Greindur með kvíðakast og sendur heim en reyndist vera með blóðtappa eftir Covid Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 18. september 2021 18:49 Daníel er 14 ára gamall. Þeim feðgum var sagt að þetta væri fyrsta tilfelli blóðtappa eftir Covid-19 hjá svo ungum einstaklingi hér á landi. vísir/nanna Foreldrar fjórtán ára drengs, sem greindist með blóðtappa í báðum lungum eftir Covid-19 smit, eru fegnir að ekki fór verr. Þegar þeir leituðu með hann til heilsugæslunnar var drengurinn greindur með kvíðakast og sendur aftur heim. Fjölskylda Daníels Indriðasonar, 14 ára drengs, greindist öll með Covid-19 fyrr í mánuðinum. Hann losnaði úr einangrun sinni síðasta mánudag og ætlaði því að rölta í skólann. Fyrst var greint frá málinu í Fréttablaðinu í dag. „Um morguninn þegar hann er að labba í skólann, þá er hann kominn hérna nokkur hús innar eftir götunni, og þá fær hann þessa yfirliðstilfinningu og á erfitt með að anda. Fæturnir eru að gefa sig og svo náttúrulega versnar þetta og versnar, fær köfnunartilfinningu og allur pakkinn,“ segir Indriði Björnsson, faðir Daníels. Daníel kom sér þó heim með herkjum og var þá allur orðinn bláleitur af súrefnisskorti. „Ég var beisikklí bara að kafna. Og það var mjög, mjög óþægilegt. Mér leið eins og ég væri að deyja,“ segir Daníel. „Og þegar ég kom inn þá datt ég niður á gólfið, sem var ekki gaman.“ Hér má sjá ítarlegra viðtal við feðgana síðan í dag: Læknirinn hélt að hann væri með ofsakvíðakast Foreldrar Daníels hringdu þá beint í Covid-göngudeildina sem segja þeim að fara með hann á heilsugæsluna. Þau grunuðu þá að hann væri kominn með einhvern asma eða lungnasjúkdóm í kjölfar Covid-19. Læknir á heilsugæslunni hlustaði Daníel þá en fann engin slík einkenni á lungum hans. „Hann telur að þetta sé bara kvíðakast, hann hafi fengið svona heiftarlegt kvíðakast sem hafi svo magnast upp þegar hann var byrjaður að eiga erfitt með að anda,“ segir Indriði. Með fullt af blóðtöppum í báðum lungum Þau voru þá send heim með Daníel en foreldrar hans fylgdust þó með honum þegar leið á daginn og tóku eftir því að ekki væri allt með feldu. Hann átti áfram afar erfitt með öndun, varð móður við minnsta álag og fór síðan að fá hitaköst. Daginn eftir vaknar hann litlu skárri og þau hafa samband upp á Barnaspítala sem vill fá hann beint í skoðun. „Þau höfðu grun um að þetta væri einn blóðtappi en svo var hann settur í myndatöku og þá kom í ljós bara fullt af blóðtöppum í báðum lungum,“ segir faðir hans. Hvernig var tilfinningin að heyra það? „Ég vissi ekki hvað blóðtappar voru þá. En svo varð ég mjög hræddur þegar mamma mín sagði mér hvað það var,“ svarar Daníel. Hefur ekki gerst hjá barni hérlendis Daníel er nú á blóðþynningarlyfjum og kveðst temmilega spenntur fyrir því að mæta aftur í skólann næsta mánudag. Foreldrarnir áfellast heilsugæsluna ekki sérstaklega í málinu fyrir að hafa sent Daníel heim með ranga greiningu. „Eins og þeir segja, þetta hefur ekki sést hérna á landi allavega hjá svona ungu fólki. Þannig jú, jú, þetta eru kannski mistök. Það hefði kannski átt að mæla blóðþrýsting en ég veit það ekki… Nei mér finnst bara að fólk þurfi að hafa það í huga að þetta geti gerst,“ segir Indriði. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilsugæsla Heilbrigðismál Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira
Fjölskylda Daníels Indriðasonar, 14 ára drengs, greindist öll með Covid-19 fyrr í mánuðinum. Hann losnaði úr einangrun sinni síðasta mánudag og ætlaði því að rölta í skólann. Fyrst var greint frá málinu í Fréttablaðinu í dag. „Um morguninn þegar hann er að labba í skólann, þá er hann kominn hérna nokkur hús innar eftir götunni, og þá fær hann þessa yfirliðstilfinningu og á erfitt með að anda. Fæturnir eru að gefa sig og svo náttúrulega versnar þetta og versnar, fær köfnunartilfinningu og allur pakkinn,“ segir Indriði Björnsson, faðir Daníels. Daníel kom sér þó heim með herkjum og var þá allur orðinn bláleitur af súrefnisskorti. „Ég var beisikklí bara að kafna. Og það var mjög, mjög óþægilegt. Mér leið eins og ég væri að deyja,“ segir Daníel. „Og þegar ég kom inn þá datt ég niður á gólfið, sem var ekki gaman.“ Hér má sjá ítarlegra viðtal við feðgana síðan í dag: Læknirinn hélt að hann væri með ofsakvíðakast Foreldrar Daníels hringdu þá beint í Covid-göngudeildina sem segja þeim að fara með hann á heilsugæsluna. Þau grunuðu þá að hann væri kominn með einhvern asma eða lungnasjúkdóm í kjölfar Covid-19. Læknir á heilsugæslunni hlustaði Daníel þá en fann engin slík einkenni á lungum hans. „Hann telur að þetta sé bara kvíðakast, hann hafi fengið svona heiftarlegt kvíðakast sem hafi svo magnast upp þegar hann var byrjaður að eiga erfitt með að anda,“ segir Indriði. Með fullt af blóðtöppum í báðum lungum Þau voru þá send heim með Daníel en foreldrar hans fylgdust þó með honum þegar leið á daginn og tóku eftir því að ekki væri allt með feldu. Hann átti áfram afar erfitt með öndun, varð móður við minnsta álag og fór síðan að fá hitaköst. Daginn eftir vaknar hann litlu skárri og þau hafa samband upp á Barnaspítala sem vill fá hann beint í skoðun. „Þau höfðu grun um að þetta væri einn blóðtappi en svo var hann settur í myndatöku og þá kom í ljós bara fullt af blóðtöppum í báðum lungum,“ segir faðir hans. Hvernig var tilfinningin að heyra það? „Ég vissi ekki hvað blóðtappar voru þá. En svo varð ég mjög hræddur þegar mamma mín sagði mér hvað það var,“ svarar Daníel. Hefur ekki gerst hjá barni hérlendis Daníel er nú á blóðþynningarlyfjum og kveðst temmilega spenntur fyrir því að mæta aftur í skólann næsta mánudag. Foreldrarnir áfellast heilsugæsluna ekki sérstaklega í málinu fyrir að hafa sent Daníel heim með ranga greiningu. „Eins og þeir segja, þetta hefur ekki sést hérna á landi allavega hjá svona ungu fólki. Þannig jú, jú, þetta eru kannski mistök. Það hefði kannski átt að mæla blóðþrýsting en ég veit það ekki… Nei mér finnst bara að fólk þurfi að hafa það í huga að þetta geti gerst,“ segir Indriði.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilsugæsla Heilbrigðismál Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira