Ferðalag Spánverja skilar 80 þúsund kílóum banana í matargjafir Valur Páll Eiríksson skrifar 9. september 2021 23:00 Pedri aðstoðaði við flutning á banönum frá Kanaríeyjum til fjölskylduhjálpar í Barcelona í dag. Bananarnir fara þangað fyrir hans tilstilli. Mundo Deportivo/Comma Mikið ferðalag spænska karlalandsliðsins í fótbolta á Evrópumótinu sem fram fór víðsvegar um álfuna í sumar kemur fjölskylduhjálp á Spáni að góðum notum. Það er fyrir tilstilli Pedri, leikmanns Barcelona, sem gríðarlegt magn banana berst í matargjafir. Hinn 18 ára gamli Pedri var lykilmaður í spænska landsliðinu sem fór alla leið í undanúrslit á EM í sumar. Pedri hefur skotist hratt upp á stjörnuhimininn en hann kom til Barcelona frá Las Palmas á Kanaríeyjum síðasta sumar. Hann spilaði alls 52 leiki í öllum keppnum með þeim spænsku og fór beint í byrjunarlið Spánar fyrir Evrópumótið, auk þess að spila með Spáni á Ólympíuleikunum þar sem liðið hlaut silfur. Ljóst var að Spánverjar myndu ferðast umtalsvert um Evrópu ef þeir færu langt á EM, enda fór Evrópumótið fram um alla álfuna. Pedri samdi við bananaframleiðandann ASPROCAN, sem er ræktar banana á hans heimahögum í Kanarí, um að þúsund kíló af banönum yrðu lögð til matarhjálpar á Spáni fyrir hvern kílómetra sem spænska landsliðið myndi ferðast. Spánn ferðaðist ekkert í riðlakeppninni þar sem liðið lék alla sína leiki á heimavelli. Liðið vann svo Króatíu í Kaupmannahöfn í 16-liða úrslitum, Sviss í Pétursborg í 8-liða úrslitum og féll svo úr leik fyrir Evrópumeisturum Ítala á Wembley í Lundúnum í undanúrslitum. Alls fór liðið því 776,5 kílómetra sem mun skila 80 þúsund kílóum af banönum til matarhjálpar á Spáni. Pedri setti met með fjölda leikja sem hann spilaði á síðustu leiktíð er hann tók þátt í 73 leikjum í öllum keppnum með landi og félagi. Athygli vakti að hann mætti beint til æfinga hjá Barcelona eftir Ólympíuleikana. Barcelona komst að samkomulagi við spænska knattspyrnusambandið að strákurinn ungi yrði ekki valinn í landsliðsglugganum sem er að klárast og fengi Pedri því tveggja vikna sumarfrí í þeim glugga. Spænski miðillinn Mundo Deportivo greinir frá því að Pedri nýti fríið vel til að koma gjöf sinni áleiðis. Hann var við sjálfboðaliðastörf hjá fjölskylduhjálp í Barcelona í dag. Spænski boltinn Mest lesið Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Fótbolti Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti Skórnir hennar seldust upp á mínútu Körfubolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Körfubolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Dagskráin: Meistararnir mæta í Mosfellsbæ og Orkumótið í Eyjum Sport „Heilt yfir var ég bara sáttur“ Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Courtois: Trent Alexander-Arnold martröð fyrir markverði Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi Sjá meira
Hinn 18 ára gamli Pedri var lykilmaður í spænska landsliðinu sem fór alla leið í undanúrslit á EM í sumar. Pedri hefur skotist hratt upp á stjörnuhimininn en hann kom til Barcelona frá Las Palmas á Kanaríeyjum síðasta sumar. Hann spilaði alls 52 leiki í öllum keppnum með þeim spænsku og fór beint í byrjunarlið Spánar fyrir Evrópumótið, auk þess að spila með Spáni á Ólympíuleikunum þar sem liðið hlaut silfur. Ljóst var að Spánverjar myndu ferðast umtalsvert um Evrópu ef þeir færu langt á EM, enda fór Evrópumótið fram um alla álfuna. Pedri samdi við bananaframleiðandann ASPROCAN, sem er ræktar banana á hans heimahögum í Kanarí, um að þúsund kíló af banönum yrðu lögð til matarhjálpar á Spáni fyrir hvern kílómetra sem spænska landsliðið myndi ferðast. Spánn ferðaðist ekkert í riðlakeppninni þar sem liðið lék alla sína leiki á heimavelli. Liðið vann svo Króatíu í Kaupmannahöfn í 16-liða úrslitum, Sviss í Pétursborg í 8-liða úrslitum og féll svo úr leik fyrir Evrópumeisturum Ítala á Wembley í Lundúnum í undanúrslitum. Alls fór liðið því 776,5 kílómetra sem mun skila 80 þúsund kílóum af banönum til matarhjálpar á Spáni. Pedri setti met með fjölda leikja sem hann spilaði á síðustu leiktíð er hann tók þátt í 73 leikjum í öllum keppnum með landi og félagi. Athygli vakti að hann mætti beint til æfinga hjá Barcelona eftir Ólympíuleikana. Barcelona komst að samkomulagi við spænska knattspyrnusambandið að strákurinn ungi yrði ekki valinn í landsliðsglugganum sem er að klárast og fengi Pedri því tveggja vikna sumarfrí í þeim glugga. Spænski miðillinn Mundo Deportivo greinir frá því að Pedri nýti fríið vel til að koma gjöf sinni áleiðis. Hann var við sjálfboðaliðastörf hjá fjölskylduhjálp í Barcelona í dag.
Spænski boltinn Mest lesið Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Fótbolti Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti Skórnir hennar seldust upp á mínútu Körfubolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Körfubolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Dagskráin: Meistararnir mæta í Mosfellsbæ og Orkumótið í Eyjum Sport „Heilt yfir var ég bara sáttur“ Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Courtois: Trent Alexander-Arnold martröð fyrir markverði Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi Sjá meira