Fá að heita Svarthöfði, Bond, Saara og Blár Eiður Þór Árnason skrifar 24. ágúst 2021 14:09 Enn bætist í flóru íslenskra mannanafna. Vísir/vilhelm Mannanafnanefnd samþykkti nýverið að færa nöfnin Svarthöfði, Bond, Appollo og Blár á mannanafnaskrá. Þá bættist Skylar í ört stækkandi hóp kynhlutlausra eiginnafna. Ekki hlutu allar tillögur náð fyrir augum nefndarinnar og fengu millinöfnin Welding, Degen og Octavius til að mynda rauða stimpilinn, meðal annars á grundvelli þess að vera ættarnafn eða ekki dregið af íslenskum orðstofni. Ólíkar reglur gilda um eiginnöfn og millinöfn sem birtist meðal annars í því að Octavius var samþykkt sem eiginnafn en ekki sem millinafn. Mannanafnanefnd felldi alls 24 úrskurði þann 6. og 11. ágúst síðastliðinn. Í rökstuðningi hennar fyrir samþykkt Svarthöfða segir meðal annars að eiginnafnið taki íslenska beygingu í eignarfalli og hafi tíðast á Íslandi á öldum áður. Í Íslendingabók má finna 23 einstaklinga sem hafa borið nafnið en aðeins einn þeirra, Alex Gló Svarthöfði Sigurðar, er á lífi og fæddist árið 2006. Blár, um Blá, frá Blá, til Blás Að sögn mannanafnanefndar getur eiginnafnið Blár talist leitt af karlkynsnafnorðinu blár og telst það uppfylla lög um mannanöfn. Nafnið beygist svona: Hér er Blár, um Blá, frá Blá, til Blás. Um kvenkynseiginnafnið May segir nefndin að fimm konur beri nafnið í Þjóðskrá og rithátturinn hafi unnið sér hefð í íslensku. Í öðrum úrskurði segir að eiginnafnið Apollosé að uppruna forngrískt, Apollōn. Umritunin Apollo tíðkist í ensku og fleiri málum og telst rithátturinn því uppfylla skilyrði nefndarinnar. Á sama fundi samþykkti nefndin kvenkynseiginnafnið Kona en Vísir ræddi nýverið við Elínu Konu Eddudóttur sem hefur beðið eftir niðurstöðunni í tvö ár. Mannanafnanefnd neitaði því fyrst að færa nafnið á mannanafnaskrá en tók málið upp aftur eftir að umboðsmaður Alþingis komst að þeirri niðurstöðu að úrskurðurinn hafi ekki verði í samræmi við lög. Nöfn sem voru samþykkt Karlkynseiginnafnið António Karlkynseiginnafnið Annþór Karlkynseiginnafnið Apollo Karlkynseiginnafnið Blár Karlkynseiginnafnið Bond Karlkynseiginnafnið Charlie Karlkynseiginnafnið Eljar Karlkynseiginnafnið Foss Karlkynseiginnafnið Octavius Karlkynseiginnafnið Svarthöfði Kvenkynseiginnafnið Eileif Kvenkynseiginnafnið Kona Kvenkynseiginnafnið Kvika Kvenkynseiginnafnið Lissie Kvenkynseiginnafnið May Kvenkynseiginnafnið Saara Kvenkynseiginnafnið Sarah Kvenkynseiginnafnið Thalia Kynhlutlausa eiginnafnið Skylar Millinafnið Dalland Nöfnum sem var hafnað Karlkynseiginnafnið Gunnarson Millinafnið Degen Millinafnið Foss Millinafnið Octavius Millinafnið Welding Mannanöfn Tengdar fréttir Annþór fær grænt ljós hjá mannanafnanefnd Mannanafnanefnd hefur samþykkt beiðni þess efnis að eiginnafnið Annþór verði fært á mannanafnaskrá. Þetta kemur fram í nýlegum úrskurði mannanafnanefndar. 24. ágúst 2021 10:15 Fær loksins að heita Kona Mannanafnanefnd samþykkti nýverið kvenkynseiginnafnið Kona og hefur það verið fært á mannanafnaskrá. Áður hafði nafninu verið hafnað með þeim rökum að það bryti í bága við íslenskt málkerfi en farið var fram á endurupptöku. 22. ágúst 2021 15:00 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Sjá meira
