaráðuneytinu lá leið hans fljótlega í embætti utanríkisráðherra, sem hann gengdi í sextán ár. Að sögn breska ríkisútvarpsins hefur enginn tekið yngri við embætti utanríkisráðherra í heiminum öllum Á tíunda áratugnum jukust vinsældir Bouteflika mikið þegar hann átti þátt í að sameina þjóð sína eftir erfiða borgarastyrjöld í Alsír. Vinsældir þær leiddu til þess að hann var kosinn forseti árið 1999. Lét breyta stjórnarskrá til að halda völdum Þrátt fyrir miklar vinsældir fór með árunum að bera á ásökunum um spillingu og einræðistilburði. Bouteflika beitti sér til að mynda mikið fyrir því að ákvæði um tveggja kjörtímabila hámarkssetu sama manns í forsetastól yrði fellt úr stjórnarskrá Alsír. Breytingin leiddi til þess að Bouteflika var kosinn aftur í tvígang. Þá jókst óánægja Alsíringa mikið á fyrsta áratug þessarar aldar þegar efnahagur landsins versnaði og spilling í tengslum við olíu- gasiðnað landsins jókst. Þraukaði arabíska vorið Þegar arabíska vorið reið yfir árið 2011 ákvað Bouteflika að bæta lífskjör þegna sinna og aflétta neyðarástandi sem varað hafði lengi í landinu. Það dugði honum til að halda embætti meðan kollegar hans í nágrannalöndum voru hraktir frá völdum í hrönnum. Bouteflika fékk alvarlegt heilablóðfall árið 2013 og sást lítið meðal almennings eftir það. Alsíríngar efuðust mikið um að hann gæti stýrt landinu sökum heilsuleysis og var því jafnvel haldið fram að bróðir hans stýrði landinu í raun og veru eftir heilablóðfallið. Árið 2019 tilkynnti Bouteflika samt sem áður að hann myndi sækjast eftir enn einni endurkosningunni. Alsírska þjóðin tók illa í tilkynninguna og hófust vikulöng mótmæli sem enduðu með því að Bouteflika steig frá völdum eftir tuttugu ára veru í forsetastól.
Alsír Andlát Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Sjá meira