Vilborg Dagbjartsdóttir látin Þorgils Jónsson skrifar 18. september 2021 10:47 Skáldkonan og kennarinn Vilborg Dagbjartsdóttir lést hinn 16. september sl. 91 árs að aldri. Vilborg Dagbjartsdóttir, skáldkona og kennari, lést á líknardeild Landspítalans, hinn 16. september síðastliðinn, 91 árs að aldri. Þetta kemur fram á vef Morgunblaðsins. Í æviágripi á vef Forlagsins segir svo frá að Vilborg fæddist á Hjalla á Vestdalseyri við Seyðisfjörð, þann 18. júlí árið 1930. „Hún nam leiklist um skeið en lauk síðar kennaraprófi frá Kennaraskóla Íslands. Þá stundaði hún nám í bókasafnsfræði við Háskóla Íslands. Vilborg starfaði sem kennari við Austurbæjarskólann um langt árabil, meðfram ritstörfum, en drjúgur hluti höfundaverks hennar eru sögur handa börnum, þýddar og frumsamdar.“ Í grein Morgunblaðsins segir að Vilborg hafi samið fjölda ljóða- og barnabóka en auk þess þýtt hátt á fimmta tug barna- og unglingabóka og ritstýrt bókum. Tvær ævisögur Vilborgar hafa komið út: Mynd af konu, eftir Kristínu Marju Baldursdóttur, útg. 2000, og Úr þagnarhyl, eftir Þorleif Hauksson, útg. 2011. „Vilborg var formaður Rithöfundafélags Íslands, sat í stjórn Stéttarfélags íslenskra barnakennara, Rithöfundasambands Íslands og Menningar- og friðarsamtaka íslenskra kvenna, tók þátt í undirbúningi fyrstu Keflavíkurgöngunnar 1960, starfaði með Hernámsandstæðingum, var síðar einn af stofnendum Herstöðvaandstæðinga, var meðal brautryðjenda Nýju kvenfrelsishreyfingarinnar, átti þátt í stofnun Rauðsokkahreyfingarinnar 1970 og ein af þremur konum í fyrstu miðju Rauðsokka. Hún var heiðursfélagi Rithöfundasambands Íslands frá 1998, heiðurslaunahafi Alþingis til listamanna og var sæmd riddarakrossi íslensku fálkaorðunnar fyrir fræðslu- og ritstörf 17.6. árið 2000. Maður Vilborgar var Þorgeir Þorgeirson, f. 30.4. 1933, d. 30.10. 2003, kvikmyndagerðarmaður og rithöfundur. Sonur þeirra er Þorgeir Elís, f. 1.5. 1962, eðlisefnafræðingur sem vinnur hjá Íslenskri erfðagreiningu. Sonur Vilborgar og Ásgeirs Hjörleifssonar, f. 13.1. 1937, framkvæmdastjóra er Egill Arnaldur, f. 18.6. 1957, kennari við Austurbæjarskóla. Barnabörnin eru fjögur.“ Vilborg var heiðruð af Reykjavíkurborg árið 2019 þar sem línur úr ljóðinu „Vetur“ voru afhjúpaðar, ritaðar í stein, á torginu á horni Tryggvagötu og Pósthússtrætis. Þar var Vilborg sjálf viðstödd og tvö önnur skáld, Gerður Kristný og Sunna Dís Másdóttir, héldu tölu um skáldskap Vilborgar og fluttu ljóð eftir hana. Vilborg Dagbjartsdóttir var heiðruð af Reykjavíkurborg árið 2019.Mynd Vetur Þegar slokknaði á morgunstjörnunni varð máninn kyrr. Sólin veifaði skýjaslæðu til hans yfir fjallið sem gleymdi að taka ofan nátthúfuna Fíngerðan rósavef óf á rúðuna frostiðVilborg Dagbjartsdóttir Andlát Bókmenntir Menning Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Í æviágripi á vef Forlagsins segir svo frá að Vilborg fæddist á Hjalla á Vestdalseyri við Seyðisfjörð, þann 18. júlí árið 1930. „Hún nam leiklist um skeið en lauk síðar kennaraprófi frá Kennaraskóla Íslands. Þá stundaði hún nám í bókasafnsfræði við Háskóla Íslands. Vilborg starfaði sem kennari við Austurbæjarskólann um langt árabil, meðfram ritstörfum, en drjúgur hluti höfundaverks hennar eru sögur handa börnum, þýddar og frumsamdar.“ Í grein Morgunblaðsins segir að Vilborg hafi samið fjölda ljóða- og barnabóka en auk þess þýtt hátt á fimmta tug barna- og unglingabóka og ritstýrt bókum. Tvær ævisögur Vilborgar hafa komið út: Mynd af konu, eftir Kristínu Marju Baldursdóttur, útg. 2000, og Úr þagnarhyl, eftir Þorleif Hauksson, útg. 2011. „Vilborg var formaður Rithöfundafélags Íslands, sat í stjórn Stéttarfélags íslenskra barnakennara, Rithöfundasambands Íslands og Menningar- og friðarsamtaka íslenskra kvenna, tók þátt í undirbúningi fyrstu Keflavíkurgöngunnar 1960, starfaði með Hernámsandstæðingum, var síðar einn af stofnendum Herstöðvaandstæðinga, var meðal brautryðjenda Nýju kvenfrelsishreyfingarinnar, átti þátt í stofnun Rauðsokkahreyfingarinnar 1970 og ein af þremur konum í fyrstu miðju Rauðsokka. Hún var heiðursfélagi Rithöfundasambands Íslands frá 1998, heiðurslaunahafi Alþingis til listamanna og var sæmd riddarakrossi íslensku fálkaorðunnar fyrir fræðslu- og ritstörf 17.6. árið 2000. Maður Vilborgar var Þorgeir Þorgeirson, f. 30.4. 1933, d. 30.10. 2003, kvikmyndagerðarmaður og rithöfundur. Sonur þeirra er Þorgeir Elís, f. 1.5. 1962, eðlisefnafræðingur sem vinnur hjá Íslenskri erfðagreiningu. Sonur Vilborgar og Ásgeirs Hjörleifssonar, f. 13.1. 1937, framkvæmdastjóra er Egill Arnaldur, f. 18.6. 1957, kennari við Austurbæjarskóla. Barnabörnin eru fjögur.“ Vilborg var heiðruð af Reykjavíkurborg árið 2019 þar sem línur úr ljóðinu „Vetur“ voru afhjúpaðar, ritaðar í stein, á torginu á horni Tryggvagötu og Pósthússtrætis. Þar var Vilborg sjálf viðstödd og tvö önnur skáld, Gerður Kristný og Sunna Dís Másdóttir, héldu tölu um skáldskap Vilborgar og fluttu ljóð eftir hana. Vilborg Dagbjartsdóttir var heiðruð af Reykjavíkurborg árið 2019.Mynd Vetur Þegar slokknaði á morgunstjörnunni varð máninn kyrr. Sólin veifaði skýjaslæðu til hans yfir fjallið sem gleymdi að taka ofan nátthúfuna Fíngerðan rósavef óf á rúðuna frostiðVilborg Dagbjartsdóttir
Andlát Bókmenntir Menning Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira