Innlent

Vil­­borg Dag­bjarts­dótt­ir látin

Þorgils Jónsson skrifar
Skáldkonan og kennarinn Vilborg Dagbjartsdóttir lést hinn 16. september sl. 91 árs að aldri.
Skáldkonan og kennarinn Vilborg Dagbjartsdóttir lést hinn 16. september sl. 91 árs að aldri.

Vil­borg Dag­bjarts­dótt­ir, skáld­kona og kenn­ari, lést á líkn­ar­deild Land­spít­al­ans, hinn 16. sept­em­ber síðastliðinn, 91 árs að aldri. Þetta kemur fram á vef Morgunblaðsins.

Í æviágripi á vef Forlagsins segir svo frá að Vilborg fæddist á Hjalla á Vestdalseyri við Seyðisfjörð, þann 18. júlí árið 1930.

„Hún nam leiklist um skeið en lauk síðar kennaraprófi frá Kennaraskóla Íslands. Þá stundaði hún nám í bókasafnsfræði við Háskóla Íslands. Vilborg starfaði sem kennari við Austurbæjarskólann um langt árabil, meðfram ritstörfum, en drjúgur hluti höfundaverks hennar eru sögur handa börnum, þýddar og frumsamdar.“

Í grein Morgunblaðsins segir að Vil­borg hafi samið fjölda ljóða- og barna­bóka en auk þess þýtt hátt á fimmta tug barna- og ung­linga­bóka og rit­stýrt bók­um. Tvær ævi­sög­ur Vil­borg­ar hafa komið út: Mynd af konu, eft­ir Krist­ínu Mar­ju Bald­urs­dótt­ur, útg. 2000, og Úr þagn­ar­hyl, eft­ir Þor­leif Hauks­son, útg. 2011.

„Vil­borg var formaður Rit­höf­unda­fé­lags Íslands, sat í stjórn Stétt­ar­fé­lags ís­lenskra barna­kenn­ara, Rit­höf­unda­sam­bands Íslands og Menn­ing­ar- og friðarsam­taka ís­lenskra kvenna, tók þátt í und­ir­bún­ingi fyrstu Kefla­vík­ur­göng­unn­ar 1960, starfaði með Her­námsand­stæðing­um, var síðar einn af stofn­end­um Her­stöðva­and­stæðinga, var meðal brautryðjenda Nýju kven­frels­is­hreyf­ing­ar­inn­ar, átti þátt í stofn­un Rauðsokka­hreyf­ing­ar­inn­ar 1970 og ein af þrem­ur kon­um í fyrstu miðju Rauðsokka. Hún var heiðurs­fé­lagi Rit­höf­unda­sam­bands Íslands frá 1998, heiðurs­launa­hafi Alþing­is til lista­manna og var sæmd ridd­ara­krossi ís­lensku fálka­orðunn­ar fyr­ir fræðslu- og ritstörf 17.6. árið 2000.

Maður Vil­borg­ar var Þor­geir Þor­geir­son, f. 30.4. 1933, d. 30.10. 2003, kvik­mynda­gerðarmaður og rit­höf­und­ur. Son­ur þeirra er Þor­geir Elís, f. 1.5. 1962, eðlis­efna­fræðing­ur sem vinn­ur hjá Íslenskri erfðagrein­ingu. Son­ur Vil­borg­ar og Ásgeirs Hjör­leifs­son­ar, f. 13.1. 1937, fram­kvæmda­stjóra er Eg­ill Arn­ald­ur, f. 18.6. 1957, kenn­ari við Aust­ur­bæj­ar­skóla. Barna­börn­in eru fjög­ur.“

Vilborg var heiðruð af Reykjavíkurborg árið 2019 þar sem línur úr ljóðinu „Vetur“ voru  afhjúpaðar, ritaðar í stein, á torginu á horni Tryggvagötu og Pósthússtrætis. Þar var Vilborg sjálf viðstödd og tvö önnur skáld, Gerður Kristný og Sunna Dís Másdóttir, héldu tölu um skáldskap Vilborgar og fluttu ljóð eftir hana.

Vilborg Dagbjartsdóttir var heiðruð af Reykjavíkurborg árið 2019.Mynd

Vetur

Þegar slokknaði á morgunstjörnunni varð máninn kyrr.

Sólin veifaði skýjaslæðu

til hans yfir fjallið

sem gleymdi að taka ofan nátthúfuna

Fíngerðan rósavef

óf á rúðuna frostið

Vilborg Dagbjartsdóttir


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×