Fótbolti

Bayern München skoraði sjö í stórsigri | Eitt mark skorað í hinum leikjunum

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Robert Lewandowski getur ekki hætt að skora.
Robert Lewandowski getur ekki hætt að skora. Pedro Salado/Quality Sport Images/Getty Images

Fjórum leikjum af þeim fimm sem fara fram í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag er nú lokið. Þýskalandsmeistarar Bayern München voru í stuði þegar að liðið vann 7-0 stórsigur á heimavelli gegn Bochum.

Leroy Sane kom Bayern yfir á 17. mínútu áður en hann lagði upp fyrir Joshua Kimich tíu mínútum síðar.

Serge Gnabry kom Bayern í 3-0 eftir rúmlega hálftíma leik og sjálfsmark frá Vassilios Lambropoulos rétt fyrir hálfleik sá til þess að heimamenn fóru með fjögurra marka forskot inn í hálfleikinn.

Markamaskínan Robert Lewandowski bætti við fimmta markinu eftir klukkutíma leik og fjórum mínútum síðar skoraði Joshua Kimmich sitt annað mark, og sjötta mark meistaranna.

Eric Maxim Choupo-Moting skoraði sjöunda mark heimamanna þegar rúma tíu mínútur voru til leiksloka og þar við sat.

Í hinum þrem leikjunum var aðeins skorað eitt mark. Það gerði Florian Niederlechner þegar hann tryggði Augburg 1-0 sigur gegn Borussia Mönchenglabach tíu mínútum fyrir leikslok.

Aminia Bielfeld gerði markalaust jafntefli við Hoffenheim, og Mainz og Freiburg skiptu einnig stigunum á milli sín eftir að báðum liðum mistókst að skora.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×