Innlent

Þurftu að festa niður báru­járns­plötur í rokinu

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Slökkvilið var kallað út vegna vatnstjóns í kjallara á höfuðborgarsvæðinu.
Slökkvilið var kallað út vegna vatnstjóns í kjallara á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Vilhelm

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins þurfti að fara í tvö verkefni tengd rokinu og rigningunni sem gekk yfir landið í gærkvöldi og í nótt og sem í raun enn eimir af í borginni.

Fyrst var lið kallað út til að festa niður bunka af bárujárnsplötum sem voru að gera sig líklegar til flugtaks og í seinna skiptið varð vatnstjón í kjallara á höfuðborgarsvæðinu þegar brunnvatnsdælur biluðu og vatn tók að flæða. 

Greint er frá útköllunum í færslu á Facebook-síðu slökkviliðsins.

Annars fór slökkvilið í 96 sjúkraflutninga síðasta sólarhringinn, þar af voru 27 forgangsverkefni og ellefu tengd Covid-19.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×