Rúnar Alex líklegur arftaki en þarf að grípa gæsina Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. september 2021 12:30 Rúnar Alex stóð vaktina í marki Íslands gegn Rúmeníu. Vísir/Vilhelm Það er ljóst að Hannes Þór Halldórsson mun ekki spila fyrir leiki fyrir íslenska landsliðið í fótbolta. Eftir 77 leiki hefur þessi frábæri markvörður ákveðið að segja þetta gott með landsliðinu. Stóra spurningin er, hver mun leysa hann af hólmi? Eftir 0-4 tapið gegn Þýskalandi á Laugardalsvelli tilkynnti hinn 37 ára gamli Hannes Þór að hann hefði leikið sinn síðasta landsleik. Erfitt er að finna orð til að lýsa landsliðsferli Hannesar Þórs en það er svo gott sem hægt að fullyrða að hann sé besti landsliðsmarkvörður Íslands frá upphafi þó aðrir hafi ef til vill náð betri árangri með félagsliðum sínum. Hannes Þór hefur verið í minna hlutverki síðan Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen og nú þurfa þeir að ákveða hver verður næsti aðalmarkvörður íslenska landsliðsins. Það er ekki langt síðan Vísir velti fyrir sér þeim höfuðverk sem landsliðsmarkvarðarstaða Íslands væri. Svo mikill var höfuðverkurinn að Arnar Þór hefur notað þrjá markverði í þeim níu leikjum sem hann hefur stýrt íslenska A-landsliðinu. Rúnar Alex Rúnarsson hefur byrjað fimm, Hannes Þór þrjá og Ögmundur Kristinsson einn. Ef marka má þá tölfræði er auðvelt að benda á að Rúnar Alex verði næsti aðalmarkvörður íslenska landsliðsins. Það þarf ekkert að fara í felur með það að hinn 26 ára gamli Rúnar Alex hefur hins vegar ekki nýtt sín 12 tækifæri með landsliðinu nægilega vel. Hann fékk til að mynda á sig mark beint úr hornspyrnu gegn Liechtenstein fyrr á þessu ári og leit ekki vel út í mörkunum tveimur sem Ísland fékk á sig gegn Norður-Makedóníu. Að því sögðu var Hannes Þór orðinn 27 ára þegar hann lék sinn fyrsta landsleik og hans bestu leikir komu nær allir eftir að hann varð þrítugur. Tæknilega séð er Rúnar Alex því kominn lengra í sinni þróun sem markvörður en Hannes Þór var á sínum tíma. Mýtan um að markverðir séu upp á sitt besta eftir þrítugt átti svo sannarlega við um Hannes Þór og hver veit nema hún gæti líka átt við um Rúnar Alex. Ögmundur Kristinsson var ekki með landsliðinu í verkefninu sem lauk með 0-4 tapinu gegn Þýskalandi en hann stóð sig með prýði gegn Færeyjum og Póllandi í vináttuleikjum sem fram fóru fyrr á þessu ári. Sömu sögu er að segja af Rúnari Alex sem lék gegn Mexíkó og Póllandi í sama glugga. Patrik Sigurður í leik með U-21 árs landsliðinu.Vísir/Daniel Patrik Sigurður Gunnarsson og Elías Rafn Ólafsson eru svo farnir að banka á dyrnar hjá A-landsliðinu. Það er hins vegar nær ómögulegt að halda því fram að einhver þessara fjögurra markvarða „eigi“ að vera aðalmarkvörður Íslands þar sem enginn þeirra er aðalmarkvörður í sínu liði í dag. Elías Rafn hóf tímabilið milli stanganna hjá danska úrvalsdeildarfélaginu Midtjylland þar sem aðalmarkvörður liðsins fékk lengra sumarfrí en aðrir leikmenn liðsins. Hvernig tímabil hans mun þróast á eftir að koma í ljós. Þá er Patrik Sigurður farinn á láni til Viking í Noregi þar sem hann var þriðji kostur hjá enska úrvalsdeildarliðinu Brentford. Rúnar Alex er nýfarinn til Belgíu á láni frá Arsenal. Þar ætti hann að verða aðalmarkvörður hjá liði sem leikur í efstu deild. Það ætti að gefa honum aukna möguleika á að hirða stöðu aðalmarkvarðar hjá íslenska landsliðinu. Hann þarf þá að grípa gæsina þegar hún gefst. Hannes Þór fékk tækifærið á sínum tíma og greip það báðum höndum. Hann sleppti ekki takinu næstu tíu árin og steig vart feilspor með landsliðinu á þeim tíma. Það virðist nú vera undir Rúnari Alex komið hvort hann vilji stöðuna eða ekki. Ef hann grípur ekki gæsina gæti farið svo að ungir markverðir á borð við Patrik Sigurð eða Elías Rafn hirði stöðuna af honum. Ekki skal svo afskrifa Ögmund sem er aðeins 32 ára gamall, hann þarf þó að fara spila fleiri leiki með félagsliði sínu ef hann vill standa milli stanganna á Laugardalsvelli. Ögmundur stóð sig vel gegn bæði Færeyjum og Póllandi í vináttulandsleikjum fyrr á þessu ári. Hann fær hins vegar fá tækifæri með félagsliði sínu Olympiacos.Boris Streubel/Getty Images Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Fótbolti „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Fótbolti Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Fótbolti Dortmund mætir Real en Bellingham bræður mætast ekki Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Íslenski boltinn „Engar svakalegar reglur hér“ Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Karólína Lea orðin leikmaður Inter „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Dortmund mætir Real en Bellingham bræður mætast ekki „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Sjá meira
