Finnst í rauninni eins og það séu engin box eftir að tikka í Runólfur Trausti Þórhallsson og Svava Kristín Gretarsdóttir skrifa 10. september 2021 09:00 Hannes Þór hefur spilað sinn síðasta landsleik. Lukasz Laskowski/Getty Images „Hún er bara mjög góð. Auðvitað er ljúfsárt að kveðja landsliðið en ég er alveg sannfærður um að þetta hafi verið rétti tímapunkturinn,“ sagði Hannes Þór Halldórsson, fyrrum landsliðsmarkvörður Íslands, um ákvörðun sína að gefa ekki lengur kost á sér í íslenska landsliðið í fótbolta. Hannes Þór hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér með íslenska landsliðinu í framtíðinni enda orðinn 37 ára gamall og hefur í nægu að snúast bæði sem markvörður Vals og sem leikstjóri. Þessi magnaði markvörður ræddi við Stöð 2 og Vísi um ákvörðun sína, landsliðið og ferilinn. Var viðtalið tekið við „vegginn fræga“ þar sem Hannes Þór æfði sig tímum saman á sínum yngri árum. Viðtalið má sjá í spilaranum neðst í fréttinni. „Mér líður bara mjög vel að hafa getað gert þetta á Laugardalsvelli. Finn bara fyrir svona ákveðnum létti líka. Þetta er búið að vera frábær tími en nú er þessu lokið og það er ágætt að geta lokað þessum kafla. Svo er búið að rigna yfir mig kveðjum í allan dag, það er gaman og mér þykir vænt um það. Mér líður bara mjög vel með þessa ákvörðun.“ „Ég held ég hætti ekki við. Ég verð að standa við þetta,“ er ýjað var að því að hann gæti ekki hætt við eftir allan þann fjölda kveðja sem honum hefði borist.“ Íhugaði að hætta á Wembley „Ég hélt nú að þetta væri bara komið þar. Auðvitað vorum við nýkomnir örugglega mestu vonbrigðum sem við höfum upplifað – þegar við missum EM sætið úr höndunum á síðustu mínútunum.“ „Ef ég tala fyrir sjálfan mig þá voru vonbrigðin eftir það að koma út eftir Englandsleikinn, þegar það verkefni var búið. Fyrir utan það að ég og nokkrir aðrir töldum að við hefðum verið að spila okkar síðasta leik þannig það voru mjög miklar tilfinningar í spilunum þar. Ég og Ari (Freyr Skúlason) og fleiri felldum nokkur tár eftir þann leik.“ Ari Freyr Skúlason felldi tár y eftir 4-0 tap gegn Englandi á Wembley í nóvember á síðasta ári.Carl Recine/Getty Images „Síðan breyttust aðeins hlutirnir og mér fannst riðillinn vera þess eðlis þegar dregið var núna að við ættum góða möguleika. Ég og flestir ákváðum að taka slaginn áfram og sjá hvert það myndi leiða okkar.“ „Ég ákvað að taka slaginn út af möguleikanum að komast á HM.“ „Ég sá að við ættum raunhæfa möguleika á einu stórmóti í viðbót, síðan hafa hlutirnir þróast öðruvísi. Kynslóðaskiptin í liðinu eru að koma hraðar heldur en reiknað var með og við erum búnir að missa af lestinni.“ „Eftir að upplifa alla þessu frábæru tíma sem að ég hef upplifað með landsliðinu þá finnst mér í rauninni bara eins og það séu engin box eftir að tikka í. Þannig mér fannst tíminn vera réttur að segja stopp,“ sagði Hannes Þór að lokum. Fleiri bútar úr viðtalinu við þennan magnaða markvörð munu birtast á Vísi í dag og á morgun. Klippa: Hannes Þór segir hafa verið tíma til kominn að hætta Fótbolti HM 2022 í Katar Tímamót Tengdar fréttir Hannes Þór hættur í landsliðinu Hannes Þór Halldórsson spilaði í kvöld sinn síðasta landsleik á ferlinum. Hann tilkynnti það í sjónvarpsviðtali eftir leik. 8. september 2021 21:05 Twitter þakkar Hannesi: „Ég skal halda áfram að minna lið á að þú varðir víti frá Messi“ Kveðjunum hefur rignt yfir landsliðsmarkvörðinn Hannes Þór Halldórsson eftir að hann tilkynnti það í viðtali við RÚV eftir tapið gegn Þjóverjum í gær að landsliðshanskarnir væru á leið á hilluna frægu. 9. september 2021 07:00 Rúnar Alex líklegur arftaki en þarf að grípa gæsina Það er ljóst að Hannes Þór Halldórsson mun ekki spila fyrir leiki fyrir íslenska landsliðið í fótbolta. Eftir 77 leiki hefur þessi frábæri markvörður ákveðið að segja þetta gott með landsliðinu. Stóra spurningin er, hver mun leysa hann af hólmi? 9. september 2021 12:30 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Fótbolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Fleiri fréttir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Courtois: Trent Alexander-Arnold martröð fyrir markverði Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Sjá meira
