Fótbolti

Bæjarar spila í Októberfestbúningum

Sindri Sverrisson skrifar
Leikmenn Bayern halda ávallt upp á Októberfest líkt og flestir aðrir íbúa München. Hér er Robert Lewandowski með Önnu konunni sinni í hátíðinni árið 2019 en ekki var hægt að halda hana í fyrra né í ár.
Leikmenn Bayern halda ávallt upp á Októberfest líkt og flestir aðrir íbúa München. Hér er Robert Lewandowski með Önnu konunni sinni í hátíðinni árið 2019 en ekki var hægt að halda hana í fyrra né í ár. Getty/Matthias Balk

Þó að Októberfest verði ekki haldið í München í ár vegna kórónuveirufaraldursins þá munu leikmenn Bayern München klæðast sérstökum Októberfest-búningi þegar þeir mæta Bochum á morgun í þýsku 1. deildinni í fótbolta.

Bayern og íþróttavöruframleiðandinn Adidas tilkynntu um búninginn í gær. Um er að ræða treyju sem er að mestu dökkgræn en með gylltum merkingum, þar sem alpajurt í kringum merki Bayern vísar í bjórhátíðina miklu.

Í yfirlýsingu frá Bayern segir að búningnum sé „ætlað að sýna tengsl félagsins við sitt heimasvæði og hefðir þess, og til að sýna það sem Októberfest og sigursælasta lið Þýskalands séu heimsþekkt fyrir: að taka öllum opnum örmum, blanda geði, njóta lífsins og halda í hefðir.“

Bayern mun aðeins nota búninginn í leiknum á morgun en skipta svo yfir í sínar hefðbundnari treyjur.

Bayern hefur byrjað tímabilið vel og er með tíu stig eftir fjóra leiki í þýsku deildinni, auk þess að vinna Barcelona með yfirburðum á Spáni í vikunni, 3-0, í Meistaradeild Evrópu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×