Messi bætti met Pele og laskað lið Brasilíu enn með fullt hús stiga Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. september 2021 07:31 Lionel Messi skoraði þrennu í kvöld og jafnaði met Pele. Natacha Pisarenko/Getty Images Alls fóru fimm leiki fram í Suður-Ameríku undankeppni HM í fótbolta. Lionel Messi skoraði þrennu í 3-0 sigri Argentínu á Bólivíu og B-lið Brasilíu sótti þrjú stig gegn Perú. Það tók Messi rétt rúman stundarfjórðung að skora fyrsta mark Argentínu í nótt. Hann fékk þá sendingu frá Leandro Paredes, klobbaði varnarmann og smurði boltann síðan með vinstri fæti í vinstra hornið á marki Carlos Lampe. Lautaro Martinez hélt hann hefði tvöfaldað forystu heimamanna áður en fyrri hálfleikur var úti en hann var rétt fyrir innan er hann tæklaði boltann í netið og rangstaða dæmd. Staðan því 1-0 í hálfleik en þegar rúm klukkustund var liðin skoraði Messi annað mark sinna manna í leiknum. Eftir frábæran samleik við Martinez komst Messi í kjörstöðu innan vítateigs, hann átti skot í varnarmann en boltinn féll fyrir hægri fót hans og honum urðu ekki á nein mistök. Messi fullkomnaði svo þrennu sína og 3-0 sigur Argentínu þegar hann fylgdi eftir skoti sem Lampe varði fyrir fætur hans. Messi hefur nú skorað 79 landsliðsmörk og bætti þar með met Pele. Enginn leikmaður frá Suður-Ameríku hefur skorað fleiri. The moment Lionel Messi became the men's leading goal scorer in South American history pic.twitter.com/yTg8mFh3df— B/R Football (@brfootball) September 10, 2021 Þá vann Brasilía 2-0 sigur á Perú þökk sé mörkum Everton Ribeiro og Neymar í fyrri hálfleik. Eins og áður hefur komið fram er Brasilía án leikmanna sem leika í ensku úrvalsdeildinni og því vantaði menn á borð við Ederson, Alisson, Thiago Silva, Fred, Fabinho, Douglas Luiz, Gabriel Jesus og Richarlison í leik kvöldsins. Önnur úrslit voru þau að Kólumbía vann 3-1 sigur á Síle, Paragvæ vann 2-1 sigur á Venesúela og Úrúgvæ vann Ekvador með einu marki gegn engu. Staðan er þannig að Brasilía er á toppi riðilsins með fullt hús stiga eða 24 talsins. Þar á eftir kemur Argentína með 18 stig en Messi og félagar hafa ekki enn tapað leik. Úrúgvæ er svo í þriðja sæti með 15 stig á meðan Ekvador og Kólumbía eru með 13 stig hvort. Fótbolti Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Fleiri fréttir Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Sjá meira
Það tók Messi rétt rúman stundarfjórðung að skora fyrsta mark Argentínu í nótt. Hann fékk þá sendingu frá Leandro Paredes, klobbaði varnarmann og smurði boltann síðan með vinstri fæti í vinstra hornið á marki Carlos Lampe. Lautaro Martinez hélt hann hefði tvöfaldað forystu heimamanna áður en fyrri hálfleikur var úti en hann var rétt fyrir innan er hann tæklaði boltann í netið og rangstaða dæmd. Staðan því 1-0 í hálfleik en þegar rúm klukkustund var liðin skoraði Messi annað mark sinna manna í leiknum. Eftir frábæran samleik við Martinez komst Messi í kjörstöðu innan vítateigs, hann átti skot í varnarmann en boltinn féll fyrir hægri fót hans og honum urðu ekki á nein mistök. Messi fullkomnaði svo þrennu sína og 3-0 sigur Argentínu þegar hann fylgdi eftir skoti sem Lampe varði fyrir fætur hans. Messi hefur nú skorað 79 landsliðsmörk og bætti þar með met Pele. Enginn leikmaður frá Suður-Ameríku hefur skorað fleiri. The moment Lionel Messi became the men's leading goal scorer in South American history pic.twitter.com/yTg8mFh3df— B/R Football (@brfootball) September 10, 2021 Þá vann Brasilía 2-0 sigur á Perú þökk sé mörkum Everton Ribeiro og Neymar í fyrri hálfleik. Eins og áður hefur komið fram er Brasilía án leikmanna sem leika í ensku úrvalsdeildinni og því vantaði menn á borð við Ederson, Alisson, Thiago Silva, Fred, Fabinho, Douglas Luiz, Gabriel Jesus og Richarlison í leik kvöldsins. Önnur úrslit voru þau að Kólumbía vann 3-1 sigur á Síle, Paragvæ vann 2-1 sigur á Venesúela og Úrúgvæ vann Ekvador með einu marki gegn engu. Staðan er þannig að Brasilía er á toppi riðilsins með fullt hús stiga eða 24 talsins. Þar á eftir kemur Argentína með 18 stig en Messi og félagar hafa ekki enn tapað leik. Úrúgvæ er svo í þriðja sæti með 15 stig á meðan Ekvador og Kólumbía eru með 13 stig hvort.
Fótbolti Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Fleiri fréttir Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Sjá meira