Messi bætti met Pele og laskað lið Brasilíu enn með fullt hús stiga Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. september 2021 07:31 Lionel Messi skoraði þrennu í kvöld og jafnaði met Pele. Natacha Pisarenko/Getty Images Alls fóru fimm leiki fram í Suður-Ameríku undankeppni HM í fótbolta. Lionel Messi skoraði þrennu í 3-0 sigri Argentínu á Bólivíu og B-lið Brasilíu sótti þrjú stig gegn Perú. Það tók Messi rétt rúman stundarfjórðung að skora fyrsta mark Argentínu í nótt. Hann fékk þá sendingu frá Leandro Paredes, klobbaði varnarmann og smurði boltann síðan með vinstri fæti í vinstra hornið á marki Carlos Lampe. Lautaro Martinez hélt hann hefði tvöfaldað forystu heimamanna áður en fyrri hálfleikur var úti en hann var rétt fyrir innan er hann tæklaði boltann í netið og rangstaða dæmd. Staðan því 1-0 í hálfleik en þegar rúm klukkustund var liðin skoraði Messi annað mark sinna manna í leiknum. Eftir frábæran samleik við Martinez komst Messi í kjörstöðu innan vítateigs, hann átti skot í varnarmann en boltinn féll fyrir hægri fót hans og honum urðu ekki á nein mistök. Messi fullkomnaði svo þrennu sína og 3-0 sigur Argentínu þegar hann fylgdi eftir skoti sem Lampe varði fyrir fætur hans. Messi hefur nú skorað 79 landsliðsmörk og bætti þar með met Pele. Enginn leikmaður frá Suður-Ameríku hefur skorað fleiri. The moment Lionel Messi became the men's leading goal scorer in South American history pic.twitter.com/yTg8mFh3df— B/R Football (@brfootball) September 10, 2021 Þá vann Brasilía 2-0 sigur á Perú þökk sé mörkum Everton Ribeiro og Neymar í fyrri hálfleik. Eins og áður hefur komið fram er Brasilía án leikmanna sem leika í ensku úrvalsdeildinni og því vantaði menn á borð við Ederson, Alisson, Thiago Silva, Fred, Fabinho, Douglas Luiz, Gabriel Jesus og Richarlison í leik kvöldsins. Önnur úrslit voru þau að Kólumbía vann 3-1 sigur á Síle, Paragvæ vann 2-1 sigur á Venesúela og Úrúgvæ vann Ekvador með einu marki gegn engu. Staðan er þannig að Brasilía er á toppi riðilsins með fullt hús stiga eða 24 talsins. Þar á eftir kemur Argentína með 18 stig en Messi og félagar hafa ekki enn tapað leik. Úrúgvæ er svo í þriðja sæti með 15 stig á meðan Ekvador og Kólumbía eru með 13 stig hvort. Fótbolti Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Handbolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Sjá meira
Það tók Messi rétt rúman stundarfjórðung að skora fyrsta mark Argentínu í nótt. Hann fékk þá sendingu frá Leandro Paredes, klobbaði varnarmann og smurði boltann síðan með vinstri fæti í vinstra hornið á marki Carlos Lampe. Lautaro Martinez hélt hann hefði tvöfaldað forystu heimamanna áður en fyrri hálfleikur var úti en hann var rétt fyrir innan er hann tæklaði boltann í netið og rangstaða dæmd. Staðan því 1-0 í hálfleik en þegar rúm klukkustund var liðin skoraði Messi annað mark sinna manna í leiknum. Eftir frábæran samleik við Martinez komst Messi í kjörstöðu innan vítateigs, hann átti skot í varnarmann en boltinn féll fyrir hægri fót hans og honum urðu ekki á nein mistök. Messi fullkomnaði svo þrennu sína og 3-0 sigur Argentínu þegar hann fylgdi eftir skoti sem Lampe varði fyrir fætur hans. Messi hefur nú skorað 79 landsliðsmörk og bætti þar með met Pele. Enginn leikmaður frá Suður-Ameríku hefur skorað fleiri. The moment Lionel Messi became the men's leading goal scorer in South American history pic.twitter.com/yTg8mFh3df— B/R Football (@brfootball) September 10, 2021 Þá vann Brasilía 2-0 sigur á Perú þökk sé mörkum Everton Ribeiro og Neymar í fyrri hálfleik. Eins og áður hefur komið fram er Brasilía án leikmanna sem leika í ensku úrvalsdeildinni og því vantaði menn á borð við Ederson, Alisson, Thiago Silva, Fred, Fabinho, Douglas Luiz, Gabriel Jesus og Richarlison í leik kvöldsins. Önnur úrslit voru þau að Kólumbía vann 3-1 sigur á Síle, Paragvæ vann 2-1 sigur á Venesúela og Úrúgvæ vann Ekvador með einu marki gegn engu. Staðan er þannig að Brasilía er á toppi riðilsins með fullt hús stiga eða 24 talsins. Þar á eftir kemur Argentína með 18 stig en Messi og félagar hafa ekki enn tapað leik. Úrúgvæ er svo í þriðja sæti með 15 stig á meðan Ekvador og Kólumbía eru með 13 stig hvort.
Fótbolti Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Handbolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Sjá meira