Sólin gæti sest á forsætisráðherratíð Solberg Kjartan Kjartansson skrifar 13. september 2021 15:25 Erna Solberg greiddi atkvæði í Björgvin, heimabæ sínum í dag. Hún hefur verið forsætisráðherra í átta ár. Vísir/EPA Skoðanakannanir benda til þess að dagar Ernu Solberg sem forsætisráðherra Noregs gætu verið taldir. Norðmenn gengu að kjörborðinu í dag en loftslagsbreytingar og ójöfnuður í samfélaginu hafa verið efst á baugi í kosningabaráttunni. Solberg og Íhaldsflokkur hennar hefur stýrt ríkisstjórnum í Noregi undanfarin átta ár. Nú benda skoðakannanir til þess að stjórnarandstaðan hafi sigur í þingkosningunum sem fara fram í dag. Búist er við fyrstu tölum klukkan 19:00 að íslenskum tíma. Talið er að endanleg úrslit gætu legið fyrir óvenjusnemma í ár þar sem metaðsókn var í utankjörfundaratkvæðagreiðslu. Verkamannaflokkur Jonasar Gahr Støre stefnir í að verða stærsti flokkurinn eftir kosningar en hann þyrfti að mynda ríkisstjórn með að minnsta kosti tveimur öðrum flokkum til að hafa meirihluta á þingi. Gahr Støre vonast til þess að Verkamannaflokkurinn, Miðflokkurinn og Vinstri sósíalistar nái nægum þingstyrk til að mynda stjórn saman. Ekki er víst að honum verði að þeirri ósk sinni og gæti slík stjórn þurft að reiða sig á stuðning Rauða flokksins, flokks róttækra marxista, eða Græningja sem vilja hætta allri olíuframleiðslu fyrir árið 2035. Nú er útlit fyrir að svonefnd rauða blokkin í Noregi nái hundrað þingsætum en bláa blokkin 69 samkvæmt meðaltali skoðanakannana, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Solberg og leiðtogi Verkamannaflokksins hafa átt í Støre-keppni í kosningabaráttunni.Vísir/EPA Deilt um framtíð olíuiðnaðarins Bæði Gahr Støre og Solberg vilja færa sig hægt frá olíu- og gasvinnslu sem Norðmenn hafa auðgast gífurlega á. Þau vilja gefa olíufyrirtækjum ráðrúm til þess að færa sig hægt og bítandi yfir í endurnýjanlega orkugjafa eins og beislun vindorku undan ströndum Noregs. „Ég tel að það sé röng iðnaðarstefna og loftslagsstefna að binda enda á olíu- og gasiðnaðinn okkar,“ sagði Gahr Støre þegar hann greiddi atkvæði í gær. Minni og róttækari flokkar hafa sótt fast að þeim Solberg í kosningabaráttunni og krefjast harðari aðgerða. Jarðefnaeldsneyti er 40% af öllum útflutningi Norðmanna og um fimm prósent landsmanna starfa við iðnaðinn, að sögn AP-fréttastofunnar. „Okkar krafa er að hætt verði að leita að olíu og gasi og að hætt verði að deila út nýjum leyfum til fyrirtækja,“ segir Lars Haltbrekken, talsmaður Vinstri sósíalista í loftslags- og orkumálum. Því hafnar Tina Brau, olíu- og orkumálaráðherra. Hún telur óhugsandi að Noregur gæti lagt niður stærsta iðnað sinn. Líkt og norski olíuiðnaðurinn ber hún fyrir sig að framleiðslan í Noregi sé umhverfisvænni en annars staðar. Það kæmi því verr út fyrir loftslagið ef olíuframleiðsla færðist frá Noregi. Greining sérfræðinga sem birt var í síðustu viku bendir til þess að menn þurfi að skilja 60% af öllum þekktum olíuforða heimsins eftir í jörðinni ætli þeir sér að eiga raunhæfan möguleika á að halda hnattrænni hlýnun innan við 1,5°C, metnaðarfyllra markmið Parísarsamkomulagsins. Noregur Loftslagsmál Þingkosningar í Noregi Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent Fleiri fréttir Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Sjá meira
Solberg og Íhaldsflokkur hennar hefur stýrt ríkisstjórnum í Noregi undanfarin átta ár. Nú benda skoðakannanir til þess að stjórnarandstaðan hafi sigur í þingkosningunum sem fara fram í dag. Búist er við fyrstu tölum klukkan 19:00 að íslenskum tíma. Talið er að endanleg úrslit gætu legið fyrir óvenjusnemma í ár þar sem metaðsókn var í utankjörfundaratkvæðagreiðslu. Verkamannaflokkur Jonasar Gahr Støre stefnir í að verða stærsti flokkurinn eftir kosningar en hann þyrfti að mynda ríkisstjórn með að minnsta kosti tveimur öðrum flokkum til að hafa meirihluta á þingi. Gahr Støre vonast til þess að Verkamannaflokkurinn, Miðflokkurinn og Vinstri sósíalistar nái nægum þingstyrk til að mynda stjórn saman. Ekki er víst að honum verði að þeirri ósk sinni og gæti slík stjórn þurft að reiða sig á stuðning Rauða flokksins, flokks róttækra marxista, eða Græningja sem vilja hætta allri olíuframleiðslu fyrir árið 2035. Nú er útlit fyrir að svonefnd rauða blokkin í Noregi nái hundrað þingsætum en bláa blokkin 69 samkvæmt meðaltali skoðanakannana, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Solberg og leiðtogi Verkamannaflokksins hafa átt í Støre-keppni í kosningabaráttunni.Vísir/EPA Deilt um framtíð olíuiðnaðarins Bæði Gahr Støre og Solberg vilja færa sig hægt frá olíu- og gasvinnslu sem Norðmenn hafa auðgast gífurlega á. Þau vilja gefa olíufyrirtækjum ráðrúm til þess að færa sig hægt og bítandi yfir í endurnýjanlega orkugjafa eins og beislun vindorku undan ströndum Noregs. „Ég tel að það sé röng iðnaðarstefna og loftslagsstefna að binda enda á olíu- og gasiðnaðinn okkar,“ sagði Gahr Støre þegar hann greiddi atkvæði í gær. Minni og róttækari flokkar hafa sótt fast að þeim Solberg í kosningabaráttunni og krefjast harðari aðgerða. Jarðefnaeldsneyti er 40% af öllum útflutningi Norðmanna og um fimm prósent landsmanna starfa við iðnaðinn, að sögn AP-fréttastofunnar. „Okkar krafa er að hætt verði að leita að olíu og gasi og að hætt verði að deila út nýjum leyfum til fyrirtækja,“ segir Lars Haltbrekken, talsmaður Vinstri sósíalista í loftslags- og orkumálum. Því hafnar Tina Brau, olíu- og orkumálaráðherra. Hún telur óhugsandi að Noregur gæti lagt niður stærsta iðnað sinn. Líkt og norski olíuiðnaðurinn ber hún fyrir sig að framleiðslan í Noregi sé umhverfisvænni en annars staðar. Það kæmi því verr út fyrir loftslagið ef olíuframleiðsla færðist frá Noregi. Greining sérfræðinga sem birt var í síðustu viku bendir til þess að menn þurfi að skilja 60% af öllum þekktum olíuforða heimsins eftir í jörðinni ætli þeir sér að eiga raunhæfan möguleika á að halda hnattrænni hlýnun innan við 1,5°C, metnaðarfyllra markmið Parísarsamkomulagsins.
Noregur Loftslagsmál Þingkosningar í Noregi Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent Fleiri fréttir Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Sjá meira