Flúðu hitann frá nýja hraunstraumnum: „Þetta er á þeim hraða að þú hleypur ekkert frá þessu“ Birgir Olgeirsson skrifar 15. september 2021 11:43 Frá eldgosinu við Fagradalsfjall. Vísir/Vilhelm Gosstöðvunum við Fagradalsfjall hefur verið lokað vegna óvænts hraunstraums sem rennur nú á miklum hraða í Nátthaga. Gífurlegur hiti er við hraunstrauminn og hafa björgunarsveitarmenn þurft að hörfa undan honum. Lögreglan og björgunarsveitir vinna nú að rýmingu svæðisins vegna hraunsstraumsins sem rennur suður í Geldingadali og í Nátthaga. Bogi Adolfsson, formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar, segir hrauntjörn, sem hafði myndast við uppsprettu hraunsins, hafa farið af stað og renna að hluta yfir gönguleið A. Ekki sé hægt að segja til um hvaða stefnu hraunflæðið taki, mikill hiti er af því og mengun. Þess vegna sé gripið til rýmingar og lokunar. „Ég skil fólk alveg, þetta er eins og flugur á skít. Það sogast að þessu en er ekki að átta sig á menguninni þegar þetta er svona heitt. Það er gríðarlegur hiti í þessu. Mínir menn eru búnir að bakka út úr hita,“ segir Bogi Adolfsson. Hraunstraumurinn nýi hefur brotið sér leið framhjá leiðigörðunum og er á hraðri leið í Nátthaga. Er óttast að hraunstraumurinn komist að Suðurstrandavegi og renni þar yfir? „Nei nei, maður veit ekki. Kannski ekki í þessari lotu, en þetta mun ryðjast eitthvað áfram. Við vitum ekki hvað þetta gerir almennilega, þess vegna er gripið til þessarar ráðstafana. Þú segir að þetta renni á miklum hraða, er það hraðar en þið hafið áður séð í þessu gosi? „Nei, ekki endilega. En þetta er á þeim hraða að þú hleypur ekkert frá þessu.“ Hann hvetur fólk til að fara varlega. Eldgos í Fagradalsfjalli Björgunarsveitir Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Lögreglan og björgunarsveitir vinna nú að rýmingu svæðisins vegna hraunsstraumsins sem rennur suður í Geldingadali og í Nátthaga. Bogi Adolfsson, formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar, segir hrauntjörn, sem hafði myndast við uppsprettu hraunsins, hafa farið af stað og renna að hluta yfir gönguleið A. Ekki sé hægt að segja til um hvaða stefnu hraunflæðið taki, mikill hiti er af því og mengun. Þess vegna sé gripið til rýmingar og lokunar. „Ég skil fólk alveg, þetta er eins og flugur á skít. Það sogast að þessu en er ekki að átta sig á menguninni þegar þetta er svona heitt. Það er gríðarlegur hiti í þessu. Mínir menn eru búnir að bakka út úr hita,“ segir Bogi Adolfsson. Hraunstraumurinn nýi hefur brotið sér leið framhjá leiðigörðunum og er á hraðri leið í Nátthaga. Er óttast að hraunstraumurinn komist að Suðurstrandavegi og renni þar yfir? „Nei nei, maður veit ekki. Kannski ekki í þessari lotu, en þetta mun ryðjast eitthvað áfram. Við vitum ekki hvað þetta gerir almennilega, þess vegna er gripið til þessarar ráðstafana. Þú segir að þetta renni á miklum hraða, er það hraðar en þið hafið áður séð í þessu gosi? „Nei, ekki endilega. En þetta er á þeim hraða að þú hleypur ekkert frá þessu.“ Hann hvetur fólk til að fara varlega.
Eldgos í Fagradalsfjalli Björgunarsveitir Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira