Messi bætti met Pele og laskað lið Brasilíu enn með fullt hús stiga Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. september 2021 07:31 Lionel Messi skoraði þrennu í kvöld og jafnaði met Pele. Natacha Pisarenko/Getty Images Alls fóru fimm leiki fram í Suður-Ameríku undankeppni HM í fótbolta. Lionel Messi skoraði þrennu í 3-0 sigri Argentínu á Bólivíu og B-lið Brasilíu sótti þrjú stig gegn Perú. Það tók Messi rétt rúman stundarfjórðung að skora fyrsta mark Argentínu í nótt. Hann fékk þá sendingu frá Leandro Paredes, klobbaði varnarmann og smurði boltann síðan með vinstri fæti í vinstra hornið á marki Carlos Lampe. Lautaro Martinez hélt hann hefði tvöfaldað forystu heimamanna áður en fyrri hálfleikur var úti en hann var rétt fyrir innan er hann tæklaði boltann í netið og rangstaða dæmd. Staðan því 1-0 í hálfleik en þegar rúm klukkustund var liðin skoraði Messi annað mark sinna manna í leiknum. Eftir frábæran samleik við Martinez komst Messi í kjörstöðu innan vítateigs, hann átti skot í varnarmann en boltinn féll fyrir hægri fót hans og honum urðu ekki á nein mistök. Messi fullkomnaði svo þrennu sína og 3-0 sigur Argentínu þegar hann fylgdi eftir skoti sem Lampe varði fyrir fætur hans. Messi hefur nú skorað 79 landsliðsmörk og bætti þar með met Pele. Enginn leikmaður frá Suður-Ameríku hefur skorað fleiri. The moment Lionel Messi became the men's leading goal scorer in South American history pic.twitter.com/yTg8mFh3df— B/R Football (@brfootball) September 10, 2021 Þá vann Brasilía 2-0 sigur á Perú þökk sé mörkum Everton Ribeiro og Neymar í fyrri hálfleik. Eins og áður hefur komið fram er Brasilía án leikmanna sem leika í ensku úrvalsdeildinni og því vantaði menn á borð við Ederson, Alisson, Thiago Silva, Fred, Fabinho, Douglas Luiz, Gabriel Jesus og Richarlison í leik kvöldsins. Önnur úrslit voru þau að Kólumbía vann 3-1 sigur á Síle, Paragvæ vann 2-1 sigur á Venesúela og Úrúgvæ vann Ekvador með einu marki gegn engu. Staðan er þannig að Brasilía er á toppi riðilsins með fullt hús stiga eða 24 talsins. Þar á eftir kemur Argentína með 18 stig en Messi og félagar hafa ekki enn tapað leik. Úrúgvæ er svo í þriðja sæti með 15 stig á meðan Ekvador og Kólumbía eru með 13 stig hvort. Fótbolti Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Fótbolti Fleiri fréttir Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Sjá meira
Það tók Messi rétt rúman stundarfjórðung að skora fyrsta mark Argentínu í nótt. Hann fékk þá sendingu frá Leandro Paredes, klobbaði varnarmann og smurði boltann síðan með vinstri fæti í vinstra hornið á marki Carlos Lampe. Lautaro Martinez hélt hann hefði tvöfaldað forystu heimamanna áður en fyrri hálfleikur var úti en hann var rétt fyrir innan er hann tæklaði boltann í netið og rangstaða dæmd. Staðan því 1-0 í hálfleik en þegar rúm klukkustund var liðin skoraði Messi annað mark sinna manna í leiknum. Eftir frábæran samleik við Martinez komst Messi í kjörstöðu innan vítateigs, hann átti skot í varnarmann en boltinn féll fyrir hægri fót hans og honum urðu ekki á nein mistök. Messi fullkomnaði svo þrennu sína og 3-0 sigur Argentínu þegar hann fylgdi eftir skoti sem Lampe varði fyrir fætur hans. Messi hefur nú skorað 79 landsliðsmörk og bætti þar með met Pele. Enginn leikmaður frá Suður-Ameríku hefur skorað fleiri. The moment Lionel Messi became the men's leading goal scorer in South American history pic.twitter.com/yTg8mFh3df— B/R Football (@brfootball) September 10, 2021 Þá vann Brasilía 2-0 sigur á Perú þökk sé mörkum Everton Ribeiro og Neymar í fyrri hálfleik. Eins og áður hefur komið fram er Brasilía án leikmanna sem leika í ensku úrvalsdeildinni og því vantaði menn á borð við Ederson, Alisson, Thiago Silva, Fred, Fabinho, Douglas Luiz, Gabriel Jesus og Richarlison í leik kvöldsins. Önnur úrslit voru þau að Kólumbía vann 3-1 sigur á Síle, Paragvæ vann 2-1 sigur á Venesúela og Úrúgvæ vann Ekvador með einu marki gegn engu. Staðan er þannig að Brasilía er á toppi riðilsins með fullt hús stiga eða 24 talsins. Þar á eftir kemur Argentína með 18 stig en Messi og félagar hafa ekki enn tapað leik. Úrúgvæ er svo í þriðja sæti með 15 stig á meðan Ekvador og Kólumbía eru með 13 stig hvort.
Fótbolti Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Fótbolti Fleiri fréttir Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Sjá meira