Stjóri gjaldeyrissjóðsins í klandri vegna þjónkunar við Kína Kjartan Kjartansson skrifar 17. september 2021 10:05 Kristalina Georgieva tók við stöðu framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins fyrir tveimur árum. Áður var hún forstjóri Alþjóðabankans þar sem hún er sökuð um að hafa þrýst á starfslið að fegra stöðu Kína. Vísir/EPA Fyrrverandi forstjóri Alþjóðabankans og núverandi framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er talinn hafa sett óeðlilegan þrýsting á starfsmenn bankans um að fegra stöðu Kína á lista um hvar er best að stunda viðskipti í heiminum. Siðanefnd Alþjóðabankans fékk lögfræðistofuna WilmerHale til að kanna hvernig átt var við gögn sem voru notuð í árlegum skýrslum bankans þar sem löndum er raðað eftir þáttum sem segja til um hversu auðvelt er fyrir fyrirtæki að stunda viðskipti þar. Ásakanir voru uppi um að röðun Kína, Sádi-Arabíu, Sameinuðu arabísku furstadæmanna og Aserbaídsjan hafi verið hagrætt vegna þrýstings. Skýrsluhöfundar komast að þeirri niðurstöðu að stjórnendur Alþjóðabankans, þar á meðal Kristalina Georgieva, þáverandi forstjóri bankans og núverandi framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, hafi sett þrýsting á starfsfólk um að koma Kína ofar á listann árið 2018. Vara þeir við þeim áhrifum sem kínversk stjórnvöld hafa innan Alþjóðabankans og setja spurningamerki við dómgreind Georgievu og Jim Yong Kim, þáverandi forseta bankans. Háttsettir stjórnendur á skrifstofu Kim hafi beitt „beinum og óbeinum“ þrýstingi til að breyta aðferðafræði skýrslunnar og koma Kína ofar á listann yfir hvar væri best að stunda viðskipti. Líklega hafi það verið samkvæmt fyrirmælum Kim. Georgieva og Simeon Djankov, ráðgjafi hennar, eru sögð hafa þrýst á starfslið bankans að gera ákveðnar breytingar á gögnum um Kína sem kæmi landinu ofar á listann. Reuters-fréttastofan segir að á þeim tíma hafi bankinn sóst eftir auknu fjármagni frá Kína og stjórnendur bankans voru með þær viðræður á heilanum. Kínversk stjórnvöld voru þá ósátt við stöðu sína á listanum um viðskiptaumhverfi. Kína hækkaði um sjö sæti frá upphaflegum drögum eftir að aðferðafræði var breytt við gerð skýrslunnar „Að stunda viðskipti 2018“ sem kom út árið 2017. Lenti kommúnistaríkið í 78. sæti. Jim Yong Kim, fyrrverandi forseti Alþjóðabankans, er talinn hafa gefið fyrirmæli um að hækka Kína á lista yfir ríki þar sem best er talið að stunda viðskipti í heiminum.Vísir/EPA Ósammála niðurstöðinni Georgieva segist ósammála niðurstöðu rannsóknarinnar og túlkun skýrsluhöfunda í grundvallaratriðum. Hún segist hafa rætt við stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um málið. Alþjóðabankahópurinn ákvað í gær að hætta við birtingu næstu skýrslu um viðskiptaumhverfi. Skýrslan á vegum siðanefndarinnar hefði leitt í ljós siðferðisleg álitamál varðandi framferði fyrrverandi stjórnarmanna og stjórnenda bankans. „Í framtíðinni ætlum við að vinna að nýrri nálgun á að meta viðskipta- og fjárfestingaumhverfi,“ sagði í yfirlýsingu bankans. Bandaríkjastjórn, sem á stærsta hlutinn í Alþjóðabankanum, segist telja niðurstöður skýrslunnar alvarlegar. Þakkaði ritstjóra fyrir að leysa vandamálið Í skýrslunni kemur meðal annars fram að Georgieva hafi farið heim til ritstjóra skýrslunnar um viðskiptaumhverfi til að ná í útprentað eintak af lokaskýrslunni með breytingunum sem komu Kína hærra á listann. Hún hafi þakkað honum fyrir að „leysa vandamálið“. Starfsfólk sem vann að „Að stunda viðskipti“ hafi upplifað að það gæti ekki andmælt fyrirmælum forseta Alþjóðabankans og forstjóra án þess að eiga á hættu að missa vinnuna. Andrúmsloftið í kringum skýrslugerðina hafi verið „eitrað“ og einkennst af „ótta við hefndaraðgerðir“. Georgieva sagði rannsakendum lögfræðistofunnar að framtíð „fjölþjóðasamvinnu“ væri í húfi og að bankinn hefði verið í djúpum vanda tækist honum ekki að tryggja sér hlutafjáraukningu. Kína Alþjóðabankinn Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Sjá meira
