Messi bætti met Pele og laskað lið Brasilíu enn með fullt hús stiga Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. september 2021 07:31 Lionel Messi skoraði þrennu í kvöld og jafnaði met Pele. Natacha Pisarenko/Getty Images Alls fóru fimm leiki fram í Suður-Ameríku undankeppni HM í fótbolta. Lionel Messi skoraði þrennu í 3-0 sigri Argentínu á Bólivíu og B-lið Brasilíu sótti þrjú stig gegn Perú. Það tók Messi rétt rúman stundarfjórðung að skora fyrsta mark Argentínu í nótt. Hann fékk þá sendingu frá Leandro Paredes, klobbaði varnarmann og smurði boltann síðan með vinstri fæti í vinstra hornið á marki Carlos Lampe. Lautaro Martinez hélt hann hefði tvöfaldað forystu heimamanna áður en fyrri hálfleikur var úti en hann var rétt fyrir innan er hann tæklaði boltann í netið og rangstaða dæmd. Staðan því 1-0 í hálfleik en þegar rúm klukkustund var liðin skoraði Messi annað mark sinna manna í leiknum. Eftir frábæran samleik við Martinez komst Messi í kjörstöðu innan vítateigs, hann átti skot í varnarmann en boltinn féll fyrir hægri fót hans og honum urðu ekki á nein mistök. Messi fullkomnaði svo þrennu sína og 3-0 sigur Argentínu þegar hann fylgdi eftir skoti sem Lampe varði fyrir fætur hans. Messi hefur nú skorað 79 landsliðsmörk og bætti þar með met Pele. Enginn leikmaður frá Suður-Ameríku hefur skorað fleiri. The moment Lionel Messi became the men's leading goal scorer in South American history pic.twitter.com/yTg8mFh3df— B/R Football (@brfootball) September 10, 2021 Þá vann Brasilía 2-0 sigur á Perú þökk sé mörkum Everton Ribeiro og Neymar í fyrri hálfleik. Eins og áður hefur komið fram er Brasilía án leikmanna sem leika í ensku úrvalsdeildinni og því vantaði menn á borð við Ederson, Alisson, Thiago Silva, Fred, Fabinho, Douglas Luiz, Gabriel Jesus og Richarlison í leik kvöldsins. Önnur úrslit voru þau að Kólumbía vann 3-1 sigur á Síle, Paragvæ vann 2-1 sigur á Venesúela og Úrúgvæ vann Ekvador með einu marki gegn engu. Staðan er þannig að Brasilía er á toppi riðilsins með fullt hús stiga eða 24 talsins. Þar á eftir kemur Argentína með 18 stig en Messi og félagar hafa ekki enn tapað leik. Úrúgvæ er svo í þriðja sæti með 15 stig á meðan Ekvador og Kólumbía eru með 13 stig hvort. Fótbolti Mest lesið Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Hádramatík í sex marka leik Hildur á skotskónum í Barcelona Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Ísak fékk ekki boltann og Köln kastaði sigri frá sér Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Emilía skoraði en brekkan var of brött Hádramatík í lokin á Villa Park Hólmbert skoraði í úrslitaleik í Suður-Kóreu Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Messi og Ronaldo gætu mæst í átta liða úrslitunum á HM 2026 Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Hislop með krabbamein Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Íslandsvinurinn rekinn „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Gæti geymt varamenn inni í klefa á HM vegna hitans Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Sjá meira
Það tók Messi rétt rúman stundarfjórðung að skora fyrsta mark Argentínu í nótt. Hann fékk þá sendingu frá Leandro Paredes, klobbaði varnarmann og smurði boltann síðan með vinstri fæti í vinstra hornið á marki Carlos Lampe. Lautaro Martinez hélt hann hefði tvöfaldað forystu heimamanna áður en fyrri hálfleikur var úti en hann var rétt fyrir innan er hann tæklaði boltann í netið og rangstaða dæmd. Staðan því 1-0 í hálfleik en þegar rúm klukkustund var liðin skoraði Messi annað mark sinna manna í leiknum. Eftir frábæran samleik við Martinez komst Messi í kjörstöðu innan vítateigs, hann átti skot í varnarmann en boltinn féll fyrir hægri fót hans og honum urðu ekki á nein mistök. Messi fullkomnaði svo þrennu sína og 3-0 sigur Argentínu þegar hann fylgdi eftir skoti sem Lampe varði fyrir fætur hans. Messi hefur nú skorað 79 landsliðsmörk og bætti þar með met Pele. Enginn leikmaður frá Suður-Ameríku hefur skorað fleiri. The moment Lionel Messi became the men's leading goal scorer in South American history pic.twitter.com/yTg8mFh3df— B/R Football (@brfootball) September 10, 2021 Þá vann Brasilía 2-0 sigur á Perú þökk sé mörkum Everton Ribeiro og Neymar í fyrri hálfleik. Eins og áður hefur komið fram er Brasilía án leikmanna sem leika í ensku úrvalsdeildinni og því vantaði menn á borð við Ederson, Alisson, Thiago Silva, Fred, Fabinho, Douglas Luiz, Gabriel Jesus og Richarlison í leik kvöldsins. Önnur úrslit voru þau að Kólumbía vann 3-1 sigur á Síle, Paragvæ vann 2-1 sigur á Venesúela og Úrúgvæ vann Ekvador með einu marki gegn engu. Staðan er þannig að Brasilía er á toppi riðilsins með fullt hús stiga eða 24 talsins. Þar á eftir kemur Argentína með 18 stig en Messi og félagar hafa ekki enn tapað leik. Úrúgvæ er svo í þriðja sæti með 15 stig á meðan Ekvador og Kólumbía eru með 13 stig hvort.
Fótbolti Mest lesið Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Hádramatík í sex marka leik Hildur á skotskónum í Barcelona Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Ísak fékk ekki boltann og Köln kastaði sigri frá sér Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Emilía skoraði en brekkan var of brött Hádramatík í lokin á Villa Park Hólmbert skoraði í úrslitaleik í Suður-Kóreu Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Messi og Ronaldo gætu mæst í átta liða úrslitunum á HM 2026 Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Hislop með krabbamein Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Íslandsvinurinn rekinn „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Gæti geymt varamenn inni í klefa á HM vegna hitans Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Sjá meira