Eftir 0-4 tapið gegn Þýskalandi á Laugardalsvelli tilkynnti hinn 37 ára gamli Hannes Þór að hann hefði leikið sinn síðasta landsleik. Erfitt er að finna orð til að lýsa landsliðsferli Hannesar Þórs en það er svo gott sem hægt að fullyrða að hann sé besti landsliðsmarkvörður Íslands frá upphafi þó aðrir hafi ef til vill náð betri árangri með félagsliðum sínum. Hannes Þór hefur verið í minna hlutverki síðan Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen og nú þurfa þeir að ákveða hver verður næsti aðalmarkvörður íslenska landsliðsins. Það er ekki langt síðan Vísir velti fyrir sér þeim höfuðverk sem landsliðsmarkvarðarstaða Íslands væri. Svo mikill var höfuðverkurinn að Arnar Þór hefur notað þrjá markverði í þeim níu leikjum sem hann hefur stýrt íslenska A-landsliðinu. Rúnar Alex Rúnarsson hefur byrjað fimm, Hannes Þór þrjá og Ögmundur Kristinsson einn. Ef marka má þá tölfræði er auðvelt að benda á að Rúnar Alex verði næsti aðalmarkvörður íslenska landsliðsins. Það þarf ekkert að fara í felur með það að hinn 26 ára gamli Rúnar Alex hefur hins vegar ekki nýtt sín 12 tækifæri með landsliðinu nægilega vel. Hann fékk til að mynda á sig mark beint úr hornspyrnu gegn Liechtenstein fyrr á þessu ári og leit ekki vel út í mörkunum tveimur sem Ísland fékk á sig gegn Norður-Makedóníu. Að því sögðu var Hannes Þór orðinn 27 ára þegar hann lék sinn fyrsta landsleik og hans bestu leikir komu nær allir eftir að hann varð þrítugur. Tæknilega séð er Rúnar Alex því kominn lengra í sinni þróun sem markvörður en Hannes Þór var á sínum tíma. Mýtan um að markverðir séu upp á sitt besta eftir þrítugt átti svo sannarlega við um Hannes Þór og hver veit nema hún gæti líka átt við um Rúnar Alex. Ögmundur Kristinsson var ekki með landsliðinu í verkefninu sem lauk með 0-4 tapinu gegn Þýskalandi en hann stóð sig með prýði gegn Færeyjum og Póllandi í vináttuleikjum sem fram fóru fyrr á þessu ári. Sömu sögu er að segja af Rúnari Alex sem lék gegn Mexíkó og Póllandi í sama glugga. Patrik Sigurður í leik með U-21 árs landsliðinu.Vísir/Daniel Patrik Sigurður Gunnarsson og Elías Rafn Ólafsson eru svo farnir að banka á dyrnar hjá A-landsliðinu. Það er hins vegar nær ómögulegt að halda því fram að einhver þessara fjögurra markvarða „eigi“ að vera aðalmarkvörður Íslands þar sem enginn þeirra er aðalmarkvörður í sínu liði í dag. Elías Rafn hóf tímabilið milli stanganna hjá danska úrvalsdeildarfélaginu Midtjylland þar sem aðalmarkvörður liðsins fékk lengra sumarfrí en aðrir leikmenn liðsins. Hvernig tímabil hans mun þróast á eftir að koma í ljós. Þá er Patrik Sigurður farinn á láni til Viking í Noregi þar sem hann var þriðji kostur hjá enska úrvalsdeildarliðinu Brentford. Rúnar Alex er nýfarinn til Belgíu á láni frá Arsenal. Þar ætti hann að verða aðalmarkvörður hjá liði sem leikur í efstu deild. Það ætti að gefa honum aukna möguleika á að hirða stöðu aðalmarkvarðar hjá íslenska landsliðinu. Hann þarf þá að grípa gæsina þegar hún gefst. Hannes Þór fékk tækifærið á sínum tíma og greip það báðum höndum. Hann sleppti ekki takinu næstu tíu árin og steig vart feilspor með landsliðinu á þeim tíma. Það virðist nú vera undir Rúnari Alex komið hvort hann vilji stöðuna eða ekki. Ef hann grípur ekki gæsina gæti farið svo að ungir markverðir á borð við Patrik Sigurð eða Elías Rafn hirði stöðuna af honum. Ekki skal svo afskrifa Ögmund sem er aðeins 32 ára gamall, hann þarf þó að fara spila fleiri leiki með félagsliði sínu ef hann vill standa milli stanganna á Laugardalsvelli. Ögmundur stóð sig vel gegn bæði Færeyjum og Póllandi í vináttulandsleikjum fyrr á þessu ári. Hann fær hins vegar fá tækifæri með félagsliði sínu Olympiacos.Boris Streubel/Getty Images
Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Fótbolti „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Fótbolti Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Fótbolti Dortmund mætir Real en Bellingham bræður mætast ekki Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Íslenski boltinn „Engar svakalegar reglur hér“ Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Karólína Lea orðin leikmaður Inter „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Dortmund mætir Real en Bellingham bræður mætast ekki „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Sjá meira