Siðanefnd Alþjóðabankans fékk lögfræðistofuna WilmerHale til að kanna hvernig átt var við gögn sem voru notuð í árlegum skýrslum bankans þar sem löndum er raðað eftir þáttum sem segja til um hversu auðvelt er fyrir fyrirtæki að stunda viðskipti þar. Ásakanir voru uppi um að röðun Kína, Sádi-Arabíu, Sameinuðu arabísku furstadæmanna og Aserbaídsjan hafi verið hagrætt vegna þrýstings. Skýrsluhöfundar komast að þeirri niðurstöðu að stjórnendur Alþjóðabankans, þar á meðal Kristalina Georgieva, þáverandi forstjóri bankans og núverandi framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, hafi sett þrýsting á starfsfólk um að koma Kína ofar á listann árið 2018. Vara þeir við þeim áhrifum sem kínversk stjórnvöld hafa innan Alþjóðabankans og setja spurningamerki við dómgreind Georgievu og Jim Yong Kim, þáverandi forseta bankans. Háttsettir stjórnendur á skrifstofu Kim hafi beitt „beinum og óbeinum“ þrýstingi til að breyta aðferðafræði skýrslunnar og koma Kína ofar á listann yfir hvar væri best að stunda viðskipti. Líklega hafi það verið samkvæmt fyrirmælum Kim. Georgieva og Simeon Djankov, ráðgjafi hennar, eru sögð hafa þrýst á starfslið bankans að gera ákveðnar breytingar á gögnum um Kína sem kæmi landinu ofar á listann. Reuters-fréttastofan segir að á þeim tíma hafi bankinn sóst eftir auknu fjármagni frá Kína og stjórnendur bankans voru með þær viðræður á heilanum. Kínversk stjórnvöld voru þá ósátt við stöðu sína á listanum um viðskiptaumhverfi. Kína hækkaði um sjö sæti frá upphaflegum drögum eftir að aðferðafræði var breytt við gerð skýrslunnar „Að stunda viðskipti 2018“ sem kom út árið 2017. Lenti kommúnistaríkið í 78. sæti. Jim Yong Kim, fyrrverandi forseti Alþjóðabankans, er talinn hafa gefið fyrirmæli um að hækka Kína á lista yfir ríki þar sem best er talið að stunda viðskipti í heiminum.Vísir/EPA Ósammála niðurstöðinni Georgieva segist ósammála niðurstöðu rannsóknarinnar og túlkun skýrsluhöfunda í grundvallaratriðum. Hún segist hafa rætt við stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um málið. Alþjóðabankahópurinn ákvað í gær að hætta við birtingu næstu skýrslu um viðskiptaumhverfi. Skýrslan á vegum siðanefndarinnar hefði leitt í ljós siðferðisleg álitamál varðandi framferði fyrrverandi stjórnarmanna og stjórnenda bankans. „Í framtíðinni ætlum við að vinna að nýrri nálgun á að meta viðskipta- og fjárfestingaumhverfi,“ sagði í yfirlýsingu bankans. Bandaríkjastjórn, sem á stærsta hlutinn í Alþjóðabankanum, segist telja niðurstöður skýrslunnar alvarlegar. Þakkaði ritstjóra fyrir að leysa vandamálið Í skýrslunni kemur meðal annars fram að Georgieva hafi farið heim til ritstjóra skýrslunnar um viðskiptaumhverfi til að ná í útprentað eintak af lokaskýrslunni með breytingunum sem komu Kína hærra á listann. Hún hafi þakkað honum fyrir að „leysa vandamálið“. Starfsfólk sem vann að „Að stunda viðskipti“ hafi upplifað að það gæti ekki andmælt fyrirmælum forseta Alþjóðabankans og forstjóra án þess að eiga á hættu að missa vinnuna. Andrúmsloftið í kringum skýrslugerðina hafi verið „eitrað“ og einkennst af „ótta við hefndaraðgerðir“. Georgieva sagði rannsakendum lögfræðistofunnar að framtíð „fjölþjóðasamvinnu“ væri í húfi og að bankinn hefði verið í djúpum vanda tækist honum ekki að tryggja sér hlutafjáraukningu.
Kína Alþjóðabankinn Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Sjá meira