Messi bætti met Pele og laskað lið Brasilíu enn með fullt hús stiga Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. september 2021 07:31 Lionel Messi skoraði þrennu í kvöld og jafnaði met Pele. Natacha Pisarenko/Getty Images Alls fóru fimm leiki fram í Suður-Ameríku undankeppni HM í fótbolta. Lionel Messi skoraði þrennu í 3-0 sigri Argentínu á Bólivíu og B-lið Brasilíu sótti þrjú stig gegn Perú. Það tók Messi rétt rúman stundarfjórðung að skora fyrsta mark Argentínu í nótt. Hann fékk þá sendingu frá Leandro Paredes, klobbaði varnarmann og smurði boltann síðan með vinstri fæti í vinstra hornið á marki Carlos Lampe. Lautaro Martinez hélt hann hefði tvöfaldað forystu heimamanna áður en fyrri hálfleikur var úti en hann var rétt fyrir innan er hann tæklaði boltann í netið og rangstaða dæmd. Staðan því 1-0 í hálfleik en þegar rúm klukkustund var liðin skoraði Messi annað mark sinna manna í leiknum. Eftir frábæran samleik við Martinez komst Messi í kjörstöðu innan vítateigs, hann átti skot í varnarmann en boltinn féll fyrir hægri fót hans og honum urðu ekki á nein mistök. Messi fullkomnaði svo þrennu sína og 3-0 sigur Argentínu þegar hann fylgdi eftir skoti sem Lampe varði fyrir fætur hans. Messi hefur nú skorað 79 landsliðsmörk og bætti þar með met Pele. Enginn leikmaður frá Suður-Ameríku hefur skorað fleiri. The moment Lionel Messi became the men's leading goal scorer in South American history pic.twitter.com/yTg8mFh3df— B/R Football (@brfootball) September 10, 2021 Þá vann Brasilía 2-0 sigur á Perú þökk sé mörkum Everton Ribeiro og Neymar í fyrri hálfleik. Eins og áður hefur komið fram er Brasilía án leikmanna sem leika í ensku úrvalsdeildinni og því vantaði menn á borð við Ederson, Alisson, Thiago Silva, Fred, Fabinho, Douglas Luiz, Gabriel Jesus og Richarlison í leik kvöldsins. Önnur úrslit voru þau að Kólumbía vann 3-1 sigur á Síle, Paragvæ vann 2-1 sigur á Venesúela og Úrúgvæ vann Ekvador með einu marki gegn engu. Staðan er þannig að Brasilía er á toppi riðilsins með fullt hús stiga eða 24 talsins. Þar á eftir kemur Argentína með 18 stig en Messi og félagar hafa ekki enn tapað leik. Úrúgvæ er svo í þriðja sæti með 15 stig á meðan Ekvador og Kólumbía eru með 13 stig hvort. Fótbolti Mest lesið Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Enski boltinn „Ég spila fyrir mömmu mína“ Fótbolti Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Enski boltinn Fleiri fréttir Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi „Ég spila fyrir mömmu mína“ Strasbourg nálægt því að vinna Evrópumeistarana í toppslagnum Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Áhrifamaður innan fótboltans skotinn til bana Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Potter á að töfra Svía inn á HM Wildcard-liðið hans Alberts: Þrír frá Arsenal en langar ekki að velja Salah Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Blikar mæta dönsku meisturunum í 16-liða úrslitum Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Skjátlaðist um Palmer sem verður lengi frá keppni Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Mamardashvili í markinu gegn United Ronaldo þénar 150 milljónum meira en Messi Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Flytur langt í burtu frá Ítalíu ef liðið hans kemst ekki á HM Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara FIFA segir að Trump geti tekið HM-leiki af bandarískum borgum Boltinn var inni og Glódís Perla fagnaði dramatískum sigri Sjá meira
Það tók Messi rétt rúman stundarfjórðung að skora fyrsta mark Argentínu í nótt. Hann fékk þá sendingu frá Leandro Paredes, klobbaði varnarmann og smurði boltann síðan með vinstri fæti í vinstra hornið á marki Carlos Lampe. Lautaro Martinez hélt hann hefði tvöfaldað forystu heimamanna áður en fyrri hálfleikur var úti en hann var rétt fyrir innan er hann tæklaði boltann í netið og rangstaða dæmd. Staðan því 1-0 í hálfleik en þegar rúm klukkustund var liðin skoraði Messi annað mark sinna manna í leiknum. Eftir frábæran samleik við Martinez komst Messi í kjörstöðu innan vítateigs, hann átti skot í varnarmann en boltinn féll fyrir hægri fót hans og honum urðu ekki á nein mistök. Messi fullkomnaði svo þrennu sína og 3-0 sigur Argentínu þegar hann fylgdi eftir skoti sem Lampe varði fyrir fætur hans. Messi hefur nú skorað 79 landsliðsmörk og bætti þar með met Pele. Enginn leikmaður frá Suður-Ameríku hefur skorað fleiri. The moment Lionel Messi became the men's leading goal scorer in South American history pic.twitter.com/yTg8mFh3df— B/R Football (@brfootball) September 10, 2021 Þá vann Brasilía 2-0 sigur á Perú þökk sé mörkum Everton Ribeiro og Neymar í fyrri hálfleik. Eins og áður hefur komið fram er Brasilía án leikmanna sem leika í ensku úrvalsdeildinni og því vantaði menn á borð við Ederson, Alisson, Thiago Silva, Fred, Fabinho, Douglas Luiz, Gabriel Jesus og Richarlison í leik kvöldsins. Önnur úrslit voru þau að Kólumbía vann 3-1 sigur á Síle, Paragvæ vann 2-1 sigur á Venesúela og Úrúgvæ vann Ekvador með einu marki gegn engu. Staðan er þannig að Brasilía er á toppi riðilsins með fullt hús stiga eða 24 talsins. Þar á eftir kemur Argentína með 18 stig en Messi og félagar hafa ekki enn tapað leik. Úrúgvæ er svo í þriðja sæti með 15 stig á meðan Ekvador og Kólumbía eru með 13 stig hvort.
Fótbolti Mest lesið Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Enski boltinn „Ég spila fyrir mömmu mína“ Fótbolti Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Enski boltinn Fleiri fréttir Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi „Ég spila fyrir mömmu mína“ Strasbourg nálægt því að vinna Evrópumeistarana í toppslagnum Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Áhrifamaður innan fótboltans skotinn til bana Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Potter á að töfra Svía inn á HM Wildcard-liðið hans Alberts: Þrír frá Arsenal en langar ekki að velja Salah Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Blikar mæta dönsku meisturunum í 16-liða úrslitum Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Skjátlaðist um Palmer sem verður lengi frá keppni Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Mamardashvili í markinu gegn United Ronaldo þénar 150 milljónum meira en Messi Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Flytur langt í burtu frá Ítalíu ef liðið hans kemst ekki á HM Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara FIFA segir að Trump geti tekið HM-leiki af bandarískum borgum Boltinn var inni og Glódís Perla fagnaði dramatískum sigri Sjá meira