Ferðalag Spánverja skilar 80 þúsund kílóum banana í matargjafir Valur Páll Eiríksson skrifar 9. september 2021 23:00 Pedri aðstoðaði við flutning á banönum frá Kanaríeyjum til fjölskylduhjálpar í Barcelona í dag. Bananarnir fara þangað fyrir hans tilstilli. Mundo Deportivo/Comma Mikið ferðalag spænska karlalandsliðsins í fótbolta á Evrópumótinu sem fram fór víðsvegar um álfuna í sumar kemur fjölskylduhjálp á Spáni að góðum notum. Það er fyrir tilstilli Pedri, leikmanns Barcelona, sem gríðarlegt magn banana berst í matargjafir. Hinn 18 ára gamli Pedri var lykilmaður í spænska landsliðinu sem fór alla leið í undanúrslit á EM í sumar. Pedri hefur skotist hratt upp á stjörnuhimininn en hann kom til Barcelona frá Las Palmas á Kanaríeyjum síðasta sumar. Hann spilaði alls 52 leiki í öllum keppnum með þeim spænsku og fór beint í byrjunarlið Spánar fyrir Evrópumótið, auk þess að spila með Spáni á Ólympíuleikunum þar sem liðið hlaut silfur. Ljóst var að Spánverjar myndu ferðast umtalsvert um Evrópu ef þeir færu langt á EM, enda fór Evrópumótið fram um alla álfuna. Pedri samdi við bananaframleiðandann ASPROCAN, sem er ræktar banana á hans heimahögum í Kanarí, um að þúsund kíló af banönum yrðu lögð til matarhjálpar á Spáni fyrir hvern kílómetra sem spænska landsliðið myndi ferðast. Spánn ferðaðist ekkert í riðlakeppninni þar sem liðið lék alla sína leiki á heimavelli. Liðið vann svo Króatíu í Kaupmannahöfn í 16-liða úrslitum, Sviss í Pétursborg í 8-liða úrslitum og féll svo úr leik fyrir Evrópumeisturum Ítala á Wembley í Lundúnum í undanúrslitum. Alls fór liðið því 776,5 kílómetra sem mun skila 80 þúsund kílóum af banönum til matarhjálpar á Spáni. Pedri setti met með fjölda leikja sem hann spilaði á síðustu leiktíð er hann tók þátt í 73 leikjum í öllum keppnum með landi og félagi. Athygli vakti að hann mætti beint til æfinga hjá Barcelona eftir Ólympíuleikana. Barcelona komst að samkomulagi við spænska knattspyrnusambandið að strákurinn ungi yrði ekki valinn í landsliðsglugganum sem er að klárast og fengi Pedri því tveggja vikna sumarfrí í þeim glugga. Spænski miðillinn Mundo Deportivo greinir frá því að Pedri nýti fríið vel til að koma gjöf sinni áleiðis. Hann var við sjálfboðaliðastörf hjá fjölskylduhjálp í Barcelona í dag. Spænski boltinn Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Fleiri fréttir FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Í beinni: FHL – FRAM | Nýliðar í ólíkri stöðu mætast Í beinni: Víkingur R – Breiðablik | Meistarar í stuði mæta í Víkina Í beinni: FH – Þór/KA | Vilja ekki missa meistarana lengra frá sér Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Sjá meira
Hinn 18 ára gamli Pedri var lykilmaður í spænska landsliðinu sem fór alla leið í undanúrslit á EM í sumar. Pedri hefur skotist hratt upp á stjörnuhimininn en hann kom til Barcelona frá Las Palmas á Kanaríeyjum síðasta sumar. Hann spilaði alls 52 leiki í öllum keppnum með þeim spænsku og fór beint í byrjunarlið Spánar fyrir Evrópumótið, auk þess að spila með Spáni á Ólympíuleikunum þar sem liðið hlaut silfur. Ljóst var að Spánverjar myndu ferðast umtalsvert um Evrópu ef þeir færu langt á EM, enda fór Evrópumótið fram um alla álfuna. Pedri samdi við bananaframleiðandann ASPROCAN, sem er ræktar banana á hans heimahögum í Kanarí, um að þúsund kíló af banönum yrðu lögð til matarhjálpar á Spáni fyrir hvern kílómetra sem spænska landsliðið myndi ferðast. Spánn ferðaðist ekkert í riðlakeppninni þar sem liðið lék alla sína leiki á heimavelli. Liðið vann svo Króatíu í Kaupmannahöfn í 16-liða úrslitum, Sviss í Pétursborg í 8-liða úrslitum og féll svo úr leik fyrir Evrópumeisturum Ítala á Wembley í Lundúnum í undanúrslitum. Alls fór liðið því 776,5 kílómetra sem mun skila 80 þúsund kílóum af banönum til matarhjálpar á Spáni. Pedri setti met með fjölda leikja sem hann spilaði á síðustu leiktíð er hann tók þátt í 73 leikjum í öllum keppnum með landi og félagi. Athygli vakti að hann mætti beint til æfinga hjá Barcelona eftir Ólympíuleikana. Barcelona komst að samkomulagi við spænska knattspyrnusambandið að strákurinn ungi yrði ekki valinn í landsliðsglugganum sem er að klárast og fengi Pedri því tveggja vikna sumarfrí í þeim glugga. Spænski miðillinn Mundo Deportivo greinir frá því að Pedri nýti fríið vel til að koma gjöf sinni áleiðis. Hann var við sjálfboðaliðastörf hjá fjölskylduhjálp í Barcelona í dag.
Spænski boltinn Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Fleiri fréttir FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Í beinni: FHL – FRAM | Nýliðar í ólíkri stöðu mætast Í beinni: Víkingur R – Breiðablik | Meistarar í stuði mæta í Víkina Í beinni: FH – Þór/KA | Vilja ekki missa meistarana lengra frá sér Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Sjá meira