Lífið

Annþór fær grænt ljós hjá mannanafnanefnd

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Annþórar landsins geta samglaðst að nafn þeirra sé nú komið í mannanafnaskrá.
Annþórar landsins geta samglaðst að nafn þeirra sé nú komið í mannanafnaskrá. Vísir/Vilhelm

Mannanafnanefnd hefur samþykkt beiðni þess efnis að eiginnafnið Annþór verði fært á mannanafnaskrá. Þetta kemur fram í nýlegum úrskurði mannanafnanefndar.

Þar kemur fram að nefndinni hafi nýlega borist ábending um að eiginnafnið Annþór væri ekki á mannanafnaskrá. Nefndin bendir á að nafnið taki íslenskri beygingu í eignarfalli, Annþórs, og teljist að öðru leyti uppfylla lög um mannanöfn.

Hefur nafnið því verið fært á mannanafnaskrá. Samkvæmt Íslendingabók bera tveir lifandi Íslendingar nafnið Annþór. 

Annar þeirra er Annþór Karlsson sem hefur endurtekið komist í kast við lögin undanfarinn áratug eða svo. Þá hefur hann staðið í stappi við íslenska ríkið og krafist skaðabóta.


Tengdar fréttir

Ekki innistæða fyrir 121 milljóna króna bótakröfu Barkar

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað íslenska ríkið af miskabótakröfu Barkar Birgissonar vegna vistunar hans á öryggisgangi á Litla-Hrauni í hálft annað ár. Börkur fór fram á tæplega 121 milljóna króna í bætur.

Segist hafa verið með tvo lögreglumenn á launum

Annþór Kristján Karlsson var í áraraðir þekktur fyrir að vera einn alræmdasti glæpamaður Íslands en hann lýsir því meðal annars í spjalli við Sölva Tryggvason að það hafi komið fyrir oftar en einu sinni að lögreglan hafi bent fólki á að leita til sín vegna skulda, þegar úrræði fólks til að innheimta peningana voru ekki til staðar í kerfinu.

Héraðsdómur hafnaði miskabótakröfu Annþórs

Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í dag 64 milljón króna miskabótakröfu sem Annþór Kristján Karlsson krafðist þess að fá greidda úr ríkissjóði. Annþór taldi sig eiga rétt á bótunum vegna eins og hálfs árs vistar á öryggisgangi á Litla hrauni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×