Fótbolti

Meistararnir á toppinn eftir stór­sigur

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Edin Džeko skoraði tvö mörk í dag. Hann fagnar hér öðru þeirra með Denzel Dumfries og Lautaro Martinez.
Edin Džeko skoraði tvö mörk í dag. Hann fagnar hér öðru þeirra með Denzel Dumfries og Lautaro Martinez. EPA-EFE/MATTEO BAZZI

Ítalíumeistarar Inter Milan gjörsamlega pökkuðu Bologna saman í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta, er liðin mættust á Giuseppe Meazza-vellinum. Lokatölur 6-0 og Inter komið tímabundið á topp deildarinnar.

Argentíski framherjinn Lautaro Martinez kom heimamönnum yfir strax á sjöttu mínútu eftir sendingu Denzel Dumfries frá hægri. Miðvörðurinn Milan Škriniar tvöfaldaði forystuna eftir hálftíma leik og fjórum mínútum síðar var staðan orðin 3-0 þökk sé marki Nicolò Barella.

Veislan hélt áfram í síðari hálfleik en Matias Vecino skoraði fjórða mark Inter á 54. mínútu og Edin Džeko skoraði svo tvívegis á fimm mínúnta kafla skömmu síðar. Staðan orðin 6-0 og stefndi í að það yrði lokatölur leiksins.

Arthur Theate minnkaði hins vegar muninn fyrir gestina þegar lítið var eftir af leiknum og munurinn því fimm mörk er flautað var til leiksloka, lokatölur 6-1.

Inter því komið á toppinn með 10 stig að loknum fjórum leikjum en Roma, AC Milan og Napolí eru öll með 9 stig og eiga leik til góða.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.