Innlent

Skúmur, Sverð, Vopna og Villiljós fært á mannanafnaskrá

Eiður Þór Árnason skrifar
Áfram bætist í flóru íslenskra mannanafna.
Áfram bætist í flóru íslenskra mannanafna. Vísir/Vilhelm

Blake, Drómi, Sasi, Skúmur, Vopna og Úlfgrímur eru meðal þeirra eiginnafna sem samþykkt voru á fundi mannanafnanefndar þann 9. september og færð á mannanafnaskrá. 

Eiginnöfnin Alpha, Snæ, Sverð og Villiljós bætast á ört stækkandi lista nafna með kynhlutlausa skráningu. Alls voru 24 mál tekin fyrir á fundinum og hlutu nær allar tillögur náð fyrir augum nefndarinnar.

Millinöfnunum Zar og Eden var hafnað á grundvelli þess að þau væru ekki dregin af íslenskum orðstofni. Rýmri skilyrði gilda hins vegar um eiginnöfn og verður einstaklingum því heimilt að bera Zar og Eden sem fyrsta nafn.

Samþykkt 

  • Eiginnafnið Alpha (kynhlutlaust) 
  • Eiginnafnið Blake (kk) 
  • Eiginnafnið Degen (kvk) 
  • Eiginnafnið Drómi (kk) 
  • Eiginnafnið Eden (kvk) 
  • Eiginnafnið Gjóska (kvk) 
  • Eiginnafnið Jasmin (kvk) 
  • Eiginnafnið Kleópatra (kvk) 
  • Eiginnafnið Liisa (kvk) 
  • Eiginnafnið Lilith (kvk) 
  • Eiginnafnið Manley (kvk) 
  • Eiginnafnið Matilda (kvk) 
  • Eiginnafnið Niels (kk) 
  • Eiginnafnið Sasi (kk) 
  • Eiginnafnið Skúmur (kk) 
  • Eiginnafnið Snæ (kynhlutlaust) 
  • Eiginnafnið Svalur (kk) 
  • Eiginnafnið Sverð (kynhlutlaust) 
  • Eiginnöfnin Tatíana (kvk) og Tatjana (kvk) 
  • Eiginnafnið Úlfgrímur (kk) 
  • Eiginnafnið Villiljós (kynhlutlaust) 
  • Eiginnafnið Vopna (kvk) 
  • Eiginnafnið Zar (kk) 
  • Millinafnið Sæm 

Hafnað 

  • Millinafnið Eden 
  • Millinafnið Zar

Tengdar fréttir

Fá að heita Svarthöfði, Bond, Saara og Blár

Mannanafnanefnd samþykkti nýverið að færa nöfnin Svarthöfði, Bond, Appollo og Blár á mannanafnaskrá. Þá bættist Skylar í ört stækkandi hóp kynhlutlausra eiginnafna.

Annþór fær grænt ljós hjá mannanafnanefnd

Mannanafnanefnd hefur samþykkt beiðni þess efnis að eiginnafnið Annþór verði fært á mannanafnaskrá. Þetta kemur fram í nýlegum úrskurði mannanafnanefndar.

Fær loksins að heita Kona

Mannanafnanefnd samþykkti nýverið kvenkynseiginnafnið Kona og hefur það verið fært á mannanafnaskrá. Áður hafði nafninu verið hafnað með þeim rökum að það bryti í bága við íslenskt málkerfi en farið var fram á endurupptöku.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×