Ekki hlutu allar tillögur náð fyrir augum nefndarinnar og fengu millinöfnin Welding, Degen og Octavius til að mynda rauða stimpilinn, meðal annars á grundvelli þess að vera ættarnafn eða ekki dregið af íslenskum orðstofni. Ólíkar reglur gilda um eiginnöfn og millinöfn sem birtist meðal annars í því að Octavius var samþykkt sem eiginnafn en ekki sem millinafn. Mannanafnanefnd felldi alls 24 úrskurði þann 6. og 11. ágúst síðastliðinn. Í rökstuðningi hennar fyrir samþykkt Svarthöfða segir meðal annars að eiginnafnið taki íslenska beygingu í eignarfalli og hafi tíðast á Íslandi á öldum áður. Í Íslendingabók má finna 23 einstaklinga sem hafa borið nafnið en aðeins einn þeirra, Alex Gló Svarthöfði Sigurðar, er á lífi og fæddist árið 2006. Blár, um Blá, frá Blá, til Blás Að sögn mannanafnanefndar getur eiginnafnið Blár talist leitt af karlkynsnafnorðinu blár og telst það uppfylla lög um mannanöfn. Nafnið beygist svona: Hér er Blár, um Blá, frá Blá, til Blás. Um kvenkynseiginnafnið May segir nefndin að fimm konur beri nafnið í Þjóðskrá og rithátturinn hafi unnið sér hefð í íslensku. Í öðrum úrskurði segir að eiginnafnið Apollosé að uppruna forngrískt, Apollōn. Umritunin Apollo tíðkist í ensku og fleiri málum og telst rithátturinn því uppfylla skilyrði nefndarinnar. Á sama fundi samþykkti nefndin kvenkynseiginnafnið Kona en Vísir ræddi nýverið við Elínu Konu Eddudóttur sem hefur beðið eftir niðurstöðunni í tvö ár. Mannanafnanefnd neitaði því fyrst að færa nafnið á mannanafnaskrá en tók málið upp aftur eftir að umboðsmaður Alþingis komst að þeirri niðurstöðu að úrskurðurinn hafi ekki verði í samræmi við lög. Nöfn sem voru samþykkt Karlkynseiginnafnið António Karlkynseiginnafnið Annþór Karlkynseiginnafnið Apollo Karlkynseiginnafnið Blár Karlkynseiginnafnið Bond Karlkynseiginnafnið Charlie Karlkynseiginnafnið Eljar Karlkynseiginnafnið Foss Karlkynseiginnafnið Octavius Karlkynseiginnafnið Svarthöfði Kvenkynseiginnafnið Eileif Kvenkynseiginnafnið Kona Kvenkynseiginnafnið Kvika Kvenkynseiginnafnið Lissie Kvenkynseiginnafnið May Kvenkynseiginnafnið Saara Kvenkynseiginnafnið Sarah Kvenkynseiginnafnið Thalia Kynhlutlausa eiginnafnið Skylar Millinafnið Dalland Nöfnum sem var hafnað Karlkynseiginnafnið Gunnarson Millinafnið Degen Millinafnið Foss Millinafnið Octavius Millinafnið Welding
Mannanöfn Tengdar fréttir Annþór fær grænt ljós hjá mannanafnanefnd Mannanafnanefnd hefur samþykkt beiðni þess efnis að eiginnafnið Annþór verði fært á mannanafnaskrá. Þetta kemur fram í nýlegum úrskurði mannanafnanefndar. 24. ágúst 2021 10:15 Fær loksins að heita Kona Mannanafnanefnd samþykkti nýverið kvenkynseiginnafnið Kona og hefur það verið fært á mannanafnaskrá. Áður hafði nafninu verið hafnað með þeim rökum að það bryti í bága við íslenskt málkerfi en farið var fram á endurupptöku. 22. ágúst 2021 15:00 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Sjá meira
Annþór fær grænt ljós hjá mannanafnanefnd Mannanafnanefnd hefur samþykkt beiðni þess efnis að eiginnafnið Annþór verði fært á mannanafnaskrá. Þetta kemur fram í nýlegum úrskurði mannanafnanefndar. 24. ágúst 2021 10:15
Fær loksins að heita Kona Mannanafnanefnd samþykkti nýverið kvenkynseiginnafnið Kona og hefur það verið fært á mannanafnaskrá. Áður hafði nafninu verið hafnað með þeim rökum að það bryti í bága við íslenskt málkerfi en farið var fram á endurupptöku. 22. ágúst 2021 15:00