Hannes Þór hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér með íslenska landsliðinu í framtíðinni enda orðinn 37 ára gamall og hefur í nægu að snúast bæði sem markvörður Vals og sem leikstjóri. Þessi magnaði markvörður ræddi við Stöð 2 og Vísi um ákvörðun sína, landsliðið og ferilinn. Var viðtalið tekið við „vegginn fræga“ þar sem Hannes Þór æfði sig tímum saman á sínum yngri árum. Viðtalið má sjá í spilaranum neðst í fréttinni. „Mér líður bara mjög vel að hafa getað gert þetta á Laugardalsvelli. Finn bara fyrir svona ákveðnum létti líka. Þetta er búið að vera frábær tími en nú er þessu lokið og það er ágætt að geta lokað þessum kafla. Svo er búið að rigna yfir mig kveðjum í allan dag, það er gaman og mér þykir vænt um það. Mér líður bara mjög vel með þessa ákvörðun.“ „Ég held ég hætti ekki við. Ég verð að standa við þetta,“ er ýjað var að því að hann gæti ekki hætt við eftir allan þann fjölda kveðja sem honum hefði borist.“ Íhugaði að hætta á Wembley „Ég hélt nú að þetta væri bara komið þar. Auðvitað vorum við nýkomnir örugglega mestu vonbrigðum sem við höfum upplifað – þegar við missum EM sætið úr höndunum á síðustu mínútunum.“ „Ef ég tala fyrir sjálfan mig þá voru vonbrigðin eftir það að koma út eftir Englandsleikinn, þegar það verkefni var búið. Fyrir utan það að ég og nokkrir aðrir töldum að við hefðum verið að spila okkar síðasta leik þannig það voru mjög miklar tilfinningar í spilunum þar. Ég og Ari (Freyr Skúlason) og fleiri felldum nokkur tár eftir þann leik.“ Ari Freyr Skúlason felldi tár y eftir 4-0 tap gegn Englandi á Wembley í nóvember á síðasta ári.Carl Recine/Getty Images „Síðan breyttust aðeins hlutirnir og mér fannst riðillinn vera þess eðlis þegar dregið var núna að við ættum góða möguleika. Ég og flestir ákváðum að taka slaginn áfram og sjá hvert það myndi leiða okkar.“ „Ég ákvað að taka slaginn út af möguleikanum að komast á HM.“ „Ég sá að við ættum raunhæfa möguleika á einu stórmóti í viðbót, síðan hafa hlutirnir þróast öðruvísi. Kynslóðaskiptin í liðinu eru að koma hraðar heldur en reiknað var með og við erum búnir að missa af lestinni.“ „Eftir að upplifa alla þessu frábæru tíma sem að ég hef upplifað með landsliðinu þá finnst mér í rauninni bara eins og það séu engin box eftir að tikka í. Þannig mér fannst tíminn vera réttur að segja stopp,“ sagði Hannes Þór að lokum. Fleiri bútar úr viðtalinu við þennan magnaða markvörð munu birtast á Vísi í dag og á morgun. Klippa: Hannes Þór segir hafa verið tíma til kominn að hætta
Fótbolti HM 2022 í Katar Tímamót Tengdar fréttir Hannes Þór hættur í landsliðinu Hannes Þór Halldórsson spilaði í kvöld sinn síðasta landsleik á ferlinum. Hann tilkynnti það í sjónvarpsviðtali eftir leik. 8. september 2021 21:05 Twitter þakkar Hannesi: „Ég skal halda áfram að minna lið á að þú varðir víti frá Messi“ Kveðjunum hefur rignt yfir landsliðsmarkvörðinn Hannes Þór Halldórsson eftir að hann tilkynnti það í viðtali við RÚV eftir tapið gegn Þjóverjum í gær að landsliðshanskarnir væru á leið á hilluna frægu. 9. september 2021 07:00 Rúnar Alex líklegur arftaki en þarf að grípa gæsina Það er ljóst að Hannes Þór Halldórsson mun ekki spila fyrir leiki fyrir íslenska landsliðið í fótbolta. Eftir 77 leiki hefur þessi frábæri markvörður ákveðið að segja þetta gott með landsliðinu. Stóra spurningin er, hver mun leysa hann af hólmi? 9. september 2021 12:30 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Fótbolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Fleiri fréttir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Courtois: Trent Alexander-Arnold martröð fyrir markverði Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Sjá meira
Hannes Þór hættur í landsliðinu Hannes Þór Halldórsson spilaði í kvöld sinn síðasta landsleik á ferlinum. Hann tilkynnti það í sjónvarpsviðtali eftir leik. 8. september 2021 21:05
Twitter þakkar Hannesi: „Ég skal halda áfram að minna lið á að þú varðir víti frá Messi“ Kveðjunum hefur rignt yfir landsliðsmarkvörðinn Hannes Þór Halldórsson eftir að hann tilkynnti það í viðtali við RÚV eftir tapið gegn Þjóverjum í gær að landsliðshanskarnir væru á leið á hilluna frægu. 9. september 2021 07:00
Rúnar Alex líklegur arftaki en þarf að grípa gæsina Það er ljóst að Hannes Þór Halldórsson mun ekki spila fyrir leiki fyrir íslenska landsliðið í fótbolta. Eftir 77 leiki hefur þessi frábæri markvörður ákveðið að segja þetta gott með landsliðinu. Stóra spurningin er, hver mun leysa hann af hólmi? 9. september 2021 12:30