Sólin gæti sest á forsætisráðherratíð Solberg Kjartan Kjartansson skrifar 13. september 2021 15:25 Erna Solberg greiddi atkvæði í Björgvin, heimabæ sínum í dag. Hún hefur verið forsætisráðherra í átta ár. Vísir/EPA Skoðanakannanir benda til þess að dagar Ernu Solberg sem forsætisráðherra Noregs gætu verið taldir. Norðmenn gengu að kjörborðinu í dag en loftslagsbreytingar og ójöfnuður í samfélaginu hafa verið efst á baugi í kosningabaráttunni. Solberg og Íhaldsflokkur hennar hefur stýrt ríkisstjórnum í Noregi undanfarin átta ár. Nú benda skoðakannanir til þess að stjórnarandstaðan hafi sigur í þingkosningunum sem fara fram í dag. Búist er við fyrstu tölum klukkan 19:00 að íslenskum tíma. Talið er að endanleg úrslit gætu legið fyrir óvenjusnemma í ár þar sem metaðsókn var í utankjörfundaratkvæðagreiðslu. Verkamannaflokkur Jonasar Gahr Støre stefnir í að verða stærsti flokkurinn eftir kosningar en hann þyrfti að mynda ríkisstjórn með að minnsta kosti tveimur öðrum flokkum til að hafa meirihluta á þingi. Gahr Støre vonast til þess að Verkamannaflokkurinn, Miðflokkurinn og Vinstri sósíalistar nái nægum þingstyrk til að mynda stjórn saman. Ekki er víst að honum verði að þeirri ósk sinni og gæti slík stjórn þurft að reiða sig á stuðning Rauða flokksins, flokks róttækra marxista, eða Græningja sem vilja hætta allri olíuframleiðslu fyrir árið 2035. Nú er útlit fyrir að svonefnd rauða blokkin í Noregi nái hundrað þingsætum en bláa blokkin 69 samkvæmt meðaltali skoðanakannana, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Solberg og leiðtogi Verkamannaflokksins hafa átt í Støre-keppni í kosningabaráttunni.Vísir/EPA Deilt um framtíð olíuiðnaðarins Bæði Gahr Støre og Solberg vilja færa sig hægt frá olíu- og gasvinnslu sem Norðmenn hafa auðgast gífurlega á. Þau vilja gefa olíufyrirtækjum ráðrúm til þess að færa sig hægt og bítandi yfir í endurnýjanlega orkugjafa eins og beislun vindorku undan ströndum Noregs. „Ég tel að það sé röng iðnaðarstefna og loftslagsstefna að binda enda á olíu- og gasiðnaðinn okkar,“ sagði Gahr Støre þegar hann greiddi atkvæði í gær. Minni og róttækari flokkar hafa sótt fast að þeim Solberg í kosningabaráttunni og krefjast harðari aðgerða. Jarðefnaeldsneyti er 40% af öllum útflutningi Norðmanna og um fimm prósent landsmanna starfa við iðnaðinn, að sögn AP-fréttastofunnar. „Okkar krafa er að hætt verði að leita að olíu og gasi og að hætt verði að deila út nýjum leyfum til fyrirtækja,“ segir Lars Haltbrekken, talsmaður Vinstri sósíalista í loftslags- og orkumálum. Því hafnar Tina Brau, olíu- og orkumálaráðherra. Hún telur óhugsandi að Noregur gæti lagt niður stærsta iðnað sinn. Líkt og norski olíuiðnaðurinn ber hún fyrir sig að framleiðslan í Noregi sé umhverfisvænni en annars staðar. Það kæmi því verr út fyrir loftslagið ef olíuframleiðsla færðist frá Noregi. Greining sérfræðinga sem birt var í síðustu viku bendir til þess að menn þurfi að skilja 60% af öllum þekktum olíuforða heimsins eftir í jörðinni ætli þeir sér að eiga raunhæfan möguleika á að halda hnattrænni hlýnun innan við 1,5°C, metnaðarfyllra markmið Parísarsamkomulagsins. Noregur Loftslagsmál Þingkosningar í Noregi Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Fleiri fréttir Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Sjá meira
Solberg og Íhaldsflokkur hennar hefur stýrt ríkisstjórnum í Noregi undanfarin átta ár. Nú benda skoðakannanir til þess að stjórnarandstaðan hafi sigur í þingkosningunum sem fara fram í dag. Búist er við fyrstu tölum klukkan 19:00 að íslenskum tíma. Talið er að endanleg úrslit gætu legið fyrir óvenjusnemma í ár þar sem metaðsókn var í utankjörfundaratkvæðagreiðslu. Verkamannaflokkur Jonasar Gahr Støre stefnir í að verða stærsti flokkurinn eftir kosningar en hann þyrfti að mynda ríkisstjórn með að minnsta kosti tveimur öðrum flokkum til að hafa meirihluta á þingi. Gahr Støre vonast til þess að Verkamannaflokkurinn, Miðflokkurinn og Vinstri sósíalistar nái nægum þingstyrk til að mynda stjórn saman. Ekki er víst að honum verði að þeirri ósk sinni og gæti slík stjórn þurft að reiða sig á stuðning Rauða flokksins, flokks róttækra marxista, eða Græningja sem vilja hætta allri olíuframleiðslu fyrir árið 2035. Nú er útlit fyrir að svonefnd rauða blokkin í Noregi nái hundrað þingsætum en bláa blokkin 69 samkvæmt meðaltali skoðanakannana, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Solberg og leiðtogi Verkamannaflokksins hafa átt í Støre-keppni í kosningabaráttunni.Vísir/EPA Deilt um framtíð olíuiðnaðarins Bæði Gahr Støre og Solberg vilja færa sig hægt frá olíu- og gasvinnslu sem Norðmenn hafa auðgast gífurlega á. Þau vilja gefa olíufyrirtækjum ráðrúm til þess að færa sig hægt og bítandi yfir í endurnýjanlega orkugjafa eins og beislun vindorku undan ströndum Noregs. „Ég tel að það sé röng iðnaðarstefna og loftslagsstefna að binda enda á olíu- og gasiðnaðinn okkar,“ sagði Gahr Støre þegar hann greiddi atkvæði í gær. Minni og róttækari flokkar hafa sótt fast að þeim Solberg í kosningabaráttunni og krefjast harðari aðgerða. Jarðefnaeldsneyti er 40% af öllum útflutningi Norðmanna og um fimm prósent landsmanna starfa við iðnaðinn, að sögn AP-fréttastofunnar. „Okkar krafa er að hætt verði að leita að olíu og gasi og að hætt verði að deila út nýjum leyfum til fyrirtækja,“ segir Lars Haltbrekken, talsmaður Vinstri sósíalista í loftslags- og orkumálum. Því hafnar Tina Brau, olíu- og orkumálaráðherra. Hún telur óhugsandi að Noregur gæti lagt niður stærsta iðnað sinn. Líkt og norski olíuiðnaðurinn ber hún fyrir sig að framleiðslan í Noregi sé umhverfisvænni en annars staðar. Það kæmi því verr út fyrir loftslagið ef olíuframleiðsla færðist frá Noregi. Greining sérfræðinga sem birt var í síðustu viku bendir til þess að menn þurfi að skilja 60% af öllum þekktum olíuforða heimsins eftir í jörðinni ætli þeir sér að eiga raunhæfan möguleika á að halda hnattrænni hlýnun innan við 1,5°C, metnaðarfyllra markmið Parísarsamkomulagsins.
Noregur Loftslagsmál Þingkosningar í Noregi Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Fleiri fréttir Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent